Ráðherra styður að boltinn byrji að rúlla í maí Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2020 14:15 Leikmenn Bayern München eru eins og aðrir í Þýskalandi byrjaðir að æfa í minni hópum. VÍSIR/GETTY Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskalands, hefur lýst yfir stuðningi við það að keppni hefjist að nýju í þýska fótboltanum í þessum mánuði eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Ljóst er að ekki verður spilað fyrir framan áhorfendur í sumar. Hlé hefur verið á keppni í þýsku 1. deildinni síðan um miðjan mars en liðin eru byrjuð að æfa saman í litlum hópum, eins og Alfreð Finnbogason hefur lýst en hann er leikmaður Augsburg. Á fundi ríkisstjórnar í vikunni verður tekin ákvörðun varðandi framhald keppnisíþrótta. Þýsku deildarsamtökin vilja byrja aftur sem fyrst, stefndu fyrst á 9. maí en geta nú í besta falli horft til þess að hefja keppni á ný 16. maí. Samtökin hafa sett saman áætlun til að gæta að heilsu leikmanna og annarra sem að leiknum koma, sem felur í sér reglubundin próf. Í áætlununum er, samkvæmt Reuters, einnig talað um að ekki þurfi að setja heilu leikmannahópana í sóttkví þó að það greinist smit hjá leikmanni. Það leggst ekki eins vel í Seehofer sem segir allt liðið eiga að fara í sóttkví greinist smit. „Mér finnst skynsemi í tímarammanum sem þýska deildin hefur sett fram og ég styð það að hefja keppni að nýju í maí. En fyrir mér er alveg á hreinu að deildin á ekki að njóta einhverra sérstakra forréttinda fram yfir aðra,“ sagði Seehofer við Bild. Þýski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Alfreð vongóður um að spila bráðum: „Vantar bara að pólitíkin gefi grænt ljós“ Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason er bjartsýnn á að geta byrjað að spila fótbolta á nýjan leik í þessum mánuði, með Augsburg í þýsku 1. deildinni. 2. maí 2020 13:30 Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Sjá meira
Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskalands, hefur lýst yfir stuðningi við það að keppni hefjist að nýju í þýska fótboltanum í þessum mánuði eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Ljóst er að ekki verður spilað fyrir framan áhorfendur í sumar. Hlé hefur verið á keppni í þýsku 1. deildinni síðan um miðjan mars en liðin eru byrjuð að æfa saman í litlum hópum, eins og Alfreð Finnbogason hefur lýst en hann er leikmaður Augsburg. Á fundi ríkisstjórnar í vikunni verður tekin ákvörðun varðandi framhald keppnisíþrótta. Þýsku deildarsamtökin vilja byrja aftur sem fyrst, stefndu fyrst á 9. maí en geta nú í besta falli horft til þess að hefja keppni á ný 16. maí. Samtökin hafa sett saman áætlun til að gæta að heilsu leikmanna og annarra sem að leiknum koma, sem felur í sér reglubundin próf. Í áætlununum er, samkvæmt Reuters, einnig talað um að ekki þurfi að setja heilu leikmannahópana í sóttkví þó að það greinist smit hjá leikmanni. Það leggst ekki eins vel í Seehofer sem segir allt liðið eiga að fara í sóttkví greinist smit. „Mér finnst skynsemi í tímarammanum sem þýska deildin hefur sett fram og ég styð það að hefja keppni að nýju í maí. En fyrir mér er alveg á hreinu að deildin á ekki að njóta einhverra sérstakra forréttinda fram yfir aðra,“ sagði Seehofer við Bild.
Þýski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Alfreð vongóður um að spila bráðum: „Vantar bara að pólitíkin gefi grænt ljós“ Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason er bjartsýnn á að geta byrjað að spila fótbolta á nýjan leik í þessum mánuði, með Augsburg í þýsku 1. deildinni. 2. maí 2020 13:30 Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Sjá meira
Alfreð vongóður um að spila bráðum: „Vantar bara að pólitíkin gefi grænt ljós“ Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason er bjartsýnn á að geta byrjað að spila fótbolta á nýjan leik í þessum mánuði, með Augsburg í þýsku 1. deildinni. 2. maí 2020 13:30