Hver á að vera næsti landsliðsfyrirliði? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. maí 2020 10:00 Guðjón Valur Sigurðsson tók við fyrirliðabandinu af Ólafi Stefánssyni eftir Ólympíuleikana 2012 og bar það næstu átta árin. vísir/epa Sem kunnugt er lagði Guðjón Valur Sigurðsson handboltaskóna á hilluna í síðustu viku. Hann lék með íslenska landsliðinu í 21 ár og var fyrirliði þess á árunum 2012-20. Guðmundur Guðmundsson þarf því að finna nýjan fyrirliða fyrir íslenska landsliðið. Að mati þeirra álitsgjafa sem Vísir leitaði til er Aron Pálmarsson langlíklegastur til að taka við fyrirliðabandinu af Guðjóni Val. Hann býr yfir mikilli reynslu, er besti leikmaður íslenska liðsins og var fyrirliði þegar Guðjón Valur var fjarri góðu gamni, eins og á HM í Þýskalandi og Danmörku í fyrra. Ýmir Örn Gíslason var einnig nefndur sem mögulegur kostur sem og Elvar Örn Jónsson. Þeir eru jafnaldrar, fæddir 1997, og léku saman í miðri vörn Íslands á EM í janúar. Hér fyrir neðan má sjá hvað álitsgjafar Vísis höfðu um það að segja hver verði næsti fyrirliði landsliðsins. Arnar Pétursson „Aron Pálmarsson. Einn af bestu handboltamönnum í heimi, hefur verið í bestu félagsliðum heims, með bestu leikmönnum í heimi og með bestu þjálfarana. Hann veit algjörlega út á hvað þetta gengur og hvað þarf til. Frábær á báðum endum vallarins og er á besta aldri. Ég ber þá von í brjósti að það að gera Aron að fyrirliða myndi lyfta hans leik enn frekar og gera hann að þeim leiðtoga sem við höfum aðeins beðið eftir. Mig dreymir það að sjá Aron leiða liðið næstu árin og alla leið til verðlauna á stórmóti og vona innilega að hann dreymi það líka. „Elvar Örn Jónsson er einnig kostur. Hann á að minnsta kosti tíu góð ár eftir með landsliðinu og er draumaleikmaður sérhvers þjálfara. Fyrirmyndardrengur á allan hátt. Selfyssingar verða fjölmennir í liðinu næstu árin og þeir myndu alltaf bakka upp sinn mann sama hvað.“ Guðjón Guðmundsson „Aron Pálmarsson kemur fyrst upp í hugann og það er eðlilegast að hann taki við af Guðjóni Val. Hinn möguleikinn í stöðunni er að Ýmir Örn Gíslason verði fyrirliði. Hann myndi höndla það mjög vel. Hann er ungur, sannkallaður baráttujaxl, foringi á velli og samviskusamur. Hann er skólabókardæmi um mann sem kemur sér í eitt besta lið Evrópu með gríðarlegri vinnu, metnaði og vilja.“ Ágúst Jóhannsson „Ég held að Aron Pálmarsson verði klárlega næsti fyrirliði Íslands. Það liggur beinast við. Hann hefur verið varafyrirliði, er á góðum aldri og er mjög reyndur. Um leið er hann okkar besti leikmaður. Hann er leiðtogi og mun örugglega stíga enn meira upp sem fyrirliði. Hann er kjörinn í þetta.“ Jóhann Gunnar Einarsson „Fyrir mér er það Aron Pálmarsson. Sá eini sem er öruggur með sæti sitt í liðinu sem getur dregið vagninn. Aron á kannski 4-6 góð ár eftir og væri fínt fyrir hann að koma mönnum eins og Hauki [Þrastarsyni] og Elvari vel inn í þetta. Aukin ábyrgð getur dregið það besta fram hjá mönnum og Aron getur notað þetta sem kaflaskil á sínum ferli þegar hann mun draga vagninn á næstu árum.“ Langlíklegast er að Aron Pálmarsson verði næsti fyrirliði íslenska landsliðsins.vísir/getty Handbolti Íslenski handboltinn HM 2021 í handbolta Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira
Sem kunnugt er lagði Guðjón Valur Sigurðsson handboltaskóna á hilluna í síðustu viku. Hann lék með íslenska landsliðinu í 21 ár og var fyrirliði þess á árunum 2012-20. Guðmundur Guðmundsson þarf því að finna nýjan fyrirliða fyrir íslenska landsliðið. Að mati þeirra álitsgjafa sem Vísir leitaði til er Aron Pálmarsson langlíklegastur til að taka við fyrirliðabandinu af Guðjóni Val. Hann býr yfir mikilli reynslu, er besti leikmaður íslenska liðsins og var fyrirliði þegar Guðjón Valur var fjarri góðu gamni, eins og á HM í Þýskalandi og Danmörku í fyrra. Ýmir Örn Gíslason var einnig nefndur sem mögulegur kostur sem og Elvar Örn Jónsson. Þeir eru jafnaldrar, fæddir 1997, og léku saman í miðri vörn Íslands á EM í janúar. Hér fyrir neðan má sjá hvað álitsgjafar Vísis höfðu um það að segja hver verði næsti fyrirliði landsliðsins. Arnar Pétursson „Aron Pálmarsson. Einn af bestu handboltamönnum í heimi, hefur verið í bestu félagsliðum heims, með bestu leikmönnum í heimi og með bestu þjálfarana. Hann veit algjörlega út á hvað þetta gengur og hvað þarf til. Frábær á báðum endum vallarins og er á besta aldri. Ég ber þá von í brjósti að það að gera Aron að fyrirliða myndi lyfta hans leik enn frekar og gera hann að þeim leiðtoga sem við höfum aðeins beðið eftir. Mig dreymir það að sjá Aron leiða liðið næstu árin og alla leið til verðlauna á stórmóti og vona innilega að hann dreymi það líka. „Elvar Örn Jónsson er einnig kostur. Hann á að minnsta kosti tíu góð ár eftir með landsliðinu og er draumaleikmaður sérhvers þjálfara. Fyrirmyndardrengur á allan hátt. Selfyssingar verða fjölmennir í liðinu næstu árin og þeir myndu alltaf bakka upp sinn mann sama hvað.“ Guðjón Guðmundsson „Aron Pálmarsson kemur fyrst upp í hugann og það er eðlilegast að hann taki við af Guðjóni Val. Hinn möguleikinn í stöðunni er að Ýmir Örn Gíslason verði fyrirliði. Hann myndi höndla það mjög vel. Hann er ungur, sannkallaður baráttujaxl, foringi á velli og samviskusamur. Hann er skólabókardæmi um mann sem kemur sér í eitt besta lið Evrópu með gríðarlegri vinnu, metnaði og vilja.“ Ágúst Jóhannsson „Ég held að Aron Pálmarsson verði klárlega næsti fyrirliði Íslands. Það liggur beinast við. Hann hefur verið varafyrirliði, er á góðum aldri og er mjög reyndur. Um leið er hann okkar besti leikmaður. Hann er leiðtogi og mun örugglega stíga enn meira upp sem fyrirliði. Hann er kjörinn í þetta.“ Jóhann Gunnar Einarsson „Fyrir mér er það Aron Pálmarsson. Sá eini sem er öruggur með sæti sitt í liðinu sem getur dregið vagninn. Aron á kannski 4-6 góð ár eftir og væri fínt fyrir hann að koma mönnum eins og Hauki [Þrastarsyni] og Elvari vel inn í þetta. Aukin ábyrgð getur dregið það besta fram hjá mönnum og Aron getur notað þetta sem kaflaskil á sínum ferli þegar hann mun draga vagninn á næstu árum.“ Langlíklegast er að Aron Pálmarsson verði næsti fyrirliði íslenska landsliðsins.vísir/getty
Handbolti Íslenski handboltinn HM 2021 í handbolta Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira