Telur umboðsmann barna sýna Eflingarfólki lítilsvirðingu Andri Eysteinsson skrifar 29. apríl 2020 21:29 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar -stéttarfélags. Vísir/Vilhelm „Ég viðurkenni að mér var brugðið þegar ég las textann og skilaboðin í honum,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um erindi sem henni barst frá umboðsmanni barna, Salvöru Nordal, vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum. Fjórum skólum í Kópavogsbæ verður lokað 6. maí náist samningar ekki. Allt ræstingafólk skólanna eru félagsmenn Eflingar. Stúlka í níunda bekk í Kársnesskóla vakti athygli umboðsmanns barna á stöðu barna í Kópavogi vegna aðgerðanna og vísaði þar í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sjá einnig: Ofboðið og langar að komast aftur í skólann Sólveig svaraði bréfi umboðsmanns í dag og segir umboðsmann stilla upp rétti barna til að láta skoðanir sínar í ljós gegn lögvörðum rétti félagsmanna Eflingar til þess að ganga til atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir. „Ég skil ekki hvernig er hægt að sjá málið með þessum augum. Þarna er verið að nota hagsmuni barna til að hafa áhrif á mikilvæga baráttu fólks fyrir efnahagslegu réttlæti. Hvernig getur það verið hlutverk umboðsmanns barna?“ skrifar Sólveig Anna í pistli á Facebook-síðu sinni. Hér má nálgast bréfið sem umboðsmaður barna sendi Eflingu í gær. Sólveig segir ítrekað hafa reynt að funda með bæjarstjóra Kópavogs, Ármanni Kr. Ólafssyni, en það hafi ekki borið árangur. Þá hafi Efling verið heiðarleg og væri ljóst að verkfallsaðgerðir myndu hefjast að nýju um leið og samkomubanni yrði aflétt eða það mildað. Þó hafi Kópavogsbær ekki viljað funda með Eflingu. Salvör Nordal, umboðsmaður barna.Vísir „Mér finnst miður að umboðsmaður barna hafi reynt að hafa áhrif á baráttu þessa hóps, sem hefur ekki átt sér neina málsvara. Sem hefur verið jaðarsettur og í raun því sem næst ósýnilegur. Sem þarf að þola laun sem ekki er hægt að lifa af, og líka skerta heilsu, bæði andlega og líkamlega sökum álags og erfiðleika þeirra sem fylgja endalausum fjárhagsáhyggjum,“ skrifar Sólveig. Í bréfi sínu til umboðsmanns barna skrifar Sólveig: „Ég tel að þú sýnir félagsmönnum mínum lítilsvirðingu og ég tel jafnframt í hæsta máta ósmekklegt hvernig þú spilar fram börnum til að grafa undan lögvarinni réttindabaráttu verkafólks.“ Sólveig segist í svari sínu svara erindi umboðsmanns á þann veg að hún mótmæli því að baráttu láglaunakvenna fyrir sæmandi sé stillt upp á móti hagsmunum barna og biðst hún undan frekari afskiptum af baráttu Eflingarfólks. Kópavogur Kjaramál Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
„Ég viðurkenni að mér var brugðið þegar ég las textann og skilaboðin í honum,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um erindi sem henni barst frá umboðsmanni barna, Salvöru Nordal, vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum. Fjórum skólum í Kópavogsbæ verður lokað 6. maí náist samningar ekki. Allt ræstingafólk skólanna eru félagsmenn Eflingar. Stúlka í níunda bekk í Kársnesskóla vakti athygli umboðsmanns barna á stöðu barna í Kópavogi vegna aðgerðanna og vísaði þar í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sjá einnig: Ofboðið og langar að komast aftur í skólann Sólveig svaraði bréfi umboðsmanns í dag og segir umboðsmann stilla upp rétti barna til að láta skoðanir sínar í ljós gegn lögvörðum rétti félagsmanna Eflingar til þess að ganga til atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir. „Ég skil ekki hvernig er hægt að sjá málið með þessum augum. Þarna er verið að nota hagsmuni barna til að hafa áhrif á mikilvæga baráttu fólks fyrir efnahagslegu réttlæti. Hvernig getur það verið hlutverk umboðsmanns barna?“ skrifar Sólveig Anna í pistli á Facebook-síðu sinni. Hér má nálgast bréfið sem umboðsmaður barna sendi Eflingu í gær. Sólveig segir ítrekað hafa reynt að funda með bæjarstjóra Kópavogs, Ármanni Kr. Ólafssyni, en það hafi ekki borið árangur. Þá hafi Efling verið heiðarleg og væri ljóst að verkfallsaðgerðir myndu hefjast að nýju um leið og samkomubanni yrði aflétt eða það mildað. Þó hafi Kópavogsbær ekki viljað funda með Eflingu. Salvör Nordal, umboðsmaður barna.Vísir „Mér finnst miður að umboðsmaður barna hafi reynt að hafa áhrif á baráttu þessa hóps, sem hefur ekki átt sér neina málsvara. Sem hefur verið jaðarsettur og í raun því sem næst ósýnilegur. Sem þarf að þola laun sem ekki er hægt að lifa af, og líka skerta heilsu, bæði andlega og líkamlega sökum álags og erfiðleika þeirra sem fylgja endalausum fjárhagsáhyggjum,“ skrifar Sólveig. Í bréfi sínu til umboðsmanns barna skrifar Sólveig: „Ég tel að þú sýnir félagsmönnum mínum lítilsvirðingu og ég tel jafnframt í hæsta máta ósmekklegt hvernig þú spilar fram börnum til að grafa undan lögvarinni réttindabaráttu verkafólks.“ Sólveig segist í svari sínu svara erindi umboðsmanns á þann veg að hún mótmæli því að baráttu láglaunakvenna fyrir sæmandi sé stillt upp á móti hagsmunum barna og biðst hún undan frekari afskiptum af baráttu Eflingarfólks.
Kópavogur Kjaramál Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira