Dauðsföll á Spáni ekki færri í sex vikur en efnahagurinn rjúkandi rúst Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2020 12:35 Sjálfboðaliði í hlífðarbúnaði tekur sýni úr íbúa á hjúkrunarheimili í Barcelona. Vísir/EPA Á þriðja hundruð manns létust af völdum Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn og hafa ekki færri látist á einum degi í sex vikur. Samdráttur efnahagslífsins á fyrsta ársfjórðungi ársins var sá mesti í sögunni. Spánn er á meðal þeirra landa sem hafa orðið hvað verst úti í kórónuveiruheimsfaraldrinum til þessa. Þar hafa fleiri en 24.000 manns látist úr Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Eitt strangasta útgöngubann í heimi tók gildi þar um miðjan mars. Heilbrigðisyfirvöld greindu í dag frá 268 dauðsföllum vegna faraldursins síðasta sólarhringinn. Ekki hafa færri látist á einum degi frá 20. mars þegar faraldurinn var í vexti. Alls hafa nú 213.435 greinst smitaðir af veirunni. Efnahagslegt höggið af faraldrinum og aðgerðunum til að takmarka útbreiðslu hans hefur verið þungt fyrir spænska hagkerfið. Bráðabirgðatölur benda til þess að það hafi skroppið saman um 5,2%. Einkaneysla hafi dregist saman um 7,5% á sama tímabili, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ríkisstjórn Pedro Sánchez, forsætisráðherra, kynnti fjögra þrepa áætlun um hvernig ætti að slaka á takmörkunum á þriðjudag. Ætlunin er að daglegt líf geti færst í hefðbundnara horf fyrir lok júní. Hárgreiðslustofur og önnur fyrirtæki sem taka við tímapöntunum fá að hefja starfsemi aftur á mánudag. Veitingastaðir fá þá að bjóða upp á að viðskiptavinir sæki mat. Strendur, sem hafa verið lokaðar í útgöngubanninu, verða opnaðar aftur fyrir lok júní. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Evrópuríki undirbúa afnám takmarkana vegna faraldursins Yfirvöld í Evrópuríkjum eru farin að huga að afnámi hinna ýmsu takmarkana sem samfélögum hefur verið sett vegna faraldurs kórónuveirunnar undanfarna mánuði. 25. apríl 2020 21:01 Ætla að slaka á útgöngubanni á Spáni í seinni hluta maí Spænsk stjórnvöld stefna nú að því að byrja að slaka á útgöngubanni þar vegna kórónuveirufaraldursins í seinni hluta maí. Útgöngubannið er eitt það strangasta í heiminum og hefur börnum verið bannað að yfirgefa heimili sín. 22. apríl 2020 10:43 Rúmlega 20 þúsund nú látnir á Spáni Alls voru skráð 565 dauðsföll af völdum Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn. Er fjöldinn nokkru lægri en á sólarhringnum þar á undan. 18. apríl 2020 11:54 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Á þriðja hundruð manns létust af völdum Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn og hafa ekki færri látist á einum degi í sex vikur. Samdráttur efnahagslífsins á fyrsta ársfjórðungi ársins var sá mesti í sögunni. Spánn er á meðal þeirra landa sem hafa orðið hvað verst úti í kórónuveiruheimsfaraldrinum til þessa. Þar hafa fleiri en 24.000 manns látist úr Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Eitt strangasta útgöngubann í heimi tók gildi þar um miðjan mars. Heilbrigðisyfirvöld greindu í dag frá 268 dauðsföllum vegna faraldursins síðasta sólarhringinn. Ekki hafa færri látist á einum degi frá 20. mars þegar faraldurinn var í vexti. Alls hafa nú 213.435 greinst smitaðir af veirunni. Efnahagslegt höggið af faraldrinum og aðgerðunum til að takmarka útbreiðslu hans hefur verið þungt fyrir spænska hagkerfið. Bráðabirgðatölur benda til þess að það hafi skroppið saman um 5,2%. Einkaneysla hafi dregist saman um 7,5% á sama tímabili, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ríkisstjórn Pedro Sánchez, forsætisráðherra, kynnti fjögra þrepa áætlun um hvernig ætti að slaka á takmörkunum á þriðjudag. Ætlunin er að daglegt líf geti færst í hefðbundnara horf fyrir lok júní. Hárgreiðslustofur og önnur fyrirtæki sem taka við tímapöntunum fá að hefja starfsemi aftur á mánudag. Veitingastaðir fá þá að bjóða upp á að viðskiptavinir sæki mat. Strendur, sem hafa verið lokaðar í útgöngubanninu, verða opnaðar aftur fyrir lok júní.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Evrópuríki undirbúa afnám takmarkana vegna faraldursins Yfirvöld í Evrópuríkjum eru farin að huga að afnámi hinna ýmsu takmarkana sem samfélögum hefur verið sett vegna faraldurs kórónuveirunnar undanfarna mánuði. 25. apríl 2020 21:01 Ætla að slaka á útgöngubanni á Spáni í seinni hluta maí Spænsk stjórnvöld stefna nú að því að byrja að slaka á útgöngubanni þar vegna kórónuveirufaraldursins í seinni hluta maí. Útgöngubannið er eitt það strangasta í heiminum og hefur börnum verið bannað að yfirgefa heimili sín. 22. apríl 2020 10:43 Rúmlega 20 þúsund nú látnir á Spáni Alls voru skráð 565 dauðsföll af völdum Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn. Er fjöldinn nokkru lægri en á sólarhringnum þar á undan. 18. apríl 2020 11:54 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Evrópuríki undirbúa afnám takmarkana vegna faraldursins Yfirvöld í Evrópuríkjum eru farin að huga að afnámi hinna ýmsu takmarkana sem samfélögum hefur verið sett vegna faraldurs kórónuveirunnar undanfarna mánuði. 25. apríl 2020 21:01
Ætla að slaka á útgöngubanni á Spáni í seinni hluta maí Spænsk stjórnvöld stefna nú að því að byrja að slaka á útgöngubanni þar vegna kórónuveirufaraldursins í seinni hluta maí. Útgöngubannið er eitt það strangasta í heiminum og hefur börnum verið bannað að yfirgefa heimili sín. 22. apríl 2020 10:43
Rúmlega 20 þúsund nú látnir á Spáni Alls voru skráð 565 dauðsföll af völdum Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn. Er fjöldinn nokkru lægri en á sólarhringnum þar á undan. 18. apríl 2020 11:54