Afturvirk launahækkun þingmanna og ráðherra kemur til framkvæmda á verkalýðsdaginn Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 30. apríl 2020 21:42 Hækkun ráðherra, þingmanna og annarra embættismanna nú um mánaðamótin er afturvirk um fjóra mánuði. Vísir/Vilhelm Frumvarp Pírata um að þingmenn og ráðherrar fái engar launahækkanir út kjörtímabilið hefur ekki verið afgreitt úr nefnd og því ljóst að það verður ekki afgreitt fyrir mánaðamót. Þar af leiðandi kemur afturvirk launahækkun þingmanna, ráðherra og annarra embættismanna til framkvæmda á morgun. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, greinir frá því á Facebook-síðu sinni að launaseðillin sé kominn: „Nú er kominn launaseðill fyrir næsta mánuð. Hækkunin er komin og afturvirk. Það þýðir útborguð laun með leiðréttingunni eftir skatta upp á 915 þúsund krónur (1.518.069 kr fyrir skatt með leiðréttingunni). Grunnlífeyririnn ætti að vera mikið hærri en hann er, ef farið væri að lögum. Einhvern vegin finnst mér ólíklegt að lífeyririnn verði leiðréttur. Hvað þá afturvirkt…“ segir þingmaðurinn. Launamál þingmanna og ráðherra eru orðin nokkuð flókin þar sem hækkun sem þeir áttu að fá ásamt öðrum embættismönnum í júní í fyrra var frestað til 1. janúar á þessu ári. Hækkunin kom þó ekki til framkvæmda en stendur til að leiðrétta það. Þá eiga þingmenn og ráðherrar ásamt fyrrgreindum hópum að fá launahækkun í júlí á þessu ári. Þingmenn Pírata ásamt nokkrum þingmönnum annarra stjórnarandstöðuflokka nema Miðflokksins lögðu fram frumvarp um að allar þessar launahækkanir verði slegnar af. Mælt var fyrir frumvarpinu á Alþingi í fyrradag en með því er gert ráð fyrir að krónutala launanna verði fest inn í lögum um þingfararkaup annars vegar, og lögum um stjórnarráð Íslands hins vegar, þannig að þau haldist óbreytt út árið 2021, eða fram yfir næstu kosningar til Alþingis. Óvíst er hvort frumvarpið hefði notið stuðnings þingsins yfir höfuð. Nú er þó nokkuð ljóst að það verður ekki afgreitt í tæka tíð svo að það nái markmiðum sínum að sögn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata. „Við reyndum að fá þetta mál tekið út úr nefnd í gær án umsagna og því var hafnað af meirihluta nefndarinnar sem er auðvitað mjög dapurlegt vegna þess að þá þýðir það að þetta frumvarp verður ekki samþykkt í tæka tíð til að koma í veg fyrir að þingmenn fái mjög háa launahækkun á verkalýðsdaginn sjálfan,“ segir Þórhildur Sunna. Hækkunin sé afturvirk um fjóra mánuði. „Þingmenn fá um 70 þúsund króna hækkun sinnum fimm samtals og ráðherrar 115 þúsund ásamt forseta Alþingis og forsætisráðherra um 130 þúsund í hækkun.“ Alþingi Vinnumarkaður Verkalýðsdagurinn Tengdar fréttir Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00 Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Frumvarp Pírata um að þingmenn og ráðherrar fái engar launahækkanir út kjörtímabilið hefur ekki verið afgreitt úr nefnd og því ljóst að það verður ekki afgreitt fyrir mánaðamót. Þar af leiðandi kemur afturvirk launahækkun þingmanna, ráðherra og annarra embættismanna til framkvæmda á morgun. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, greinir frá því á Facebook-síðu sinni að launaseðillin sé kominn: „Nú er kominn launaseðill fyrir næsta mánuð. Hækkunin er komin og afturvirk. Það þýðir útborguð laun með leiðréttingunni eftir skatta upp á 915 þúsund krónur (1.518.069 kr fyrir skatt með leiðréttingunni). Grunnlífeyririnn ætti að vera mikið hærri en hann er, ef farið væri að lögum. Einhvern vegin finnst mér ólíklegt að lífeyririnn verði leiðréttur. Hvað þá afturvirkt…“ segir þingmaðurinn. Launamál þingmanna og ráðherra eru orðin nokkuð flókin þar sem hækkun sem þeir áttu að fá ásamt öðrum embættismönnum í júní í fyrra var frestað til 1. janúar á þessu ári. Hækkunin kom þó ekki til framkvæmda en stendur til að leiðrétta það. Þá eiga þingmenn og ráðherrar ásamt fyrrgreindum hópum að fá launahækkun í júlí á þessu ári. Þingmenn Pírata ásamt nokkrum þingmönnum annarra stjórnarandstöðuflokka nema Miðflokksins lögðu fram frumvarp um að allar þessar launahækkanir verði slegnar af. Mælt var fyrir frumvarpinu á Alþingi í fyrradag en með því er gert ráð fyrir að krónutala launanna verði fest inn í lögum um þingfararkaup annars vegar, og lögum um stjórnarráð Íslands hins vegar, þannig að þau haldist óbreytt út árið 2021, eða fram yfir næstu kosningar til Alþingis. Óvíst er hvort frumvarpið hefði notið stuðnings þingsins yfir höfuð. Nú er þó nokkuð ljóst að það verður ekki afgreitt í tæka tíð svo að það nái markmiðum sínum að sögn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata. „Við reyndum að fá þetta mál tekið út úr nefnd í gær án umsagna og því var hafnað af meirihluta nefndarinnar sem er auðvitað mjög dapurlegt vegna þess að þá þýðir það að þetta frumvarp verður ekki samþykkt í tæka tíð til að koma í veg fyrir að þingmenn fái mjög háa launahækkun á verkalýðsdaginn sjálfan,“ segir Þórhildur Sunna. Hækkunin sé afturvirk um fjóra mánuði. „Þingmenn fá um 70 þúsund króna hækkun sinnum fimm samtals og ráðherrar 115 þúsund ásamt forseta Alþingis og forsætisráðherra um 130 þúsund í hækkun.“
Alþingi Vinnumarkaður Verkalýðsdagurinn Tengdar fréttir Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00 Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00
Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00