Erlent

Fundu kórónuveiru í sýni teknu í desember

Andri Eysteinsson skrifar
Kórónuveiran gæti hafa borist til Frakklands mun fyrr en talið er.
Kórónuveiran gæti hafa borist til Frakklands mun fyrr en talið er. Getty/NurPhoto

Útlit er fyrir það að kórónuveiran hafi borist mun fyrr til Frakklands en áður hefur verið talið.

Frakkar tóku upp á því á dögunum að rannsaka að nýju gömul sýni úr lungnabólgusjúklingum en þá sérstaklega með tilliti til þess hvort þeir hafi verið smitaðir af kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19 sjúkdómnum. Guardian greinir frá.

Rannsökuð voru 24 sýni og reyndist eitt þeirra jákvætt fyrir kórónuveirunni. Sýnið var tekið úr lungnabólgusjúklingi í lok desember á síðasta ári, tæpum mánuði áður en yfirvöld í Frakklandi greindu frá því sem talið var fyrsta staðfesta kórónuveirutilfellið í landinu.

Sjúklingurinn var veikur í fimmtán daga en lifði sýkinguna af. Hann smitaði börn sín tvö en ekki eiginkonuna. Maðurinn hefur sagst ekki vita hvernig hann hafi geta smitast en smitrakning hefur nú verið sett af stað.

Alls hafa tæplega 170 þúsund tilfelli veirunnar greinst í Frakklandi og hafa tæplega 25 þúsund manns látið lífið af völdum hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×