Fleiri lifað af gjörgæslumeðferð en upphaflega var gert ráð fyrir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. apríl 2020 20:00 Martin Ingi Sigurðsson, yfirlæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum. visir/Egill Fleiri hafa lifað af gjörgæslumeðferð vegna kórónuveirunnar en upphaflega var gert ráð fyrir. Yfirlæknir segir þá sem hafa komist úr öndunarvél þó eiga langt bataferli framundan. Frá upphafi faraldursins hafa tuttugu og sjö manns hafa þurft á gjörgæslumeðferð að halda vegna kórónuveirunnar. Ekkert tilfelli greindist í gær og hafa nú alls 1.792 smitast. Yfirlæknir bendir á að samkvæmt því hafi um eitt og hálft prósent covid-sjúklinga lent á gjörgæslu. „Það hlutfall er aðeins lægra en upphaflega var reiknað með. Það var upphaflega talið að um 5-7% sjúklinga þyrftu að fara á gjörgæslu,“ segir Martin Ingi Sigurðsson, yfirlæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum við Landspítalann. Auk þess sem færri hafa þurft að fara á gjörgæslu er dánartíðni meðal þeirra sem veikjast svo alvarlega lægri en upphaflega var gert ráð fyrir. „Af þessum löndum sem upphaflega lýstu gjörgæslumeðferðinni var verið að lýsa 50-90% dánartíðni hjá þeim sem veiktust svo alvarlega að þeir þurftu að koma á gjörgæslu. En talan hjá okkur er í kringum fimmtán prósent. Það er að segja fjórir af 27 sjúklingum hafa látist,“ segir Martin. Heildarfjöldi látinna er þó tíu en að sögn Martins hefur í öðrum tilvikum verið ákveðið að beita ekki gjörgæslumeðferð eftir mat á alvarleika veikinda og ástandi sjúklings. Færri hafa veikst alvarlega og þurft gjörgæslumeðferð en óttast var í upphafi. Þáttaskil voru í faraldrinum á Landspítalanum í morgun. „Eins og staðan er núna erum við ekki með neinn sjúkling á öndunarvél sem er þá í fyrsta sinn í liðlega fimm vikur sem við höfum ekki verið með sjúkling á öndunarvél vegna covid-sjúkdóms,“ segir Martin. Einn sjúkling þurfti að setja aftur á öndunarvél eftir að hafa verið tekinn af henni og sá sem var lengst var í 22 daga. Langt bataferli er framundan hjá fólkinu. „Fólkið sem veiktist verst á mjög langt í land með að ná fyrri heilsu. Það reynir virkilega á líkamann að vera svæfður í öndunarvél. Fólk gengur á sinn eigin vöðvaforða og það tekur sennilega nokkra mánuði og jafnvel lengri tíma fyrir fólk að ná upp fyrri styrk eftir svo langa legu.“ Martin telur að góðan árangur megi meðal annars rekja til greiningar, eftirfylgni og þess að fólk hafi komist strax í viðeigandi meðferð. „Í fyrsta lagi hefur fólk hlýtt tilmælum almannavarna og við höfum ekki fengið yfir okkur yfirþyrmandi smitbylgju sem hefði gert heilbrigðiskerfinu ókleift að sinna þeim sjúklingum sem verða veikir,“ segir hann. Þá hafi margir verið skimaðir auk þess sem skipulagið á spítalanum hafi reynst vel. „Við höfum verið með þessa göngudeild og náð að kalla inn fólk inn til mats sem hefur fundið fyrir versnandi einkennum. Þeir sem hafa síðan versnað hafa átt greitt aðgengi að spítalanum,“ segir Martin. „Þannig það hefur ekki orðið töf. Svona eins og við höfum séð erlendis þar sem fólk bíður hrienlega eftir mati og upphafsmeðferð,“ segir Martin. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Fleiri hafa lifað af gjörgæslumeðferð vegna kórónuveirunnar en upphaflega var gert ráð fyrir. Yfirlæknir segir þá sem hafa komist úr öndunarvél þó eiga langt bataferli framundan. Frá upphafi faraldursins hafa tuttugu og sjö manns hafa þurft á gjörgæslumeðferð að halda vegna kórónuveirunnar. Ekkert tilfelli greindist í gær og hafa nú alls 1.792 smitast. Yfirlæknir bendir á að samkvæmt því hafi um eitt og hálft prósent covid-sjúklinga lent á gjörgæslu. „Það hlutfall er aðeins lægra en upphaflega var reiknað með. Það var upphaflega talið að um 5-7% sjúklinga þyrftu að fara á gjörgæslu,“ segir Martin Ingi Sigurðsson, yfirlæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum við Landspítalann. Auk þess sem færri hafa þurft að fara á gjörgæslu er dánartíðni meðal þeirra sem veikjast svo alvarlega lægri en upphaflega var gert ráð fyrir. „Af þessum löndum sem upphaflega lýstu gjörgæslumeðferðinni var verið að lýsa 50-90% dánartíðni hjá þeim sem veiktust svo alvarlega að þeir þurftu að koma á gjörgæslu. En talan hjá okkur er í kringum fimmtán prósent. Það er að segja fjórir af 27 sjúklingum hafa látist,“ segir Martin. Heildarfjöldi látinna er þó tíu en að sögn Martins hefur í öðrum tilvikum verið ákveðið að beita ekki gjörgæslumeðferð eftir mat á alvarleika veikinda og ástandi sjúklings. Færri hafa veikst alvarlega og þurft gjörgæslumeðferð en óttast var í upphafi. Þáttaskil voru í faraldrinum á Landspítalanum í morgun. „Eins og staðan er núna erum við ekki með neinn sjúkling á öndunarvél sem er þá í fyrsta sinn í liðlega fimm vikur sem við höfum ekki verið með sjúkling á öndunarvél vegna covid-sjúkdóms,“ segir Martin. Einn sjúkling þurfti að setja aftur á öndunarvél eftir að hafa verið tekinn af henni og sá sem var lengst var í 22 daga. Langt bataferli er framundan hjá fólkinu. „Fólkið sem veiktist verst á mjög langt í land með að ná fyrri heilsu. Það reynir virkilega á líkamann að vera svæfður í öndunarvél. Fólk gengur á sinn eigin vöðvaforða og það tekur sennilega nokkra mánuði og jafnvel lengri tíma fyrir fólk að ná upp fyrri styrk eftir svo langa legu.“ Martin telur að góðan árangur megi meðal annars rekja til greiningar, eftirfylgni og þess að fólk hafi komist strax í viðeigandi meðferð. „Í fyrsta lagi hefur fólk hlýtt tilmælum almannavarna og við höfum ekki fengið yfir okkur yfirþyrmandi smitbylgju sem hefði gert heilbrigðiskerfinu ókleift að sinna þeim sjúklingum sem verða veikir,“ segir hann. Þá hafi margir verið skimaðir auk þess sem skipulagið á spítalanum hafi reynst vel. „Við höfum verið með þessa göngudeild og náð að kalla inn fólk inn til mats sem hefur fundið fyrir versnandi einkennum. Þeir sem hafa síðan versnað hafa átt greitt aðgengi að spítalanum,“ segir Martin. „Þannig það hefur ekki orðið töf. Svona eins og við höfum séð erlendis þar sem fólk bíður hrienlega eftir mati og upphafsmeðferð,“ segir Martin.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira