Viðskipti innlent

Stefna á almennt hlutafjárútboð

Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa
Stærstu hluthafar Icelandair eru sagðir gera það að skilyrði fyrir útboðinu að kjarasamningar náist við starfsmenn Icelandair til langs tíma, helst að lágmarki til fimm ára.
Stærstu hluthafar Icelandair eru sagðir gera það að skilyrði fyrir útboðinu að kjarasamningar náist við starfsmenn Icelandair til langs tíma, helst að lágmarki til fimm ára. Vísir/Jóhann

Icelandair Group, móðurfélag Icelandair sem tilkynnti í gær um stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar, hyggst efna til hlutafjárútboðs á næstunni sem yrði opið almenningi. Frá þessu er greint í Markaði Fréttablaðsins í dag en greint hefur verið frá því að félagið vinni nú að því að afla sér aukins fjár.

Hið almenna útboð færi þá fram samhliða útboði til fagfjárfesta, lífeyris- og verðbréfasjóða.

Í Markaðinum segir ennfremur að flestir stærstu hluthafar Icelandair geri það að skilyrði fyrir útboðinu að kjarasamningar náist við starfsmenn Icelandair til langs tíma, helst að lágmarki til fimm ára.

Ennfremur er haft eftir greinendum Landsbankans í blaðinu að félagið þurfi að afla sér allt að 29 milljörðum í nýtt fjármagn, til að geta verið í góðri stöðu fyrir næsta ár.


Tengdar fréttir

Flugfreyjur með yfir þrjátíu ára starfsreynslu misstu vinnuna

Rúmlega 95 prósent flugfreyja og -þjóna hjá Icelandair missa vinnuna um mánaðamótin þegar uppsagnir rúmlega tvö þúsund starfsmanna flugfélagsins taka gildi. Formaður Flugfreyjufélagsins segir uppsagnirnar fleiri en hún hefði óttast.

Stjórnvöld bíða eftir hlutafjáraukningu Icelandair

Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag kom fram að forsætisráðherra útilokar ekkert varðandi mögulega aðkomu ríkisins að Icelandair og ítrekar mikilvægi fyrirtækisins. Von sé á frekari aðgerðum enda séum við í miðjum storminum í dýpstu kreppu lýðveldissögunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×