Íslendingur kominn í stjórn hjá dönsku stórliði Anton Ingi Leifsson skrifar 2. apríl 2020 17:00 Hjörtur og félagar í Brøndby fagna marki fyrr á þessari leiktíð en í stjórn félagsins er nú kominn Íslendingur. vísir/getty Fyrrum knattspyrnumaðurinn Hermann Haraldsson er kominn í stjórn hjá danska stórliðinu Brøndby en með liðinu leikur Fylkismaðurinn Hjörtur Hermannsson. Hermann var framkvæmdarstjóri félagins frá mars 2008 þangað til í júlí ári seinna en þá fékk hann reisupassann. Nú er hann kominn inn í stjórn félagsins segir í tilkynningu frá stjórn félagsins. Hermann er fyrrum markvörður sem spilaði bæði með KA og í dönsku úrvalsdeildinni með bæði KB, sem síðar varð að FCK, og með Næstved. Hann hefur látið til sín taka í atvinnulífinu í Danmörku að undanförnu. Tidligere Lyngby-boss er på vej i Brøndbys bestyrelse #sldk https://t.co/o390p1CYTj— tipsbladet.dk (@tipsbladet) April 2, 2020 Í stjórninni eru engir aukvissar. Þar má nefna meðal annars auðkýfinginn Jan Bech Andersen en hann hefur undanfarin ár lagt mikinn pening í danska liðið og það hefur ekki skilað jafn góðum árangri og hann hefur viljað. „Það eru margir sem þekkja Hermann Haraldsson sem var í félaginu fyrir nokkrum árum síðan. Ég er mjög ánægður að Hermann kemur inn í stjórnina því síðustu ár hefur hann gert frábæra hluti sem framkvæmdarstjóri boozt.com. Kunnátta Hermanns í neytendahegðun og sölu á netinu verður gott að fá inn í stjórnina,“ sagði áðurnefndur Jan Bech. Hjörtur Hermannsson leikur eins og áður segir með liðinu. Hann hefur verið hjá félaginu frá því árið 2016 en líkur eru á því að hann rói á önnur mið í sumar. Brøndby er í 4. sæti dönsku deildarinnar og eiga einna flestu stuðningsmennina í Danmörku. Þeir eru afar ástríðumiklir. Danski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira
Fyrrum knattspyrnumaðurinn Hermann Haraldsson er kominn í stjórn hjá danska stórliðinu Brøndby en með liðinu leikur Fylkismaðurinn Hjörtur Hermannsson. Hermann var framkvæmdarstjóri félagins frá mars 2008 þangað til í júlí ári seinna en þá fékk hann reisupassann. Nú er hann kominn inn í stjórn félagsins segir í tilkynningu frá stjórn félagsins. Hermann er fyrrum markvörður sem spilaði bæði með KA og í dönsku úrvalsdeildinni með bæði KB, sem síðar varð að FCK, og með Næstved. Hann hefur látið til sín taka í atvinnulífinu í Danmörku að undanförnu. Tidligere Lyngby-boss er på vej i Brøndbys bestyrelse #sldk https://t.co/o390p1CYTj— tipsbladet.dk (@tipsbladet) April 2, 2020 Í stjórninni eru engir aukvissar. Þar má nefna meðal annars auðkýfinginn Jan Bech Andersen en hann hefur undanfarin ár lagt mikinn pening í danska liðið og það hefur ekki skilað jafn góðum árangri og hann hefur viljað. „Það eru margir sem þekkja Hermann Haraldsson sem var í félaginu fyrir nokkrum árum síðan. Ég er mjög ánægður að Hermann kemur inn í stjórnina því síðustu ár hefur hann gert frábæra hluti sem framkvæmdarstjóri boozt.com. Kunnátta Hermanns í neytendahegðun og sölu á netinu verður gott að fá inn í stjórnina,“ sagði áðurnefndur Jan Bech. Hjörtur Hermannsson leikur eins og áður segir með liðinu. Hann hefur verið hjá félaginu frá því árið 2016 en líkur eru á því að hann rói á önnur mið í sumar. Brøndby er í 4. sæti dönsku deildarinnar og eiga einna flestu stuðningsmennina í Danmörku. Þeir eru afar ástríðumiklir.
Danski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira