Seinni bylgjan: Snorra Stein dreymir um þjálfa landsliðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. apríl 2020 14:00 Snorri Steinn hefur þjálfað Val síðan 2017. Ekki er langt síðan hann skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við félagið. vísir/bára Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari deildarmeistara Vals, var valinn þjálfari ársins í Olís-deild karla í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar í gær. Valsmenn byrjuðu mótið afar illa og töpuðu fjórum af fyrstu sex leikjum sínum í Olís-deildinni. Snorri segir að andvökunæturnar hafi verið nokkrar á þeim tíma og hann hafi fengið hjálp við að snúa gengi Vals við. Hann vill ná langt í þjálfun og dreymir um að þjálfa íslenska landsliðið einn daginn. „Eins og margoft hefur komið fram var byrjunin á tímabilinu erfið, þung og leiðinleg. Það þurfti töluvert til að snúa við blaðinu. Ég hef hrósað strákunum því þeir sneru blaðinu við. Það varð ákveðin hugarfarsbreyting. Við þurftum ekki að umturna neinu. Byrjunin var léleg en það var ekkert allt í skrúfunni,“ sagði Snorri en þrjú af fjórum töpum Vals í byrjun tímabils voru með einu marki. „Ég er ekkert feiminn að viðurkenna að auðvitað efaðist maður. Þegar það gengur illa er eðlilegt að spyrja sjálfan sig. Kannski það fyrsta sem þú þarft að gera sem þjálfari er að líta í eigin barm. Klárlega var eitthvað sem við vorum ekki að gera upp á tíu og það voru margir klukkutímar í svona vangaveltur og nokkrar nætur.“ Eftirminnilegur krísufundur með Degi Snorri var ófeiminn að leita hjálpar þegar sem verst gekk hjá Val í byrjun tímabilsins. „Þegar þú tapar nokkrum leikjum í röð og ert í fallsæti má alveg kalla það krísufundi. Ég leitaði mér líka aðstoðar. Ég er með Óskar Bjarna [Óskarsson] sem er stórkostlegur og fleiri góða menn sem ég leitaði til og komu á fundi,“ sagði Snorri. „Pabbi hans Agnars Smára [Jón Halldórsson] er frábær og hefur reynst mér vel og þjálfaði mig þegar ég leit út eins og geimvera. Ég leita enn til hans. Svo fékk ég Dag Sigurðsson eftirminnilega á einn krísufund. Við töpuðum held ég bara einum leik eftir það.“ Gæti verið að þjálfa erlendis Snorri hefur mikinn metnað í þjálfun og stefnir á að ná langt á því sviði. Hann er þó ekkert að flýta sér aftur erlendis. „Mér líður rosalega vel á Íslandi. Ég var einhver fimmtán ár erlendis og það var komið nóg af því. Ég hef alveg fengið einhverjar fyrirspurnir og gæti hafa verið farinn út að þjálfa. En hugurinn er ekki þar eins og er. Mig langar að prófa mig á stóru sviði en eins og staðan er í dag er ég ekkert að velta því fyrir mér og það er þægilegt,“ sagði Snorri sem neitar því ekki að hann hefði áhuga á að þjálfa íslenska landsliðið. „Já, það er klárlega draumur að þjálfa landsliðið. Það er alls ekkert leyndarmál. Tíminn með landsliðinu var ómetanlegur og mér þykir mjög vænt um það.“ Klippa: Seinni bylgjan - Snorri Steinn besti þjálfarinn Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari deildarmeistara Vals, var valinn þjálfari ársins í Olís-deild karla í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar í gær. Valsmenn byrjuðu mótið afar illa og töpuðu fjórum af fyrstu sex leikjum sínum í Olís-deildinni. Snorri segir að andvökunæturnar hafi verið nokkrar á þeim tíma og hann hafi fengið hjálp við að snúa gengi Vals við. Hann vill ná langt í þjálfun og dreymir um að þjálfa íslenska landsliðið einn daginn. „Eins og margoft hefur komið fram var byrjunin á tímabilinu erfið, þung og leiðinleg. Það þurfti töluvert til að snúa við blaðinu. Ég hef hrósað strákunum því þeir sneru blaðinu við. Það varð ákveðin hugarfarsbreyting. Við þurftum ekki að umturna neinu. Byrjunin var léleg en það var ekkert allt í skrúfunni,“ sagði Snorri en þrjú af fjórum töpum Vals í byrjun tímabils voru með einu marki. „Ég er ekkert feiminn að viðurkenna að auðvitað efaðist maður. Þegar það gengur illa er eðlilegt að spyrja sjálfan sig. Kannski það fyrsta sem þú þarft að gera sem þjálfari er að líta í eigin barm. Klárlega var eitthvað sem við vorum ekki að gera upp á tíu og það voru margir klukkutímar í svona vangaveltur og nokkrar nætur.“ Eftirminnilegur krísufundur með Degi Snorri var ófeiminn að leita hjálpar þegar sem verst gekk hjá Val í byrjun tímabilsins. „Þegar þú tapar nokkrum leikjum í röð og ert í fallsæti má alveg kalla það krísufundi. Ég leitaði mér líka aðstoðar. Ég er með Óskar Bjarna [Óskarsson] sem er stórkostlegur og fleiri góða menn sem ég leitaði til og komu á fundi,“ sagði Snorri. „Pabbi hans Agnars Smára [Jón Halldórsson] er frábær og hefur reynst mér vel og þjálfaði mig þegar ég leit út eins og geimvera. Ég leita enn til hans. Svo fékk ég Dag Sigurðsson eftirminnilega á einn krísufund. Við töpuðum held ég bara einum leik eftir það.“ Gæti verið að þjálfa erlendis Snorri hefur mikinn metnað í þjálfun og stefnir á að ná langt á því sviði. Hann er þó ekkert að flýta sér aftur erlendis. „Mér líður rosalega vel á Íslandi. Ég var einhver fimmtán ár erlendis og það var komið nóg af því. Ég hef alveg fengið einhverjar fyrirspurnir og gæti hafa verið farinn út að þjálfa. En hugurinn er ekki þar eins og er. Mig langar að prófa mig á stóru sviði en eins og staðan er í dag er ég ekkert að velta því fyrir mér og það er þægilegt,“ sagði Snorri sem neitar því ekki að hann hefði áhuga á að þjálfa íslenska landsliðið. „Já, það er klárlega draumur að þjálfa landsliðið. Það er alls ekkert leyndarmál. Tíminn með landsliðinu var ómetanlegur og mér þykir mjög vænt um það.“ Klippa: Seinni bylgjan - Snorri Steinn besti þjálfarinn Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Sjá meira