Spá sláandi atvinnuleysistölum við Mývatn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. apríl 2020 15:47 Frá Mývatnssveit vísir/vilhelm Forsvarsmenn Skútustaðahrepps gera ráð fyrir að atvinnuleysi í sveitarfélaginu verði 30 prósent í þessum mánuði. Sveitarfélagið treystir mjög á tekjur vegna ferðaþjónustu við Mývatn. Dekksta sviðsmyndin gerir ráð fyrir 30 prósenta heildartekjumissi sveitarfélagsins. Mývatn er ein helsta náttúruperla landsins og þangað sækir, í venjulegu árferði, mikill fjöldi ferðamanna á ári hverju. Ekki er hins vegar gert ráð fyrir að margir erlendir ferðamenn láti sjá sig þetta árið, vegna kórónuveirufaraldursins. Í fundargerð síðasta fundar sveitarstjórnarinnar kemur fram að öll hótel og stærri gististaðir verði lokaðir út maí og sumir jafnvel til haustsins sem sé verri staða en áætluð hafi verið áður. „Áætlað atvinnuleysi í apríl er sláandi og hefur hækkað samkvæmt fyrri spá úr 24,5% í 30%. Til samanburðar var atvinnuleysi 3,7% í mars í fyrra og 3,4% í apríl,“ segir í fundargerðinni. Þetta geri það að verkum að bjartsýnasta spá næstu níu mánuðina þýði að stöðugildum hjá rekstraraðilum í Mývatnssveit fækki um 100 næstu níu mánuði. Það myndi þýða 65 milljón króna tekjusamdrátt hjá sveitarfélaginu. Dregnar eru upp tvær aðrar sviðsmyndir sem gera annnars vegar ráð fyrir 35 prósent samdrætti sem þýði fækkun um 175 stöðugildi, 35 prósent samdrátt og tekjumissi upp á 114 milljónir króna. Hins vegar gerir dekksta sviðsmyndin ráð fyrir fækkun um 200 stöðugildi, 50 prósent samdrátt og 163 milljón króna samdrátt „eða alls 27% heildartekjumissi hjá sveitarfélaginu sem er gríðarlega mikið högg fyrir reksturinn.“ Skútustaðahreppur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Forsvarsmenn Skútustaðahrepps gera ráð fyrir að atvinnuleysi í sveitarfélaginu verði 30 prósent í þessum mánuði. Sveitarfélagið treystir mjög á tekjur vegna ferðaþjónustu við Mývatn. Dekksta sviðsmyndin gerir ráð fyrir 30 prósenta heildartekjumissi sveitarfélagsins. Mývatn er ein helsta náttúruperla landsins og þangað sækir, í venjulegu árferði, mikill fjöldi ferðamanna á ári hverju. Ekki er hins vegar gert ráð fyrir að margir erlendir ferðamenn láti sjá sig þetta árið, vegna kórónuveirufaraldursins. Í fundargerð síðasta fundar sveitarstjórnarinnar kemur fram að öll hótel og stærri gististaðir verði lokaðir út maí og sumir jafnvel til haustsins sem sé verri staða en áætluð hafi verið áður. „Áætlað atvinnuleysi í apríl er sláandi og hefur hækkað samkvæmt fyrri spá úr 24,5% í 30%. Til samanburðar var atvinnuleysi 3,7% í mars í fyrra og 3,4% í apríl,“ segir í fundargerðinni. Þetta geri það að verkum að bjartsýnasta spá næstu níu mánuðina þýði að stöðugildum hjá rekstraraðilum í Mývatnssveit fækki um 100 næstu níu mánuði. Það myndi þýða 65 milljón króna tekjusamdrátt hjá sveitarfélaginu. Dregnar eru upp tvær aðrar sviðsmyndir sem gera annnars vegar ráð fyrir 35 prósent samdrætti sem þýði fækkun um 175 stöðugildi, 35 prósent samdrátt og tekjumissi upp á 114 milljónir króna. Hins vegar gerir dekksta sviðsmyndin ráð fyrir fækkun um 200 stöðugildi, 50 prósent samdrátt og 163 milljón króna samdrátt „eða alls 27% heildartekjumissi hjá sveitarfélaginu sem er gríðarlega mikið högg fyrir reksturinn.“
Skútustaðahreppur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira