„Það er eitt fyndið við kórónaveiruna“ Eva Bjarnadóttir skrifar 28. apríl 2020 12:30 Hvernig haldið þið að lífið verði þegar kórónaveiran er farin, spurði ég börnin mín um helgina. Haldið þið að það verði eitthvað öðruvísi? „Örugglega,“ sagði yngra barnið. „Þá erum við búin að stækka. Síðast vorum við bara 5 ára og svo þegar hún er búin þá verðum við 6 og 7 ára. Það er rosalega skrýtið,“ bætti hún við og sagðist vona að faraldrinum ljúki áður hún verði 10 ára. Við fjölskyldan höfum undanfarnar vikur átt okkar hæðir og lægðir í samkomubanni, eins og líklega flestar aðrar fjölskyldur. Börnin mín hafa mætt til skiptis í skólana sína og við foreldrarnir skipst á að brúa bilið hér heima. Milli barnavakta loka ég mig inni í svefnherbergi og reyni að sinna starfi mínu fyrir UNICEF, en til viðbótar við hefðbundin verkefni ákváðum við leggja okkar á vogarskálarnar til að fylgjast með áhrifum kórónaveirufaraldursins á börn. Það var því sérstaklega áhugavert fyrir mig að prófa nýja spurningakönnun UNICEF fyrir börn um skoðanir þeirra á kórónaveirunni. Áður en við settum hana í loftið vildi ég vita hvernig hún virkar og hvort hún virkar! Það er nefnilega svo skrýtið að jafnvel þótt ég vinni við að segja fólki að hlusta meira á börn, þá hafa samfélagslega mótaðar hugmyndir okkar um getu barna enn áhrif á mig. Ég var ekki alveg viss hvort börnin mín hefðu eitthvað að segja um líðan sína á tímum heimsfaraldurs. Annað kom í ljós. Þegar þau voru spurð hvað þeim fyndist um kórónaveiruna stóð ekki á svari. Leikskólabarninu fannst hún ekki alveg í lagi og verst að leðurblökur væru til. Það eina jákvæða við þetta allt saman væri að þau börn sem langar ekki í skólann gætu verið heima sér. Eftir nokkra umræðu og umhugsun bætti hún við: „Það er eitt fyndið við kórónaveiruna, því þegar maður er í leikskólanum langar manni að vera heima og loksins þegar maður er heima þá vill maður vera í leikskólanum! Þá fattar maður að manni leiðist bara ef maður er heima, en í leikskólanum er miklu meira að gera og miklu skemmtilegra.“ Það var eins og barnið hefði tekið þriggja ára þroskastökk á tveimur mánuðum. Hugsið ykkur hvað börn læra mikið af nýjum áskorunum, góðum og slæmum! Sá 9 ára var hins vegar töluvert áhyggjufyllri. Honum datt ekkert jákvætt í hug varðandi kórónaveiruna og sagði slæmt hvað hún drepi marga og hversu margir verða veikir. Hann viðurkenndi líka að hann væri svolítið stressaður þegar hann horfði á fréttir. Hann var þó jákvæður gagnvart skólanum. Þar fengi hann allar upplýsingar um faraldurinn sem hann þyrfti og það væri nú bara svolítið ævintýra að breyta til. En ég varð hugsi þegar hann sagðist viðbúinn ef faraldurinn færi aftur stað því nú kynni hann 2 metra regluna. Það er greinilegt að áhyggjur af veirunni eru eitthvað sem við þurfum að halda áfram að ræða þótt samkomubanninu ljúki. Börnunum þótti gaman að svara spurningunum og verkefnið í heild svolítið merkilegt. Þau voru gjarnan til í að deila svörum sínum til að vekja athygli á könnuninni, því þeim eins og mér þykir mikilvægt að hlustað sé á skoðanir barna. Við hvetjum foreldra og börn til að taka sér smá tíma (við erum öll búin að læra það núna!) og svara könnuninni saman. Þannig styrkjum við rödd barna á heimilum sínum og aðstoðum UNICEF við að varpa ljósi á líðan og skoðanir barna á Íslandi. Höfundur er sérfræðingur hjá UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Bjarnadóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Hvernig haldið þið að lífið verði þegar kórónaveiran er farin, spurði ég börnin mín um helgina. Haldið þið að það verði eitthvað öðruvísi? „Örugglega,“ sagði yngra barnið. „Þá erum við búin að stækka. Síðast vorum við bara 5 ára og svo þegar hún er búin þá verðum við 6 og 7 ára. Það er rosalega skrýtið,“ bætti hún við og sagðist vona að faraldrinum ljúki áður hún verði 10 ára. Við fjölskyldan höfum undanfarnar vikur átt okkar hæðir og lægðir í samkomubanni, eins og líklega flestar aðrar fjölskyldur. Börnin mín hafa mætt til skiptis í skólana sína og við foreldrarnir skipst á að brúa bilið hér heima. Milli barnavakta loka ég mig inni í svefnherbergi og reyni að sinna starfi mínu fyrir UNICEF, en til viðbótar við hefðbundin verkefni ákváðum við leggja okkar á vogarskálarnar til að fylgjast með áhrifum kórónaveirufaraldursins á börn. Það var því sérstaklega áhugavert fyrir mig að prófa nýja spurningakönnun UNICEF fyrir börn um skoðanir þeirra á kórónaveirunni. Áður en við settum hana í loftið vildi ég vita hvernig hún virkar og hvort hún virkar! Það er nefnilega svo skrýtið að jafnvel þótt ég vinni við að segja fólki að hlusta meira á börn, þá hafa samfélagslega mótaðar hugmyndir okkar um getu barna enn áhrif á mig. Ég var ekki alveg viss hvort börnin mín hefðu eitthvað að segja um líðan sína á tímum heimsfaraldurs. Annað kom í ljós. Þegar þau voru spurð hvað þeim fyndist um kórónaveiruna stóð ekki á svari. Leikskólabarninu fannst hún ekki alveg í lagi og verst að leðurblökur væru til. Það eina jákvæða við þetta allt saman væri að þau börn sem langar ekki í skólann gætu verið heima sér. Eftir nokkra umræðu og umhugsun bætti hún við: „Það er eitt fyndið við kórónaveiruna, því þegar maður er í leikskólanum langar manni að vera heima og loksins þegar maður er heima þá vill maður vera í leikskólanum! Þá fattar maður að manni leiðist bara ef maður er heima, en í leikskólanum er miklu meira að gera og miklu skemmtilegra.“ Það var eins og barnið hefði tekið þriggja ára þroskastökk á tveimur mánuðum. Hugsið ykkur hvað börn læra mikið af nýjum áskorunum, góðum og slæmum! Sá 9 ára var hins vegar töluvert áhyggjufyllri. Honum datt ekkert jákvætt í hug varðandi kórónaveiruna og sagði slæmt hvað hún drepi marga og hversu margir verða veikir. Hann viðurkenndi líka að hann væri svolítið stressaður þegar hann horfði á fréttir. Hann var þó jákvæður gagnvart skólanum. Þar fengi hann allar upplýsingar um faraldurinn sem hann þyrfti og það væri nú bara svolítið ævintýra að breyta til. En ég varð hugsi þegar hann sagðist viðbúinn ef faraldurinn færi aftur stað því nú kynni hann 2 metra regluna. Það er greinilegt að áhyggjur af veirunni eru eitthvað sem við þurfum að halda áfram að ræða þótt samkomubanninu ljúki. Börnunum þótti gaman að svara spurningunum og verkefnið í heild svolítið merkilegt. Þau voru gjarnan til í að deila svörum sínum til að vekja athygli á könnuninni, því þeim eins og mér þykir mikilvægt að hlustað sé á skoðanir barna. Við hvetjum foreldra og börn til að taka sér smá tíma (við erum öll búin að læra það núna!) og svara könnuninni saman. Þannig styrkjum við rödd barna á heimilum sínum og aðstoðum UNICEF við að varpa ljósi á líðan og skoðanir barna á Íslandi. Höfundur er sérfræðingur hjá UNICEF á Íslandi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun