Hafþór í verðmætan bardaga við reiðan Hall: „Þú baðst aldrei afsökunar“ Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2020 10:15 Hafþór Júlíus Björnsson hlakkar til að mæta Eddie Hall og lækka í honum rostann. VÍSIR/GETTY Hafþór Júlíus Björnsson er á leiðinni í boxhringinn gegn Eddie Hall sem sendir Hafþóri kaldar kveðjur á samfélagsmiðlum. Hafþór og Hall hafa marga hildi háð síðustu ár en í gær sló Hafþór heimsmet Bretans með því að lyfta 501 kg í réttstöðulyftu, einu kílói meira en Hall gerði árið 2016. Þeir hafa einnig mæst í keppninni Sterkasti maður heims þar sem Hall vann árið 2017 eftir harða keppni við Hafþór. Hafþór, sem hefur átta ár í röð komist á verðlaunapall í keppninni, vann hana árið 2018 og varð í 3. sæti í fyrra. Nú er komið að því að þeir mætist í boxhringnum. Eins og Hafþór greindi frá í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gær fékk hann tilboð frá Core Sports, sem ljóst er að hljóðar upp á að lágmarki 150 milljónir króna, um að mæta Hall í hnefaleikum. „Eddie, ég var að slá metið þitt og núna er ég tilbúinn að slá þig í rot í hringnum. Það er tími til kominn að þú látir verkin tala og skrifir undir samninginn við Core Sports. Ég er tilbúinn, ert þú tilbúinn Eddie?“ spurði Hafþór. Ekki stóð á svari. Klippa: Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu „Ég er 1.000 prósent að fara að skrifa undir þessa pappíra. Og þú veist af hverju ég mun skrifa undir. Það hefur ekkert að gera með þennan slag okkar í réttstöðulyftunni. Það er vegna þess að þú kallaðir mig svindlara á Sterkasta manni heims árið 2017. Ég get ekki látið eins og ekkert sé og gleymt því. Fólk kann að hafa gleymt þessu en þú baðst aldrei afsökunar,“ sagði Hall. „Þú heldur að þú hafi unnið þetta ár, burtséð frá því hvert verðlaunin fóru, og lést fólk vita af því. Ég get ekki sætt mig við það. Þess vegna skrifa ég undir. Mig langar nefnilega að kenna þér lexíu, og hún felst í því að ég steinroti þig,“ sagði Hall. Bretinn bætti við að hann hygðist rífa höfuðið af Hafþóri, nokkuð sem að „Fjallið“ gerði reyndar listavel í Game of Thrones þáttunum. Aflraunir Tengdar fréttir Sjáðu magnað heimsmet Hafþórs í réttstöðulyftu Hafþór Júlíus Björnsson setti rétt í þessu heimsmet í réttstöðulyftu. 2. maí 2020 17:14 Hafþór ætlar að setja rosalegt heimsmet í beinni: „Þetta á ekki að vera hægt“ Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson ætlar að setja heimsmet í réttstöðulyftu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um kl. 17 á laugardaginn. 30. apríl 2020 21:00 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Fleiri fréttir Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Dagskráin: Formúluæfingar á Silverstone, pílukast og golf Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson er á leiðinni í boxhringinn gegn Eddie Hall sem sendir Hafþóri kaldar kveðjur á samfélagsmiðlum. Hafþór og Hall hafa marga hildi háð síðustu ár en í gær sló Hafþór heimsmet Bretans með því að lyfta 501 kg í réttstöðulyftu, einu kílói meira en Hall gerði árið 2016. Þeir hafa einnig mæst í keppninni Sterkasti maður heims þar sem Hall vann árið 2017 eftir harða keppni við Hafþór. Hafþór, sem hefur átta ár í röð komist á verðlaunapall í keppninni, vann hana árið 2018 og varð í 3. sæti í fyrra. Nú er komið að því að þeir mætist í boxhringnum. Eins og Hafþór greindi frá í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gær fékk hann tilboð frá Core Sports, sem ljóst er að hljóðar upp á að lágmarki 150 milljónir króna, um að mæta Hall í hnefaleikum. „Eddie, ég var að slá metið þitt og núna er ég tilbúinn að slá þig í rot í hringnum. Það er tími til kominn að þú látir verkin tala og skrifir undir samninginn við Core Sports. Ég er tilbúinn, ert þú tilbúinn Eddie?“ spurði Hafþór. Ekki stóð á svari. Klippa: Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu „Ég er 1.000 prósent að fara að skrifa undir þessa pappíra. Og þú veist af hverju ég mun skrifa undir. Það hefur ekkert að gera með þennan slag okkar í réttstöðulyftunni. Það er vegna þess að þú kallaðir mig svindlara á Sterkasta manni heims árið 2017. Ég get ekki látið eins og ekkert sé og gleymt því. Fólk kann að hafa gleymt þessu en þú baðst aldrei afsökunar,“ sagði Hall. „Þú heldur að þú hafi unnið þetta ár, burtséð frá því hvert verðlaunin fóru, og lést fólk vita af því. Ég get ekki sætt mig við það. Þess vegna skrifa ég undir. Mig langar nefnilega að kenna þér lexíu, og hún felst í því að ég steinroti þig,“ sagði Hall. Bretinn bætti við að hann hygðist rífa höfuðið af Hafþóri, nokkuð sem að „Fjallið“ gerði reyndar listavel í Game of Thrones þáttunum.
Aflraunir Tengdar fréttir Sjáðu magnað heimsmet Hafþórs í réttstöðulyftu Hafþór Júlíus Björnsson setti rétt í þessu heimsmet í réttstöðulyftu. 2. maí 2020 17:14 Hafþór ætlar að setja rosalegt heimsmet í beinni: „Þetta á ekki að vera hægt“ Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson ætlar að setja heimsmet í réttstöðulyftu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um kl. 17 á laugardaginn. 30. apríl 2020 21:00 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Fleiri fréttir Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Dagskráin: Formúluæfingar á Silverstone, pílukast og golf Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Sjá meira
Sjáðu magnað heimsmet Hafþórs í réttstöðulyftu Hafþór Júlíus Björnsson setti rétt í þessu heimsmet í réttstöðulyftu. 2. maí 2020 17:14
Hafþór ætlar að setja rosalegt heimsmet í beinni: „Þetta á ekki að vera hægt“ Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson ætlar að setja heimsmet í réttstöðulyftu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um kl. 17 á laugardaginn. 30. apríl 2020 21:00