Lentu 33 sinnum í hrömmunum á Alfreð og Erlingi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2020 12:30 Erlingur Kristjánsson og Sigmar Þröstur Óskarsson lyfta bikarnum á forsíðu Dags á Akureyri en þetta var fyrsti stóri titill handboltaliðs í bænum, Mynd/Dagur KA-menn unnu sinn fyrsta stóra titil í handboltanum fyrir aldarfjórðungi síðan þegar karlalið félagsins varð bikarmeistari árið 1995 eftir magnaðan bikarúrslitaleik á móti Val í Laugardalshöllinni. KA vann leikinn 27-26 eftir framlengdan leik eftir að Guðmundur Hrafnkelsson hafði tryggt Valsliðinu framlengingu með því að verja vítakast Valdimars Grímssonar í lok venjulegs leiktíma. Ólafur Sigurgeirsson hjá HB Statz nýtti tækifærið þegar Rúv endursýndi úrslitaleikinn á dögunum og tók saman tölfræðina úr honum. Það sem vakti sérstaka athygli var frammistaða reynsluboltanna í miðri KA-vörninni. Þar spiluðu þeir Alfreð Gíslason og Erlingur Kristjánsson hlið við hlið. Alfreð var spilandi þjálfari liðsins en Erlingur var fyrirliði. Alfreð Gíslason var þarna á 36. aldursári og Erlingur hélt upp á 33 ára afmælið sitt nokkrum mánuðum seinna. Þeir voru því engin unglömb sem handboltamenn á þeim tíma. Valsmenn voru með yngra lið og sigurstranglegra fyrir leikinn enda þar á ferðinni Íslandsmeistara síðustu tveggja ára. KA-menn höfðu líka aldrei unnið stóran titil en það breyttist þennan dag í Laugardalshöllinni ekki síst vegna frábærrar frammistöðu gömlu mannanna. Við ákváðum að prófa að taka tölfræðina úr bikarleik Vals og KA 95 ?????????https://t.co/5zuw6RIcFUMargt áhugavert að sjá úr þessum svakalega handboltaleik fyrir áhugasama!#handbolti #olisdeildin @Seinnibylgjan @KAakureyri @valurhandbolti @aguststefans @ruvithrottir— HBStatz (@HBSstatz) April 26, 2020 HB Statz sýndi það að Valsmenn lentu 33 sinnum í hrömmum Alfreðs og Erlings í þessum leik og KA liðið var alls með 65 löglegar stöðvanir í leiknum. Erlingur var með sautján lögleg stopp og Alfreð var með sextán. Erlingur gerði ekki mikið í sóknarleiknum en Alfreð var aftur á móti sex mörk úr aðeins níu skotum. Samkvæmt einkunnargjöf HB Statz þá fengu þeir Erlingur og Alfreð báðir tíu í einkunn fyrir varnarleikinn í þessum leik. Maður leiksins var aftur á móti markvörðurinn Sigmar Þröstur Óskarsson sem fékk tíu í heildareinkunn en hann varði 22 skot í leiknum þar af fjögur víti. Sigmar Þröstur var ekkert unglamb heldur enda á 34. aldursári. Íslenski handboltinn Einu sinni var... Akureyri KA Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Sjá meira
KA-menn unnu sinn fyrsta stóra titil í handboltanum fyrir aldarfjórðungi síðan þegar karlalið félagsins varð bikarmeistari árið 1995 eftir magnaðan bikarúrslitaleik á móti Val í Laugardalshöllinni. KA vann leikinn 27-26 eftir framlengdan leik eftir að Guðmundur Hrafnkelsson hafði tryggt Valsliðinu framlengingu með því að verja vítakast Valdimars Grímssonar í lok venjulegs leiktíma. Ólafur Sigurgeirsson hjá HB Statz nýtti tækifærið þegar Rúv endursýndi úrslitaleikinn á dögunum og tók saman tölfræðina úr honum. Það sem vakti sérstaka athygli var frammistaða reynsluboltanna í miðri KA-vörninni. Þar spiluðu þeir Alfreð Gíslason og Erlingur Kristjánsson hlið við hlið. Alfreð var spilandi þjálfari liðsins en Erlingur var fyrirliði. Alfreð Gíslason var þarna á 36. aldursári og Erlingur hélt upp á 33 ára afmælið sitt nokkrum mánuðum seinna. Þeir voru því engin unglömb sem handboltamenn á þeim tíma. Valsmenn voru með yngra lið og sigurstranglegra fyrir leikinn enda þar á ferðinni Íslandsmeistara síðustu tveggja ára. KA-menn höfðu líka aldrei unnið stóran titil en það breyttist þennan dag í Laugardalshöllinni ekki síst vegna frábærrar frammistöðu gömlu mannanna. Við ákváðum að prófa að taka tölfræðina úr bikarleik Vals og KA 95 ?????????https://t.co/5zuw6RIcFUMargt áhugavert að sjá úr þessum svakalega handboltaleik fyrir áhugasama!#handbolti #olisdeildin @Seinnibylgjan @KAakureyri @valurhandbolti @aguststefans @ruvithrottir— HBStatz (@HBSstatz) April 26, 2020 HB Statz sýndi það að Valsmenn lentu 33 sinnum í hrömmum Alfreðs og Erlings í þessum leik og KA liðið var alls með 65 löglegar stöðvanir í leiknum. Erlingur var með sautján lögleg stopp og Alfreð var með sextán. Erlingur gerði ekki mikið í sóknarleiknum en Alfreð var aftur á móti sex mörk úr aðeins níu skotum. Samkvæmt einkunnargjöf HB Statz þá fengu þeir Erlingur og Alfreð báðir tíu í einkunn fyrir varnarleikinn í þessum leik. Maður leiksins var aftur á móti markvörðurinn Sigmar Þröstur Óskarsson sem fékk tíu í heildareinkunn en hann varði 22 skot í leiknum þar af fjögur víti. Sigmar Þröstur var ekkert unglamb heldur enda á 34. aldursári.
Íslenski handboltinn Einu sinni var... Akureyri KA Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Sjá meira