Gary Neville búinn að ákveða hvernig hann ætlar að stríða Liverpool mönnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2020 09:00 Gary Neville kveið fyrir stundinni þegar Liverpool yrði aftur enskur meistari en á miklu auðveldara með að sætta sig við það undir núverandi kringumstæðum. Samsett/Getty Gary Neville er ekki bara einn vinsælasti knattspyrnuspekingur Englendinga því hann er einnig harðari stuðningsmaður Manchester United en flestir. Fátt gleður meira United menn en einmitt einhvers konar ófarir Liverpool. Liverpool liðið var með 25 stiga forystu og aðeins tveimur sigrum frá fyrsta Englandsmeistaratitlinum í þrjátíu ár þegar enska úrvalsdeildina var stöðvuð vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Það var því enginn vafi um það hvaða lið var að fara að verða enskur meistari eða þar til að COVID-19 tók yfir heiminn og allt breyttist á augabragði. Síðustu vikur hefur enska úrvalsdeildin unnið markvisst af því að reyna að finna leiðir til að klára tímabilið. Á sama tíma hafa sumar deildir, eins og Frakkland, gefist upp og afskrifað tímabilið. Man Utd icon Gary Neville details plan to mock Liverpool amid title uncertaintyhttps://t.co/kzbWiXGo7p pic.twitter.com/YAOokmumHC— Mirror Football (@MirrorFootball) May 4, 2020 „Það væri fáránlegt að gefa Liverpool ekki deildina. Hins vegar þegar við lítum á botn deildarinnar þá tel ég að það væri jafn fáránlegt að fella lið þegar þetta er svona jafnt þar,“ sagði Gary Neville við Sky Sports. „Ég sé að sumar deildir hafa krýnt lið meistara og aðrar hafa bara þurrkað út allt tímabilið. Ég held að það komi ekki til greina hjá deild eins og ensku úrvalsdeildinni að stroka út tímabilið,“ sagði Neville. Neville hefur ekkert farið leynt með það að honum hefur ekki hlakkað til þeirrar stundar þegar Liverpool verður aftur enskur meistari. Hann var sem dæmi fljótur til að fagna því þegar Liverpool tapaði fyrsta leiknum á móti Watford og birti þá myndband af sér að opna kampavínsflösku. Nú hefur Gary Neville sagt frá því sem hann ætlar sér að gera til að stríða Liverpool mönnum og gera lítið úr 2019-20 titlinum þeirra. Gary Neville says he'll wear asterisk t-shirt if Liverpool are handed the Premier League titlehttps://t.co/2crnn2Wizk pic.twitter.com/ff2ociVLUe— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) May 4, 2020 „Ég myndi nú ekki yfirgefa landið þótt að Liverpool vinni deildina. Það er ekki eins sárt að sjá þá vinna titilinn svona, án áhorfenda í stúkunni og án þess að ég sé þar,“ sagði Gary Neville. „Ég er að hugsa um að láta prenta fyrir mig bol með þessum stjörnumerkta titli eða jafnvel vera með stjörnumerkt barmmerki þegar ég er á Sky á næsta tímabili,“ sagði Neville. „Þeir eiga skilið að vinna ensku deildina því þeir eru með besta liðið. Ég held að réttilega muni þeir fá þennan titil án endanum og þá sín verðlaun. Það mun samt ekki koma í veg fyrir það að við munum stríða þeim á þessu næstu tuttugu árin,“ sagði Gary Neville. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira
Gary Neville er ekki bara einn vinsælasti knattspyrnuspekingur Englendinga því hann er einnig harðari stuðningsmaður Manchester United en flestir. Fátt gleður meira United menn en einmitt einhvers konar ófarir Liverpool. Liverpool liðið var með 25 stiga forystu og aðeins tveimur sigrum frá fyrsta Englandsmeistaratitlinum í þrjátíu ár þegar enska úrvalsdeildina var stöðvuð vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Það var því enginn vafi um það hvaða lið var að fara að verða enskur meistari eða þar til að COVID-19 tók yfir heiminn og allt breyttist á augabragði. Síðustu vikur hefur enska úrvalsdeildin unnið markvisst af því að reyna að finna leiðir til að klára tímabilið. Á sama tíma hafa sumar deildir, eins og Frakkland, gefist upp og afskrifað tímabilið. Man Utd icon Gary Neville details plan to mock Liverpool amid title uncertaintyhttps://t.co/kzbWiXGo7p pic.twitter.com/YAOokmumHC— Mirror Football (@MirrorFootball) May 4, 2020 „Það væri fáránlegt að gefa Liverpool ekki deildina. Hins vegar þegar við lítum á botn deildarinnar þá tel ég að það væri jafn fáránlegt að fella lið þegar þetta er svona jafnt þar,“ sagði Gary Neville við Sky Sports. „Ég sé að sumar deildir hafa krýnt lið meistara og aðrar hafa bara þurrkað út allt tímabilið. Ég held að það komi ekki til greina hjá deild eins og ensku úrvalsdeildinni að stroka út tímabilið,“ sagði Neville. Neville hefur ekkert farið leynt með það að honum hefur ekki hlakkað til þeirrar stundar þegar Liverpool verður aftur enskur meistari. Hann var sem dæmi fljótur til að fagna því þegar Liverpool tapaði fyrsta leiknum á móti Watford og birti þá myndband af sér að opna kampavínsflösku. Nú hefur Gary Neville sagt frá því sem hann ætlar sér að gera til að stríða Liverpool mönnum og gera lítið úr 2019-20 titlinum þeirra. Gary Neville says he'll wear asterisk t-shirt if Liverpool are handed the Premier League titlehttps://t.co/2crnn2Wizk pic.twitter.com/ff2ociVLUe— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) May 4, 2020 „Ég myndi nú ekki yfirgefa landið þótt að Liverpool vinni deildina. Það er ekki eins sárt að sjá þá vinna titilinn svona, án áhorfenda í stúkunni og án þess að ég sé þar,“ sagði Gary Neville. „Ég er að hugsa um að láta prenta fyrir mig bol með þessum stjörnumerkta titli eða jafnvel vera með stjörnumerkt barmmerki þegar ég er á Sky á næsta tímabili,“ sagði Neville. „Þeir eiga skilið að vinna ensku deildina því þeir eru með besta liðið. Ég held að réttilega muni þeir fá þennan titil án endanum og þá sín verðlaun. Það mun samt ekki koma í veg fyrir það að við munum stríða þeim á þessu næstu tuttugu árin,“ sagði Gary Neville.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira