Ertu metin/n að verðleikum? Jöfnum leikinn! Helen Gray skrifar 3. apríl 2020 07:00 Nám fer ekki eingöngu fram innan hefðbundins skólakerfis heldur við ýmis konar aðstæður. Allt nám er verðmætt og mikilvægt að þeir einstaklingar sem hafa lagt hart að sér við að nema færni fái það skjalfest. Raunfærnimat er leið til að meta færni og þekkingu sem fólk hefur öðlast á vinnumarkaði. Markmið matsins er að fólki fái viðurkennda þá færni sem það býr yfir og þurfi ekki að sækja nám að óþörfu í því sem það sannarlega kann. Á síðasta starfsári fóru 204 einstaklingar í gegnum raunfærnimat hjá IÐUNNI fræðslusetri. Nærri allir þeir sem hafa óskað eftir raunfærnimati hjá okkur síðustu ár hafa verið Íslendingar og þeir fáu af erlendu bergi brotnir íslensk -og/eða enskumælandi. Raunfærnimatskerfið hér á landi mætir þörfum þeirra sem hafa gott vald á íslensku en útilokar flesta aðra sem hafa þó rétt á umræddri þjónustu samkvæmt lögum um framhaldsfræðslu. Brýn þörf innflytjenda Þörfin er hins vegar brýn hjá innflytjendum og á síðasta ári tók IÐAN fræðslusetur ásamt Fræðslusetri atvinnulífsins þátt í tilrauna -og rannsóknarverkefninu VISKA (Visible Skills of Adults). Alls fóru 51 innflytjendur í gegnum ferlið og útskrifuðust. Flestir þátttakenda í verkefninu voru Pólverjar, sem eru um 38% innflytjenda á Íslandi. Reynsla þeirra sem tóku þátt leiddi í ljós mikilvægi þess að greiða aðgengi innflytjenda að raunfærnimati, ráðgjöf og íslensku menntakerfi. Þörf á stórátaki Niðurstaða okkar sem stóðu að þessu verkefni er að það er brýnt að veita viðurkennda tungumálaþjónustu með með kerfisbundum hætti fyrir innflytjendur í menntakerfinu og í atvinnulífinu. Tungumálastuðningur þarf að spretta úr stefnumótun um íslenskunám og tengja þarf ábyrgðina við hagsmunaaðila. Mikilvægt er að formfesta stuðninginn og tryggja fjármagn. Það er meðal annars hægt með að tryggja hlutverk raunfærnimats inn í Framkvæmdaáætlun um málefni innflytjenda fyrir árin 2020-2024. Þá þarf að gera stórátak í þjálfun túlka á sviði raunfærnimats með sérstakri áherslu á, fagþekkingu túlka á iðngreinum og veita náms- og starfsráðgjöfum ásamt matsaðilum viðbótarþjálfun um framkvæmd raunfærnimats fyrir innflytjendur. Færni fólks nýtist betur Allra brýnast er þó að bæta aðgengi að upplýsingum um þá þjónustu og stuðning sem er í boði á sviði raunfærnimats. Það þarf að tryggja að innflytjendur hafi raunverulegt aðgengi að raunfærnimati og formgera samstarf hagsmunaaðila. Að jafna leikinn er okkur öllum til góða. Með því að fjölga tækifærum fólks með mismunandi bakgrunn og reynslu með því að auka aðgengi að raunfærnimati, nýtist betur færni fólks með innflytjendabakgrunn til verðmætasköpunar. Höfundur er þróunarstjóri IÐUNNAR fræðsluseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Sjá meira
Nám fer ekki eingöngu fram innan hefðbundins skólakerfis heldur við ýmis konar aðstæður. Allt nám er verðmætt og mikilvægt að þeir einstaklingar sem hafa lagt hart að sér við að nema færni fái það skjalfest. Raunfærnimat er leið til að meta færni og þekkingu sem fólk hefur öðlast á vinnumarkaði. Markmið matsins er að fólki fái viðurkennda þá færni sem það býr yfir og þurfi ekki að sækja nám að óþörfu í því sem það sannarlega kann. Á síðasta starfsári fóru 204 einstaklingar í gegnum raunfærnimat hjá IÐUNNI fræðslusetri. Nærri allir þeir sem hafa óskað eftir raunfærnimati hjá okkur síðustu ár hafa verið Íslendingar og þeir fáu af erlendu bergi brotnir íslensk -og/eða enskumælandi. Raunfærnimatskerfið hér á landi mætir þörfum þeirra sem hafa gott vald á íslensku en útilokar flesta aðra sem hafa þó rétt á umræddri þjónustu samkvæmt lögum um framhaldsfræðslu. Brýn þörf innflytjenda Þörfin er hins vegar brýn hjá innflytjendum og á síðasta ári tók IÐAN fræðslusetur ásamt Fræðslusetri atvinnulífsins þátt í tilrauna -og rannsóknarverkefninu VISKA (Visible Skills of Adults). Alls fóru 51 innflytjendur í gegnum ferlið og útskrifuðust. Flestir þátttakenda í verkefninu voru Pólverjar, sem eru um 38% innflytjenda á Íslandi. Reynsla þeirra sem tóku þátt leiddi í ljós mikilvægi þess að greiða aðgengi innflytjenda að raunfærnimati, ráðgjöf og íslensku menntakerfi. Þörf á stórátaki Niðurstaða okkar sem stóðu að þessu verkefni er að það er brýnt að veita viðurkennda tungumálaþjónustu með með kerfisbundum hætti fyrir innflytjendur í menntakerfinu og í atvinnulífinu. Tungumálastuðningur þarf að spretta úr stefnumótun um íslenskunám og tengja þarf ábyrgðina við hagsmunaaðila. Mikilvægt er að formfesta stuðninginn og tryggja fjármagn. Það er meðal annars hægt með að tryggja hlutverk raunfærnimats inn í Framkvæmdaáætlun um málefni innflytjenda fyrir árin 2020-2024. Þá þarf að gera stórátak í þjálfun túlka á sviði raunfærnimats með sérstakri áherslu á, fagþekkingu túlka á iðngreinum og veita náms- og starfsráðgjöfum ásamt matsaðilum viðbótarþjálfun um framkvæmd raunfærnimats fyrir innflytjendur. Færni fólks nýtist betur Allra brýnast er þó að bæta aðgengi að upplýsingum um þá þjónustu og stuðning sem er í boði á sviði raunfærnimats. Það þarf að tryggja að innflytjendur hafi raunverulegt aðgengi að raunfærnimati og formgera samstarf hagsmunaaðila. Að jafna leikinn er okkur öllum til góða. Með því að fjölga tækifærum fólks með mismunandi bakgrunn og reynslu með því að auka aðgengi að raunfærnimati, nýtist betur færni fólks með innflytjendabakgrunn til verðmætasköpunar. Höfundur er þróunarstjóri IÐUNNAR fræðsluseturs.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar