Enski boltinn

Watford fær franskan miðjumann

Sindri Sverrisson skrifar
Watford var í mikilli fallbaráttu þegar hlé var gert á ensku úrvalsdeildinni.
Watford var í mikilli fallbaráttu þegar hlé var gert á ensku úrvalsdeildinni. VÍSIR/GETTY

Enska úrvalsdeildarfélagið Watford hefur í miðju óvissuástandi vegna kórónuveirufaraldursins tryggt sér krafta franska miðjumannsins Pape Gueye.

Watford fær Gueye frítt frá Le Havre í frönsku 2. deildinni en tímabilinu hjá honum er lokið eftir að frönsk stjórnvöld lýstu því yfir að ekki yrði keppt í íþróttum í Frakklandi á ný fyrr en í fyrsta lagi í september.

Gueye er 21 árs gamall og verður leikmaður Watford frá og með 1. júlí.

Watford er sem stendur einu sæti frá fallsæti í ensku úrvalsdeildinni, á markatölu, en ekki hefur verið spilað í deildinni síðan 7. mars og óvíst hvort og þá hvernig framhald leiktíðarinnar verður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×