Gjaldþrota ef ekki verður byrjað að spila í Danmörku fyrir sumarfrí Anton Ingi Leifsson skrifar 4. maí 2020 12:00 Pal Alexander Kirkevold, framherji Hobro, í leik gegn AGF fyrr á leiktíðinni. vísir/getty Danska úrvalsdeildarfélagið Hobro verður gjaldþrota ef boltinn í dönsku úrvalsdeildinni byrjar ekki að rúlla fyrir sumarfrí. Þetta staðfseti Lars Kühnel, stjórnarformaður félagsins, í samtali við Nordjyske. Hobro er eitt margra félaga í Danmörku og í allri Evrópu sem berst í bökkum á tímum kórónuveirunnar. Félagið hafði áður viðrað fjárhagslegar áhyggjur sínar vegna veirunnar en ekki eins alvarlega og nú. „Við verðum gjaldþrota ef við byrjum ekki að spila aftur. Tilvist okkar ræðst á því að forsætisráðherrann, Mette Frederiksen, gefur grænt ljós á að úrvalsdeildin fari aftur af stað fyrir sumarið,“ sagði stjórnarformaðurinn. Hobro-formand: Vi går konkurs uden Superliga-genstart https://t.co/cT9zeyM5Vl pic.twitter.com/s1U44qR0Z1— JP Sport (@sportenJP) May 3, 2020 Það er þá helst peningur frá sjónvarpssamningi sem Hobro saknar þessa daganna en rétthafinn í Danmörku hefur greint frá því að hann muni ekki borga samninginn til fulls verði tímabilið ekki klárað í Danmörku. Kühnel segir að félagið gæti lifað af án áhorfenda því sjónvarpssamningur skilar mestu í kassann. Hobro er í 12. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, af fjórtán liðum, og er því einnig í bullandi fallbaráttu en liðið myndi þar af leiðandi berjast fyrir sæti sínu í deildinni fari boltinn aftur að rúlla. „Þetta er mjög óvænt,“ sagði framherji félagsins, Mads Hvilsom. „Það er skelfilegt ef félagið er í þeirri stöðu að það getur orðið gjaldþrota. Við vissum það fáir að þetta væri staðan og hún væri svo slæm. Ég fékk áfall.“ Danir eru klárir með allar reglur fari boltinn aftur að rúlla en þeir hafa stefnt á að byrja deildina aftur 27. maí. Þeir bíða þó eftir viðbrögðum stjórnvalda en reikna má með að ný tíðindi komi frá dönsku ríkisstjórninni í vikunni. Næstu afléttingar þar í landi eru 10. maí. Danski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Danska úrvalsdeildarfélagið Hobro verður gjaldþrota ef boltinn í dönsku úrvalsdeildinni byrjar ekki að rúlla fyrir sumarfrí. Þetta staðfseti Lars Kühnel, stjórnarformaður félagsins, í samtali við Nordjyske. Hobro er eitt margra félaga í Danmörku og í allri Evrópu sem berst í bökkum á tímum kórónuveirunnar. Félagið hafði áður viðrað fjárhagslegar áhyggjur sínar vegna veirunnar en ekki eins alvarlega og nú. „Við verðum gjaldþrota ef við byrjum ekki að spila aftur. Tilvist okkar ræðst á því að forsætisráðherrann, Mette Frederiksen, gefur grænt ljós á að úrvalsdeildin fari aftur af stað fyrir sumarið,“ sagði stjórnarformaðurinn. Hobro-formand: Vi går konkurs uden Superliga-genstart https://t.co/cT9zeyM5Vl pic.twitter.com/s1U44qR0Z1— JP Sport (@sportenJP) May 3, 2020 Það er þá helst peningur frá sjónvarpssamningi sem Hobro saknar þessa daganna en rétthafinn í Danmörku hefur greint frá því að hann muni ekki borga samninginn til fulls verði tímabilið ekki klárað í Danmörku. Kühnel segir að félagið gæti lifað af án áhorfenda því sjónvarpssamningur skilar mestu í kassann. Hobro er í 12. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, af fjórtán liðum, og er því einnig í bullandi fallbaráttu en liðið myndi þar af leiðandi berjast fyrir sæti sínu í deildinni fari boltinn aftur að rúlla. „Þetta er mjög óvænt,“ sagði framherji félagsins, Mads Hvilsom. „Það er skelfilegt ef félagið er í þeirri stöðu að það getur orðið gjaldþrota. Við vissum það fáir að þetta væri staðan og hún væri svo slæm. Ég fékk áfall.“ Danir eru klárir með allar reglur fari boltinn aftur að rúlla en þeir hafa stefnt á að byrja deildina aftur 27. maí. Þeir bíða þó eftir viðbrögðum stjórnvalda en reikna má með að ný tíðindi komi frá dönsku ríkisstjórninni í vikunni. Næstu afléttingar þar í landi eru 10. maí.
Danski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira