Lukka með klifurvegg í garðinum og herberginu Sindri Sverrisson skrifar 27. apríl 2020 23:00 Lukka Mörk hefur verið að klifra í mörg ár þrátt fyrir að hún sé aðeins 16 ára gömul. Vísir/Vilhelm Lukka Mörk, 16 ára klifurkona, var ferðbúin og mjög spennt fyrir Norðurlandamótinu þegar hætt var við mótið vegna kórónuveirufaraldursins. Í samkomubanninu hefur hún æft sig í garðinum heima og er komin með prýðisgóða aðstöðu til þess. Henry Birgir Gunnarsson heimsótti Lukku í Sportinu í dag, á heimili hennar í Kópavogi. Þar er nú kominn upp myndarlegur klifurveggur sem Lukka æfir sig á en hún stefnir á þátttöku í stórum mótum erlendis í þessari vaxandi íþrótt. „Ég var búin að prófa margar íþróttir og svo komu foreldrar mínir mér í klifur og ég festist alveg í því. Það hefur gengið vel hjá mér eiginlega síðan ég byrjaði. Þetta hefur alltaf verið mitt sport,“ segir Lukka sem byrjaði að klifra átta ára gömul. Sigurður Ólafur Sigurðsson, faðir Lukku, segist hafa orðið að gera eitthvað í málunum þegar Lukka komst ekki lengur á klifuræfingar vegna samkomubanns. Hún er þó búin að vera með klifuraðstöðu í herberginu sínu í mörg ár. „Hún hefur í nokkur ár verið með aðstöðu inni en þegar hún var búin að vera „innilokuð“ í svona langan tíma lét maður verða af því að setja eitthvað upp hérna úti, svo hún geti eitthvað aðeins haldið sér við,“ sagði Sigurður. Lukka hefur eins og fyrr segir þegar misst af Norðurlandamóti en einnig æfingaferð til Frakklands vegna kórónuveirunnar, en ætlar sér stóra hluti þegar hægt verður að keppa að nýju. „Maður var orðinn frekar spenntur, sérstaklega fyrir Norðurlandamótinu. Við áttum að fara út um nóttina en ferðinni var aflýst klukkan sex um kvöldið. Við vorum því búin að pakka og allt, og því mjög spælandi að missa af þessu,“ sagði Lukka. Klippa: Sportið í dag - Lukka klifrar í garðinum heima Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Klifur Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Falko: Zarko og Matej voru frábærir Leik lokið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar skoruðu 25 stig í röð og eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnars Arnarsonar Leik lokið: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Sjá meira
Lukka Mörk, 16 ára klifurkona, var ferðbúin og mjög spennt fyrir Norðurlandamótinu þegar hætt var við mótið vegna kórónuveirufaraldursins. Í samkomubanninu hefur hún æft sig í garðinum heima og er komin með prýðisgóða aðstöðu til þess. Henry Birgir Gunnarsson heimsótti Lukku í Sportinu í dag, á heimili hennar í Kópavogi. Þar er nú kominn upp myndarlegur klifurveggur sem Lukka æfir sig á en hún stefnir á þátttöku í stórum mótum erlendis í þessari vaxandi íþrótt. „Ég var búin að prófa margar íþróttir og svo komu foreldrar mínir mér í klifur og ég festist alveg í því. Það hefur gengið vel hjá mér eiginlega síðan ég byrjaði. Þetta hefur alltaf verið mitt sport,“ segir Lukka sem byrjaði að klifra átta ára gömul. Sigurður Ólafur Sigurðsson, faðir Lukku, segist hafa orðið að gera eitthvað í málunum þegar Lukka komst ekki lengur á klifuræfingar vegna samkomubanns. Hún er þó búin að vera með klifuraðstöðu í herberginu sínu í mörg ár. „Hún hefur í nokkur ár verið með aðstöðu inni en þegar hún var búin að vera „innilokuð“ í svona langan tíma lét maður verða af því að setja eitthvað upp hérna úti, svo hún geti eitthvað aðeins haldið sér við,“ sagði Sigurður. Lukka hefur eins og fyrr segir þegar misst af Norðurlandamóti en einnig æfingaferð til Frakklands vegna kórónuveirunnar, en ætlar sér stóra hluti þegar hægt verður að keppa að nýju. „Maður var orðinn frekar spenntur, sérstaklega fyrir Norðurlandamótinu. Við áttum að fara út um nóttina en ferðinni var aflýst klukkan sex um kvöldið. Við vorum því búin að pakka og allt, og því mjög spælandi að missa af þessu,“ sagði Lukka. Klippa: Sportið í dag - Lukka klifrar í garðinum heima Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Klifur Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Falko: Zarko og Matej voru frábærir Leik lokið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar skoruðu 25 stig í röð og eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnars Arnarsonar Leik lokið: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Sjá meira