Biden hótar knattspyrnusambandinu Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2020 11:15 Megan Rapinoe og stöllur hennar í bandaríska landsliðinu hafa verið afar sigursælar og eru ríkjandi heimsmeistarar. VÍSIR/GETTY Joe Biden, tilvonandi forsetaefni Demókrataflokksins, hvetur heimsmeistarana í bandaríska kvennalandsliðinu í fótbolta til að gefast ekki upp í kjarabaráttu sinni fyrir dómstólum. Á föstudag vísaði dómari frá kröfu 28 landsliðskvenna sem kröfðust þess að fá sömu laun og umgjörð og bandaríska karlalandsliðið nyti, auk skaðabóta upp á 66 milljónir Bandaríkjadala. Í hópnum eru stjörnur á borð við Megan Rapinoe, Alex Morgan og Carli Lloyd, og vilja þær fá bætur fyrir allar landsliðskonur sem spilað hafa fyrir Bandaríkin frá því í febrúar 2015. „Ekki gefast upp í þessum slag. Þessu er ekki lokið,“ skrifaði Biden á Twitter-síðu sína um helgina, og beindi svo spjótum sínum að knattspyrnusambandinu sem halda á HM karla árið 2026 með Mexíkó og Kanada. „Til knattspyrnusambandsins: Jöfn laun, núna. Annars, þegar ég verð forseti, getið þið snúið ykkur annað til að fá fjármagn vegna HM,“ skrifaði Biden. Biden-hjónin og Rapinoe voru saman í beinni útsendingu á Instagram á fimmtudag þar sem Rapinoe sagði forsetaefninu að ef hann vantaði varaforseta þá væri hún klár í slaginn. Biden sagði í léttum tón að Rapinoe „yrði að taka á sig launalækkun til að verða varaforseti,“ og Rapinoe svaraði: „Þú veist að ég er ekki fyrir það.“ Molly Levinson, talskona landsliðsins, sagði á föstudag í yfirlýsingu að ekki yrði gefist upp og að til stæði að áfrýja niðurstöðunni. Joe Biden verður væntanlega forsetaefni Demókrataflokksins.VÍSIR/GETTY Bandaríkin Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Forsetakosningar í Bandaríkjunum Jafnréttismál Tengdar fréttir Þær bandarísku töpuðu í jafnlaunamálinu Landsliðskonur Bandaríkjanna í fótbolta hafa hug á að áfrýja eftir að dómari í Kaliforníu úrskurðaði bandaríska knattspyrnusambandinu í vil í jafnlaunamálinu svokallaða. 2. maí 2020 10:30 Forseti bandaríska knattspyrnusambandsins sagði af sér Carlos Cordeiro er ekki lengur forseti bandaríska knattspyrnusambandsins en hann hefur sagt af sér. 13. mars 2020 16:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Joe Biden, tilvonandi forsetaefni Demókrataflokksins, hvetur heimsmeistarana í bandaríska kvennalandsliðinu í fótbolta til að gefast ekki upp í kjarabaráttu sinni fyrir dómstólum. Á föstudag vísaði dómari frá kröfu 28 landsliðskvenna sem kröfðust þess að fá sömu laun og umgjörð og bandaríska karlalandsliðið nyti, auk skaðabóta upp á 66 milljónir Bandaríkjadala. Í hópnum eru stjörnur á borð við Megan Rapinoe, Alex Morgan og Carli Lloyd, og vilja þær fá bætur fyrir allar landsliðskonur sem spilað hafa fyrir Bandaríkin frá því í febrúar 2015. „Ekki gefast upp í þessum slag. Þessu er ekki lokið,“ skrifaði Biden á Twitter-síðu sína um helgina, og beindi svo spjótum sínum að knattspyrnusambandinu sem halda á HM karla árið 2026 með Mexíkó og Kanada. „Til knattspyrnusambandsins: Jöfn laun, núna. Annars, þegar ég verð forseti, getið þið snúið ykkur annað til að fá fjármagn vegna HM,“ skrifaði Biden. Biden-hjónin og Rapinoe voru saman í beinni útsendingu á Instagram á fimmtudag þar sem Rapinoe sagði forsetaefninu að ef hann vantaði varaforseta þá væri hún klár í slaginn. Biden sagði í léttum tón að Rapinoe „yrði að taka á sig launalækkun til að verða varaforseti,“ og Rapinoe svaraði: „Þú veist að ég er ekki fyrir það.“ Molly Levinson, talskona landsliðsins, sagði á föstudag í yfirlýsingu að ekki yrði gefist upp og að til stæði að áfrýja niðurstöðunni. Joe Biden verður væntanlega forsetaefni Demókrataflokksins.VÍSIR/GETTY
Bandaríkin Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Forsetakosningar í Bandaríkjunum Jafnréttismál Tengdar fréttir Þær bandarísku töpuðu í jafnlaunamálinu Landsliðskonur Bandaríkjanna í fótbolta hafa hug á að áfrýja eftir að dómari í Kaliforníu úrskurðaði bandaríska knattspyrnusambandinu í vil í jafnlaunamálinu svokallaða. 2. maí 2020 10:30 Forseti bandaríska knattspyrnusambandsins sagði af sér Carlos Cordeiro er ekki lengur forseti bandaríska knattspyrnusambandsins en hann hefur sagt af sér. 13. mars 2020 16:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Þær bandarísku töpuðu í jafnlaunamálinu Landsliðskonur Bandaríkjanna í fótbolta hafa hug á að áfrýja eftir að dómari í Kaliforníu úrskurðaði bandaríska knattspyrnusambandinu í vil í jafnlaunamálinu svokallaða. 2. maí 2020 10:30
Forseti bandaríska knattspyrnusambandsins sagði af sér Carlos Cordeiro er ekki lengur forseti bandaríska knattspyrnusambandsins en hann hefur sagt af sér. 13. mars 2020 16:00