„Úthald ríkissjóðs er ekki takmarkalaust“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. maí 2020 15:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir úthald ríkissjóðs ekki takmarkalaust. Nú stefni í allt 300 milljarða króna halla vegna aðgerða stjórnvalda og tekjufalls vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Ríkisstjórnin hefur í þrígang tilkynnt um efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldurins og útilokar ekki frekari aðgerðir. Það eru margir sem horfa nú til ríkissjóðs, atvinnulíf, hið opinbera, sveitarfélög og heimilin í landinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sjóðurinn sé ekki takmarkalaus. „Úthald ríkissjóðs er ekki takmarkalaust og við stefnum í mikinn halla. Það hefur verið talað um halla uppá 250-300 milljarða króna halla sem er mikill halli. Staðan er hins vegar sú að við vorum efnahagslega vel í stakk búin til að takast á við þetta. Þá erum við í sömu stöðu og öll löndin í kringum okkur sem er ólíkt því sem var þegar fjármálakreppan reið yfir fyrir tíu árum. Það breytir því hins vegar ekki að úthaldið er ekki takmarkalaust og það þarf að tryggja að þær árangur sem við ráðumst beri tilætlaðan árangur,“ segir Katrín. Katrín segir að framtíðarhalli á ríkissjóði sé tilkominn vegna tveggja meginþátta. „Sá halli sem verður á ríkissjóði sem er auðvitað ekki ennþá ljóst hver verður snýst fyrst og fremst um aukinn útgjöld og tekjufall,“ segir Katrín. Katrín var á Sprengisandi í morgun spurð að því að því hvort að aðgerðir ríkisstjórnarinnar felist ekki aðallega í að fyrirtæki geti frestað greiðslum en þau fái ekki beina fjárhagsaðstoð. „Það eru nýir fjármunir í nýsköpuninni. Það liggur þungi í frestun á greiðslum en það má ekki gleyma því að ráðist var í sérstakar aðgerðir svo að bankakerfið geti stutt atvinnulífið í gegnum þetta. Bankarnir eru í beinu sambandi við fyrirtækin og þekkja þeirra efnahagsreikninga og þeirra stöðu. Það má ekki bara horfa á umfang aðgerða eingöngu út frá ríkisútgjöldum heldur þurfum við að horfa á þær út frá stóru myndinni. Það er verið að veita fjármálafyrirtækjum mikið svigrúm það er búið að aflétta sveiflujöfnunarauka, létta eiginfjárkröfum á fjármálafyrirtæki og flýta lækkun bankaskatts “ segir Katrín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Katrín ætlar að ávarpa þjóðina Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að flytja ávarp til þjóðarinnar annað kvöld. Þar ætlar hún að ræða kórónuveiruna, afleiðingar hennar og stöðu mála. 2. maí 2020 18:20 Katrín segir mikilvægt að fólk haldi áfram að gæta sín Á miðnætti verður stigið skref í afléttingu samkomubanns þegar fjöldatakmörk verða hækkuð úr 20 í 50 manns. 3. maí 2020 12:50 Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Fleiri fréttir Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Sjá meira
Forsætisráðherra segir úthald ríkissjóðs ekki takmarkalaust. Nú stefni í allt 300 milljarða króna halla vegna aðgerða stjórnvalda og tekjufalls vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Ríkisstjórnin hefur í þrígang tilkynnt um efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldurins og útilokar ekki frekari aðgerðir. Það eru margir sem horfa nú til ríkissjóðs, atvinnulíf, hið opinbera, sveitarfélög og heimilin í landinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sjóðurinn sé ekki takmarkalaus. „Úthald ríkissjóðs er ekki takmarkalaust og við stefnum í mikinn halla. Það hefur verið talað um halla uppá 250-300 milljarða króna halla sem er mikill halli. Staðan er hins vegar sú að við vorum efnahagslega vel í stakk búin til að takast á við þetta. Þá erum við í sömu stöðu og öll löndin í kringum okkur sem er ólíkt því sem var þegar fjármálakreppan reið yfir fyrir tíu árum. Það breytir því hins vegar ekki að úthaldið er ekki takmarkalaust og það þarf að tryggja að þær árangur sem við ráðumst beri tilætlaðan árangur,“ segir Katrín. Katrín segir að framtíðarhalli á ríkissjóði sé tilkominn vegna tveggja meginþátta. „Sá halli sem verður á ríkissjóði sem er auðvitað ekki ennþá ljóst hver verður snýst fyrst og fremst um aukinn útgjöld og tekjufall,“ segir Katrín. Katrín var á Sprengisandi í morgun spurð að því að því hvort að aðgerðir ríkisstjórnarinnar felist ekki aðallega í að fyrirtæki geti frestað greiðslum en þau fái ekki beina fjárhagsaðstoð. „Það eru nýir fjármunir í nýsköpuninni. Það liggur þungi í frestun á greiðslum en það má ekki gleyma því að ráðist var í sérstakar aðgerðir svo að bankakerfið geti stutt atvinnulífið í gegnum þetta. Bankarnir eru í beinu sambandi við fyrirtækin og þekkja þeirra efnahagsreikninga og þeirra stöðu. Það má ekki bara horfa á umfang aðgerða eingöngu út frá ríkisútgjöldum heldur þurfum við að horfa á þær út frá stóru myndinni. Það er verið að veita fjármálafyrirtækjum mikið svigrúm það er búið að aflétta sveiflujöfnunarauka, létta eiginfjárkröfum á fjármálafyrirtæki og flýta lækkun bankaskatts “ segir Katrín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Katrín ætlar að ávarpa þjóðina Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að flytja ávarp til þjóðarinnar annað kvöld. Þar ætlar hún að ræða kórónuveiruna, afleiðingar hennar og stöðu mála. 2. maí 2020 18:20 Katrín segir mikilvægt að fólk haldi áfram að gæta sín Á miðnætti verður stigið skref í afléttingu samkomubanns þegar fjöldatakmörk verða hækkuð úr 20 í 50 manns. 3. maí 2020 12:50 Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Fleiri fréttir Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Sjá meira
Katrín ætlar að ávarpa þjóðina Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að flytja ávarp til þjóðarinnar annað kvöld. Þar ætlar hún að ræða kórónuveiruna, afleiðingar hennar og stöðu mála. 2. maí 2020 18:20
Katrín segir mikilvægt að fólk haldi áfram að gæta sín Á miðnætti verður stigið skref í afléttingu samkomubanns þegar fjöldatakmörk verða hækkuð úr 20 í 50 manns. 3. maí 2020 12:50