Spá sláandi atvinnuleysistölum við Mývatn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. apríl 2020 15:47 Frá Mývatnssveit vísir/vilhelm Forsvarsmenn Skútustaðahrepps gera ráð fyrir að atvinnuleysi í sveitarfélaginu verði 30 prósent í þessum mánuði. Sveitarfélagið treystir mjög á tekjur vegna ferðaþjónustu við Mývatn. Dekksta sviðsmyndin gerir ráð fyrir 30 prósenta heildartekjumissi sveitarfélagsins. Mývatn er ein helsta náttúruperla landsins og þangað sækir, í venjulegu árferði, mikill fjöldi ferðamanna á ári hverju. Ekki er hins vegar gert ráð fyrir að margir erlendir ferðamenn láti sjá sig þetta árið, vegna kórónuveirufaraldursins. Í fundargerð síðasta fundar sveitarstjórnarinnar kemur fram að öll hótel og stærri gististaðir verði lokaðir út maí og sumir jafnvel til haustsins sem sé verri staða en áætluð hafi verið áður. „Áætlað atvinnuleysi í apríl er sláandi og hefur hækkað samkvæmt fyrri spá úr 24,5% í 30%. Til samanburðar var atvinnuleysi 3,7% í mars í fyrra og 3,4% í apríl,“ segir í fundargerðinni. Þetta geri það að verkum að bjartsýnasta spá næstu níu mánuðina þýði að stöðugildum hjá rekstraraðilum í Mývatnssveit fækki um 100 næstu níu mánuði. Það myndi þýða 65 milljón króna tekjusamdrátt hjá sveitarfélaginu. Dregnar eru upp tvær aðrar sviðsmyndir sem gera annnars vegar ráð fyrir 35 prósent samdrætti sem þýði fækkun um 175 stöðugildi, 35 prósent samdrátt og tekjumissi upp á 114 milljónir króna. Hins vegar gerir dekksta sviðsmyndin ráð fyrir fækkun um 200 stöðugildi, 50 prósent samdrátt og 163 milljón króna samdrátt „eða alls 27% heildartekjumissi hjá sveitarfélaginu sem er gríðarlega mikið högg fyrir reksturinn.“ Skútustaðahreppur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira
Forsvarsmenn Skútustaðahrepps gera ráð fyrir að atvinnuleysi í sveitarfélaginu verði 30 prósent í þessum mánuði. Sveitarfélagið treystir mjög á tekjur vegna ferðaþjónustu við Mývatn. Dekksta sviðsmyndin gerir ráð fyrir 30 prósenta heildartekjumissi sveitarfélagsins. Mývatn er ein helsta náttúruperla landsins og þangað sækir, í venjulegu árferði, mikill fjöldi ferðamanna á ári hverju. Ekki er hins vegar gert ráð fyrir að margir erlendir ferðamenn láti sjá sig þetta árið, vegna kórónuveirufaraldursins. Í fundargerð síðasta fundar sveitarstjórnarinnar kemur fram að öll hótel og stærri gististaðir verði lokaðir út maí og sumir jafnvel til haustsins sem sé verri staða en áætluð hafi verið áður. „Áætlað atvinnuleysi í apríl er sláandi og hefur hækkað samkvæmt fyrri spá úr 24,5% í 30%. Til samanburðar var atvinnuleysi 3,7% í mars í fyrra og 3,4% í apríl,“ segir í fundargerðinni. Þetta geri það að verkum að bjartsýnasta spá næstu níu mánuðina þýði að stöðugildum hjá rekstraraðilum í Mývatnssveit fækki um 100 næstu níu mánuði. Það myndi þýða 65 milljón króna tekjusamdrátt hjá sveitarfélaginu. Dregnar eru upp tvær aðrar sviðsmyndir sem gera annnars vegar ráð fyrir 35 prósent samdrætti sem þýði fækkun um 175 stöðugildi, 35 prósent samdrátt og tekjumissi upp á 114 milljónir króna. Hins vegar gerir dekksta sviðsmyndin ráð fyrir fækkun um 200 stöðugildi, 50 prósent samdrátt og 163 milljón króna samdrátt „eða alls 27% heildartekjumissi hjá sveitarfélaginu sem er gríðarlega mikið högg fyrir reksturinn.“
Skútustaðahreppur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira