„Þetta er risastór aðgerð fyrir ferðaþjónustuna“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. apríl 2020 12:09 Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir „Þetta er risastór aðgerð fyrir ferðaþjónustuna,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, inntur eftir viðbrögðum við nýjasta útspili ríkisstjórnarinnar til þess að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldurins. Hlutabótaúrræði stjórnvalda um greiðslu allt að 75 prósent launa verður óbreytt út júní en eftir það verður hlutfallið upp í 50 prósent út ágúst, samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var nú rétt fyrir hádegi. Þá geta fyrirtæki sem orðið hafa fyrir 75 prósenta tekjuskerðingu eða meira sótt um stuðning frá ríkinu til greiðslu hluta launa fólks sem sem sagt er upp störfum vegna kórónuveirufaraldursins. Í viðtali við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamann eftir kynningu ríkisstjórnarinnar virtist Jóhannes Þór vera ánægður með þetta útspil ríkisstjórnarinnar. „Ég held að þetta sé mjög skýr aðgerð sem mun stuðla að við náum að halda atvinnugreininni á lífi, nægjanlega stórum hluta, til þess að hún geti farið að skapa verðmæti fyrr fyrir þjóðarbú, komi fólki fyrr út á vinnumarkaðinn og takmarka þá hinn samfélagslega skaða sem að verður til lengri tíma,“ sagði Jóhannes Þór. Klippa: Viðtal við Jóhannes Þór Skúlason Verji störfin til lengri tíma litið þrátt fyrir uppsagnir nú Fyrirtæki sem verða fyrir miklu greiðslufalli geta sótt um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Stuðningurinn verður í formi greiðslu að hámarki 633 þús.kr. á mánuði í allt að þrjá mánuði auk orlofs og einskorðast við fyrirtæki sem orðið hafa fyrir að lágmarki 75 prósent tekjufalli og sjá fram á áframhaldandi tekjufall að minnsta kosti út þetta ár. „Ég tel að þetta muni hafa þau áhrif að verja störf þó það hljómi kannski skringilega að segja það, þá mun þetta gera okkur kleift að fyrirtækin geta núna fengið betri vissu um hvað er framundan, geta farið að haga ákvörðunum sínum eftir það og betur varðveitt þá reynslu, þekkingu og hugvit sem að hefur orðið til í ferðaþjónustunni á undanförnum tíu árum þannig að við getum farið að skapa verðmæti aftur þegar möguleiki verður til,“ sagði Jóhannes Þór. Þrátt fyrir þetta telur hann að útlit sé þó fyrir að mikið verði upp uppsagnir í ferðaþjónustunni nú fyrir mánaðarmót. Leiðin sem kynnt var í dag muni þó verja störfin til lengri tíma litið, enda eigi starfsmenn sem sagt verði upp forgang til starfs þegar starfsemi hefst að nýju og halda tilteknum áunnum réttindum, samkvæmt kynningu ríkisstjórnarinnar. „Ég tel að það verði því miður mikið um uppsagnir en það hefði verið það hvort er var vegna þess að lausafjárskortur fyrirtækjanna er einfaldlega það mikill. Ég tel að þetta muni þess vegna til framtíðar litið verja þau störf sem að þarna eru. Við tökum fyllilega undir það að starfsfólk hafi rétt til að koma inn í sín störf aftur. Mín reynsla af samtölum við okkar félagsmenn er að þeir eru uggandi um að missa út reynslu og þekkingu sinna starfsmanna og vilja gjarnan halda þeim áfram. Ég held að það séu allir sammála um þetta,“ sagði Jóhannes Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
„Þetta er risastór aðgerð fyrir ferðaþjónustuna,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, inntur eftir viðbrögðum við nýjasta útspili ríkisstjórnarinnar til þess að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldurins. Hlutabótaúrræði stjórnvalda um greiðslu allt að 75 prósent launa verður óbreytt út júní en eftir það verður hlutfallið upp í 50 prósent út ágúst, samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var nú rétt fyrir hádegi. Þá geta fyrirtæki sem orðið hafa fyrir 75 prósenta tekjuskerðingu eða meira sótt um stuðning frá ríkinu til greiðslu hluta launa fólks sem sem sagt er upp störfum vegna kórónuveirufaraldursins. Í viðtali við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamann eftir kynningu ríkisstjórnarinnar virtist Jóhannes Þór vera ánægður með þetta útspil ríkisstjórnarinnar. „Ég held að þetta sé mjög skýr aðgerð sem mun stuðla að við náum að halda atvinnugreininni á lífi, nægjanlega stórum hluta, til þess að hún geti farið að skapa verðmæti fyrr fyrir þjóðarbú, komi fólki fyrr út á vinnumarkaðinn og takmarka þá hinn samfélagslega skaða sem að verður til lengri tíma,“ sagði Jóhannes Þór. Klippa: Viðtal við Jóhannes Þór Skúlason Verji störfin til lengri tíma litið þrátt fyrir uppsagnir nú Fyrirtæki sem verða fyrir miklu greiðslufalli geta sótt um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Stuðningurinn verður í formi greiðslu að hámarki 633 þús.kr. á mánuði í allt að þrjá mánuði auk orlofs og einskorðast við fyrirtæki sem orðið hafa fyrir að lágmarki 75 prósent tekjufalli og sjá fram á áframhaldandi tekjufall að minnsta kosti út þetta ár. „Ég tel að þetta muni hafa þau áhrif að verja störf þó það hljómi kannski skringilega að segja það, þá mun þetta gera okkur kleift að fyrirtækin geta núna fengið betri vissu um hvað er framundan, geta farið að haga ákvörðunum sínum eftir það og betur varðveitt þá reynslu, þekkingu og hugvit sem að hefur orðið til í ferðaþjónustunni á undanförnum tíu árum þannig að við getum farið að skapa verðmæti aftur þegar möguleiki verður til,“ sagði Jóhannes Þór. Þrátt fyrir þetta telur hann að útlit sé þó fyrir að mikið verði upp uppsagnir í ferðaþjónustunni nú fyrir mánaðarmót. Leiðin sem kynnt var í dag muni þó verja störfin til lengri tíma litið, enda eigi starfsmenn sem sagt verði upp forgang til starfs þegar starfsemi hefst að nýju og halda tilteknum áunnum réttindum, samkvæmt kynningu ríkisstjórnarinnar. „Ég tel að það verði því miður mikið um uppsagnir en það hefði verið það hvort er var vegna þess að lausafjárskortur fyrirtækjanna er einfaldlega það mikill. Ég tel að þetta muni þess vegna til framtíðar litið verja þau störf sem að þarna eru. Við tökum fyllilega undir það að starfsfólk hafi rétt til að koma inn í sín störf aftur. Mín reynsla af samtölum við okkar félagsmenn er að þeir eru uggandi um að missa út reynslu og þekkingu sinna starfsmanna og vilja gjarnan halda þeim áfram. Ég held að það séu allir sammála um þetta,“ sagði Jóhannes Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira