Lentu 33 sinnum í hrömmunum á Alfreð og Erlingi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2020 12:30 Erlingur Kristjánsson og Sigmar Þröstur Óskarsson lyfta bikarnum á forsíðu Dags á Akureyri en þetta var fyrsti stóri titill handboltaliðs í bænum, Mynd/Dagur KA-menn unnu sinn fyrsta stóra titil í handboltanum fyrir aldarfjórðungi síðan þegar karlalið félagsins varð bikarmeistari árið 1995 eftir magnaðan bikarúrslitaleik á móti Val í Laugardalshöllinni. KA vann leikinn 27-26 eftir framlengdan leik eftir að Guðmundur Hrafnkelsson hafði tryggt Valsliðinu framlengingu með því að verja vítakast Valdimars Grímssonar í lok venjulegs leiktíma. Ólafur Sigurgeirsson hjá HB Statz nýtti tækifærið þegar Rúv endursýndi úrslitaleikinn á dögunum og tók saman tölfræðina úr honum. Það sem vakti sérstaka athygli var frammistaða reynsluboltanna í miðri KA-vörninni. Þar spiluðu þeir Alfreð Gíslason og Erlingur Kristjánsson hlið við hlið. Alfreð var spilandi þjálfari liðsins en Erlingur var fyrirliði. Alfreð Gíslason var þarna á 36. aldursári og Erlingur hélt upp á 33 ára afmælið sitt nokkrum mánuðum seinna. Þeir voru því engin unglömb sem handboltamenn á þeim tíma. Valsmenn voru með yngra lið og sigurstranglegra fyrir leikinn enda þar á ferðinni Íslandsmeistara síðustu tveggja ára. KA-menn höfðu líka aldrei unnið stóran titil en það breyttist þennan dag í Laugardalshöllinni ekki síst vegna frábærrar frammistöðu gömlu mannanna. Við ákváðum að prófa að taka tölfræðina úr bikarleik Vals og KA 95 ?????????https://t.co/5zuw6RIcFUMargt áhugavert að sjá úr þessum svakalega handboltaleik fyrir áhugasama!#handbolti #olisdeildin @Seinnibylgjan @KAakureyri @valurhandbolti @aguststefans @ruvithrottir— HBStatz (@HBSstatz) April 26, 2020 HB Statz sýndi það að Valsmenn lentu 33 sinnum í hrömmum Alfreðs og Erlings í þessum leik og KA liðið var alls með 65 löglegar stöðvanir í leiknum. Erlingur var með sautján lögleg stopp og Alfreð var með sextán. Erlingur gerði ekki mikið í sóknarleiknum en Alfreð var aftur á móti sex mörk úr aðeins níu skotum. Samkvæmt einkunnargjöf HB Statz þá fengu þeir Erlingur og Alfreð báðir tíu í einkunn fyrir varnarleikinn í þessum leik. Maður leiksins var aftur á móti markvörðurinn Sigmar Þröstur Óskarsson sem fékk tíu í heildareinkunn en hann varði 22 skot í leiknum þar af fjögur víti. Sigmar Þröstur var ekkert unglamb heldur enda á 34. aldursári. Íslenski handboltinn Einu sinni var... Akureyri KA Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Sjá meira
KA-menn unnu sinn fyrsta stóra titil í handboltanum fyrir aldarfjórðungi síðan þegar karlalið félagsins varð bikarmeistari árið 1995 eftir magnaðan bikarúrslitaleik á móti Val í Laugardalshöllinni. KA vann leikinn 27-26 eftir framlengdan leik eftir að Guðmundur Hrafnkelsson hafði tryggt Valsliðinu framlengingu með því að verja vítakast Valdimars Grímssonar í lok venjulegs leiktíma. Ólafur Sigurgeirsson hjá HB Statz nýtti tækifærið þegar Rúv endursýndi úrslitaleikinn á dögunum og tók saman tölfræðina úr honum. Það sem vakti sérstaka athygli var frammistaða reynsluboltanna í miðri KA-vörninni. Þar spiluðu þeir Alfreð Gíslason og Erlingur Kristjánsson hlið við hlið. Alfreð var spilandi þjálfari liðsins en Erlingur var fyrirliði. Alfreð Gíslason var þarna á 36. aldursári og Erlingur hélt upp á 33 ára afmælið sitt nokkrum mánuðum seinna. Þeir voru því engin unglömb sem handboltamenn á þeim tíma. Valsmenn voru með yngra lið og sigurstranglegra fyrir leikinn enda þar á ferðinni Íslandsmeistara síðustu tveggja ára. KA-menn höfðu líka aldrei unnið stóran titil en það breyttist þennan dag í Laugardalshöllinni ekki síst vegna frábærrar frammistöðu gömlu mannanna. Við ákváðum að prófa að taka tölfræðina úr bikarleik Vals og KA 95 ?????????https://t.co/5zuw6RIcFUMargt áhugavert að sjá úr þessum svakalega handboltaleik fyrir áhugasama!#handbolti #olisdeildin @Seinnibylgjan @KAakureyri @valurhandbolti @aguststefans @ruvithrottir— HBStatz (@HBSstatz) April 26, 2020 HB Statz sýndi það að Valsmenn lentu 33 sinnum í hrömmum Alfreðs og Erlings í þessum leik og KA liðið var alls með 65 löglegar stöðvanir í leiknum. Erlingur var með sautján lögleg stopp og Alfreð var með sextán. Erlingur gerði ekki mikið í sóknarleiknum en Alfreð var aftur á móti sex mörk úr aðeins níu skotum. Samkvæmt einkunnargjöf HB Statz þá fengu þeir Erlingur og Alfreð báðir tíu í einkunn fyrir varnarleikinn í þessum leik. Maður leiksins var aftur á móti markvörðurinn Sigmar Þröstur Óskarsson sem fékk tíu í heildareinkunn en hann varði 22 skot í leiknum þar af fjögur víti. Sigmar Þröstur var ekkert unglamb heldur enda á 34. aldursári.
Íslenski handboltinn Einu sinni var... Akureyri KA Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Sjá meira