Ertu metin/n að verðleikum? Jöfnum leikinn! Helen Gray skrifar 3. apríl 2020 07:00 Nám fer ekki eingöngu fram innan hefðbundins skólakerfis heldur við ýmis konar aðstæður. Allt nám er verðmætt og mikilvægt að þeir einstaklingar sem hafa lagt hart að sér við að nema færni fái það skjalfest. Raunfærnimat er leið til að meta færni og þekkingu sem fólk hefur öðlast á vinnumarkaði. Markmið matsins er að fólki fái viðurkennda þá færni sem það býr yfir og þurfi ekki að sækja nám að óþörfu í því sem það sannarlega kann. Á síðasta starfsári fóru 204 einstaklingar í gegnum raunfærnimat hjá IÐUNNI fræðslusetri. Nærri allir þeir sem hafa óskað eftir raunfærnimati hjá okkur síðustu ár hafa verið Íslendingar og þeir fáu af erlendu bergi brotnir íslensk -og/eða enskumælandi. Raunfærnimatskerfið hér á landi mætir þörfum þeirra sem hafa gott vald á íslensku en útilokar flesta aðra sem hafa þó rétt á umræddri þjónustu samkvæmt lögum um framhaldsfræðslu. Brýn þörf innflytjenda Þörfin er hins vegar brýn hjá innflytjendum og á síðasta ári tók IÐAN fræðslusetur ásamt Fræðslusetri atvinnulífsins þátt í tilrauna -og rannsóknarverkefninu VISKA (Visible Skills of Adults). Alls fóru 51 innflytjendur í gegnum ferlið og útskrifuðust. Flestir þátttakenda í verkefninu voru Pólverjar, sem eru um 38% innflytjenda á Íslandi. Reynsla þeirra sem tóku þátt leiddi í ljós mikilvægi þess að greiða aðgengi innflytjenda að raunfærnimati, ráðgjöf og íslensku menntakerfi. Þörf á stórátaki Niðurstaða okkar sem stóðu að þessu verkefni er að það er brýnt að veita viðurkennda tungumálaþjónustu með með kerfisbundum hætti fyrir innflytjendur í menntakerfinu og í atvinnulífinu. Tungumálastuðningur þarf að spretta úr stefnumótun um íslenskunám og tengja þarf ábyrgðina við hagsmunaaðila. Mikilvægt er að formfesta stuðninginn og tryggja fjármagn. Það er meðal annars hægt með að tryggja hlutverk raunfærnimats inn í Framkvæmdaáætlun um málefni innflytjenda fyrir árin 2020-2024. Þá þarf að gera stórátak í þjálfun túlka á sviði raunfærnimats með sérstakri áherslu á, fagþekkingu túlka á iðngreinum og veita náms- og starfsráðgjöfum ásamt matsaðilum viðbótarþjálfun um framkvæmd raunfærnimats fyrir innflytjendur. Færni fólks nýtist betur Allra brýnast er þó að bæta aðgengi að upplýsingum um þá þjónustu og stuðning sem er í boði á sviði raunfærnimats. Það þarf að tryggja að innflytjendur hafi raunverulegt aðgengi að raunfærnimati og formgera samstarf hagsmunaaðila. Að jafna leikinn er okkur öllum til góða. Með því að fjölga tækifærum fólks með mismunandi bakgrunn og reynslu með því að auka aðgengi að raunfærnimati, nýtist betur færni fólks með innflytjendabakgrunn til verðmætasköpunar. Höfundur er þróunarstjóri IÐUNNAR fræðsluseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Nám fer ekki eingöngu fram innan hefðbundins skólakerfis heldur við ýmis konar aðstæður. Allt nám er verðmætt og mikilvægt að þeir einstaklingar sem hafa lagt hart að sér við að nema færni fái það skjalfest. Raunfærnimat er leið til að meta færni og þekkingu sem fólk hefur öðlast á vinnumarkaði. Markmið matsins er að fólki fái viðurkennda þá færni sem það býr yfir og þurfi ekki að sækja nám að óþörfu í því sem það sannarlega kann. Á síðasta starfsári fóru 204 einstaklingar í gegnum raunfærnimat hjá IÐUNNI fræðslusetri. Nærri allir þeir sem hafa óskað eftir raunfærnimati hjá okkur síðustu ár hafa verið Íslendingar og þeir fáu af erlendu bergi brotnir íslensk -og/eða enskumælandi. Raunfærnimatskerfið hér á landi mætir þörfum þeirra sem hafa gott vald á íslensku en útilokar flesta aðra sem hafa þó rétt á umræddri þjónustu samkvæmt lögum um framhaldsfræðslu. Brýn þörf innflytjenda Þörfin er hins vegar brýn hjá innflytjendum og á síðasta ári tók IÐAN fræðslusetur ásamt Fræðslusetri atvinnulífsins þátt í tilrauna -og rannsóknarverkefninu VISKA (Visible Skills of Adults). Alls fóru 51 innflytjendur í gegnum ferlið og útskrifuðust. Flestir þátttakenda í verkefninu voru Pólverjar, sem eru um 38% innflytjenda á Íslandi. Reynsla þeirra sem tóku þátt leiddi í ljós mikilvægi þess að greiða aðgengi innflytjenda að raunfærnimati, ráðgjöf og íslensku menntakerfi. Þörf á stórátaki Niðurstaða okkar sem stóðu að þessu verkefni er að það er brýnt að veita viðurkennda tungumálaþjónustu með með kerfisbundum hætti fyrir innflytjendur í menntakerfinu og í atvinnulífinu. Tungumálastuðningur þarf að spretta úr stefnumótun um íslenskunám og tengja þarf ábyrgðina við hagsmunaaðila. Mikilvægt er að formfesta stuðninginn og tryggja fjármagn. Það er meðal annars hægt með að tryggja hlutverk raunfærnimats inn í Framkvæmdaáætlun um málefni innflytjenda fyrir árin 2020-2024. Þá þarf að gera stórátak í þjálfun túlka á sviði raunfærnimats með sérstakri áherslu á, fagþekkingu túlka á iðngreinum og veita náms- og starfsráðgjöfum ásamt matsaðilum viðbótarþjálfun um framkvæmd raunfærnimats fyrir innflytjendur. Færni fólks nýtist betur Allra brýnast er þó að bæta aðgengi að upplýsingum um þá þjónustu og stuðning sem er í boði á sviði raunfærnimats. Það þarf að tryggja að innflytjendur hafi raunverulegt aðgengi að raunfærnimati og formgera samstarf hagsmunaaðila. Að jafna leikinn er okkur öllum til góða. Með því að fjölga tækifærum fólks með mismunandi bakgrunn og reynslu með því að auka aðgengi að raunfærnimati, nýtist betur færni fólks með innflytjendabakgrunn til verðmætasköpunar. Höfundur er þróunarstjóri IÐUNNAR fræðsluseturs.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar