Læknir telur öryggi annarra heimilismanna á Eir tryggt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 3. maí 2020 11:39 Mikil áhersla hefur verið lögð á það að tryggja að smit komi upp ekki upp á hjúkrunarheimilunum hér á landi meðal annars með því að setja á heimsóknarbann. Læknir á hjúkrunarheimilinu Eir segir að gripið hafi verið til aðgerða til að tryggja að kórónuveiran breiðist ekki út meðal heimilismanna eftir að skjólstæðingur hjúkrunarheimilisins greindist með veiruna. Ekkert nýtt smit hefur greinst á heimilinu Kona sem dvaldi á endurhæfingardeild hjúkrunarheimilisins Eirar var flutt á Landspítalann eftir að grunur kom upp á föstudaginn um að hún væri smituð af kórónuveirunni. Ríflega tuttugu manns til viðbótar dvöldu á deildinni. Sigurbjörn Björnsson er læknir á Eir. „Við gripum til þeirra ráðstafana að einangra og setja deildina sem þessi einstaklingur var á í sóttkví. Þessi einstaklingur átti ekki heima hjá okkur heldur var tímabundið í endurhæfingu og fór inn á Landspítala. Við settum jafnframt einstaklinga sem höfðu komið inn á deildina sem starfsmenn og geta verið í smithættu, þeir fóru í sóttkví eins og lög gera ráð fyrir.“ Hátt í tvö hundruð manns dvelja að jafnaði á Eir. Sigurbjörn segir að gripið hafi verið til aðgerða til að tryggja að veiran breiði ekki úr sér á heimilinu. Þá segir hann endurhæfingardeildina vera alveg aðskilda frá annarri starfsemi og því litlar líkur á að íbúar utan þeirrar deildar hafi smitast. „Í raun höfum við ekki áhyggjur af því en við förum bara eftir hefðbundnum fyrirmælum og reiknum með því að það muni vera nægilegt til að verja öryggi allra heimilismanna,“ segir Sigurbjörn. Til stóð að byrja að aflétta heimsóknarbanni á Eir á morgun. „Það var ákveðið að framlengja heimsóknarbannið í að minnsta kosti viku tíma og við munum síðan endurmeta það núna í vikunni hversu lengi það verður í framhaldinu.“ Sigurbjörn segir aðstandendur sýna málinu skilning. „Allir aðstandendur hafa verið vel upplýstir og hafa tekið þessu afskaplega vel og hafa fullan skilning á að við viljum fara að öllu með gát,“ segir Sigurbjörn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Staðfest að kona smitaðist á Eir Skjólstæðingur á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi hefur greinst með kórónuveiruna. Þetta staðfestir sóttvarnalæknir en grunur kom upp um smitið í gær og var konan þá flutt af hjúkrunarheimilinu á Landspítalann. 2. maí 2020 17:44 Grunur um kórónuveirusmit kom upp á Eir Aldraður skjólstæðingur á endurhæfingardeild hjúkrunarheimilisins Eirar í Reykjavík var fluttur á Landspítalann vegna gruns um kórónuveirusmit í dag. Niðurstaða úr sýnatöku var óljós en sýni úr einstaklingum sem komu nálægt manneskjunni reyndust neikvæð. 1. maí 2020 22:36 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Sjá meira
Læknir á hjúkrunarheimilinu Eir segir að gripið hafi verið til aðgerða til að tryggja að kórónuveiran breiðist ekki út meðal heimilismanna eftir að skjólstæðingur hjúkrunarheimilisins greindist með veiruna. Ekkert nýtt smit hefur greinst á heimilinu Kona sem dvaldi á endurhæfingardeild hjúkrunarheimilisins Eirar var flutt á Landspítalann eftir að grunur kom upp á föstudaginn um að hún væri smituð af kórónuveirunni. Ríflega tuttugu manns til viðbótar dvöldu á deildinni. Sigurbjörn Björnsson er læknir á Eir. „Við gripum til þeirra ráðstafana að einangra og setja deildina sem þessi einstaklingur var á í sóttkví. Þessi einstaklingur átti ekki heima hjá okkur heldur var tímabundið í endurhæfingu og fór inn á Landspítala. Við settum jafnframt einstaklinga sem höfðu komið inn á deildina sem starfsmenn og geta verið í smithættu, þeir fóru í sóttkví eins og lög gera ráð fyrir.“ Hátt í tvö hundruð manns dvelja að jafnaði á Eir. Sigurbjörn segir að gripið hafi verið til aðgerða til að tryggja að veiran breiði ekki úr sér á heimilinu. Þá segir hann endurhæfingardeildina vera alveg aðskilda frá annarri starfsemi og því litlar líkur á að íbúar utan þeirrar deildar hafi smitast. „Í raun höfum við ekki áhyggjur af því en við förum bara eftir hefðbundnum fyrirmælum og reiknum með því að það muni vera nægilegt til að verja öryggi allra heimilismanna,“ segir Sigurbjörn. Til stóð að byrja að aflétta heimsóknarbanni á Eir á morgun. „Það var ákveðið að framlengja heimsóknarbannið í að minnsta kosti viku tíma og við munum síðan endurmeta það núna í vikunni hversu lengi það verður í framhaldinu.“ Sigurbjörn segir aðstandendur sýna málinu skilning. „Allir aðstandendur hafa verið vel upplýstir og hafa tekið þessu afskaplega vel og hafa fullan skilning á að við viljum fara að öllu með gát,“ segir Sigurbjörn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Staðfest að kona smitaðist á Eir Skjólstæðingur á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi hefur greinst með kórónuveiruna. Þetta staðfestir sóttvarnalæknir en grunur kom upp um smitið í gær og var konan þá flutt af hjúkrunarheimilinu á Landspítalann. 2. maí 2020 17:44 Grunur um kórónuveirusmit kom upp á Eir Aldraður skjólstæðingur á endurhæfingardeild hjúkrunarheimilisins Eirar í Reykjavík var fluttur á Landspítalann vegna gruns um kórónuveirusmit í dag. Niðurstaða úr sýnatöku var óljós en sýni úr einstaklingum sem komu nálægt manneskjunni reyndust neikvæð. 1. maí 2020 22:36 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Sjá meira
Staðfest að kona smitaðist á Eir Skjólstæðingur á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi hefur greinst með kórónuveiruna. Þetta staðfestir sóttvarnalæknir en grunur kom upp um smitið í gær og var konan þá flutt af hjúkrunarheimilinu á Landspítalann. 2. maí 2020 17:44
Grunur um kórónuveirusmit kom upp á Eir Aldraður skjólstæðingur á endurhæfingardeild hjúkrunarheimilisins Eirar í Reykjavík var fluttur á Landspítalann vegna gruns um kórónuveirusmit í dag. Niðurstaða úr sýnatöku var óljós en sýni úr einstaklingum sem komu nálægt manneskjunni reyndust neikvæð. 1. maí 2020 22:36