Hvass en umhyggjusamur maður sem hafði litla þolinmæði fyrir bulli og froðu Stefán Árni Pálsson skrifar 5. maí 2020 11:29 Flestir Íslendingar þekkja röddina sem heyrðist í áratugi í útvarpstækjum landsmanna. Gissur kvaddi 5. apríl. Eins og margir vita lést Gissur Sigurðsson af veikindum á Landspítalanum í Fossvogi þann 5. apríl síðastliðinn. Gissur sagði morgunfréttir á Bylgjunni í aldarfjórðung og ófáir landsmenn ólust upp við fréttaflutning Gissurar sem hann gæddi lífi með hrjúfri og hlýrri rödd. Hann gat verið fljótur að verða fúll, gat illa legið á skoðunum sínum, leitaði frétta alls staðar sem hann kom, var fróður og sagði skemmtilega frá. Svona lýsa vinir og ættingjar Gissurar en allir voru sammála um að hann var einstaklega góður sögumaður. Gissur fæddist 7. desember árið 1947 í Hraungerði í Flóa. Hann var næstyngstur af sjö systkinum. „Þegar hann hringdi í ráðherra eða viðmælendur og það kom einhver langloka þá stoppaði hann strax og sagði, já nei þetta er tómt bull. Segðu þetta, þetta og þetta og það er það sem ég þarf og ekkert kjaftæði. Hann lét menn alveg heyra það,“ segir Þráinn Steinsson sem vann með Gissuri í 26 ára. Hvöss umhyggja „Hann hafði litla þolinmæði fyrir bulli og froðu. Hann gat verið svolítið hvass við fólk sem honum fannst ekki vera standa sig í vinnunni ,“ segir Jón Grétar Gissurarson, sonur hans, og bætir við. „Það var ákveðin umhyggja fólgin í því, svona hvöss umhyggja.“ „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þegar fólk hitti hann í fyrsta sinn þá fannst það hann svolítið hrjúfur og kannski svolítið til baka. En þegar þú ert kominn inn fyrir skinnið þá var hann meira eins og ljúfur bangsi,“ segir Heimir Karlsson, fyrrum samstarfsmaður. Gissur skilur eftir sig fjögur börn og eitt stjúpbarn. „Gissur gat verið svolítið hastur og maður var svolítið hræddur við hann til að byrja með. Hann var minn mentor í fjölmiðlum og kannski ástæðan fyrir því að maður hefur haldist í því í svona langan tíma,“ segir Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fyrrum samstarfsmaður, og bætir hún við að hann gerði aldrei upp á milli fólks. „Það skipti engu máli hvort þú værir ráðherra eða starfsmaður í sjoppu. Hann talaði við alla eins og tók öllum fagnandi.“ Kenndi mér að fara út að borða Gissur skilur eftir sig fjögur börn, eina stjúpdóttir og sjö barnabörn. Börn hans eru Guðbjörg, útgefandi, Gissur Páll söngvari, Jón Grétar kvikmynda og þáttagerðamaður, Hrafnhildur myndlistamaður og sýningarstjóri og Helga Auðardóttir sálfræðingur. „Hann átti fjögur börn með fjórum konum, enda sagði hann að hann legði þetta ekki á eina konu,“ segir Guðbjörg Gissurardóttir, dóttir hans. „Hann var pabbi síns tíma sem að leit inn í glerbox og kíkti á litla barnið sitt og gerði það besta úr því sem hann gat. Ég ólst upp hjá honum til fjögurra ára aldurs og okkar samband snerist að mestu leyti um símasamtöl,“ segir Guðbjörg. „Við fórum í svona pabbaheimsóknir og ég var stundum hjá honum í lengri tíma. Ég man þegar við hittumst þá byrjuðum við alltaf á því að fara á Hornið út að borða og hann kenndi mér að fara út að borða,“ segir Gissur Páll Gissurarson, sonur. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en þar er rætt við fleiri viðmælendur um þennan merka mann. Ísland í dag Fjölmiðlar Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Fleiri fréttir Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Sjá meira
Eins og margir vita lést Gissur Sigurðsson af veikindum á Landspítalanum í Fossvogi þann 5. apríl síðastliðinn. Gissur sagði morgunfréttir á Bylgjunni í aldarfjórðung og ófáir landsmenn ólust upp við fréttaflutning Gissurar sem hann gæddi lífi með hrjúfri og hlýrri rödd. Hann gat verið fljótur að verða fúll, gat illa legið á skoðunum sínum, leitaði frétta alls staðar sem hann kom, var fróður og sagði skemmtilega frá. Svona lýsa vinir og ættingjar Gissurar en allir voru sammála um að hann var einstaklega góður sögumaður. Gissur fæddist 7. desember árið 1947 í Hraungerði í Flóa. Hann var næstyngstur af sjö systkinum. „Þegar hann hringdi í ráðherra eða viðmælendur og það kom einhver langloka þá stoppaði hann strax og sagði, já nei þetta er tómt bull. Segðu þetta, þetta og þetta og það er það sem ég þarf og ekkert kjaftæði. Hann lét menn alveg heyra það,“ segir Þráinn Steinsson sem vann með Gissuri í 26 ára. Hvöss umhyggja „Hann hafði litla þolinmæði fyrir bulli og froðu. Hann gat verið svolítið hvass við fólk sem honum fannst ekki vera standa sig í vinnunni ,“ segir Jón Grétar Gissurarson, sonur hans, og bætir við. „Það var ákveðin umhyggja fólgin í því, svona hvöss umhyggja.“ „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þegar fólk hitti hann í fyrsta sinn þá fannst það hann svolítið hrjúfur og kannski svolítið til baka. En þegar þú ert kominn inn fyrir skinnið þá var hann meira eins og ljúfur bangsi,“ segir Heimir Karlsson, fyrrum samstarfsmaður. Gissur skilur eftir sig fjögur börn og eitt stjúpbarn. „Gissur gat verið svolítið hastur og maður var svolítið hræddur við hann til að byrja með. Hann var minn mentor í fjölmiðlum og kannski ástæðan fyrir því að maður hefur haldist í því í svona langan tíma,“ segir Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fyrrum samstarfsmaður, og bætir hún við að hann gerði aldrei upp á milli fólks. „Það skipti engu máli hvort þú værir ráðherra eða starfsmaður í sjoppu. Hann talaði við alla eins og tók öllum fagnandi.“ Kenndi mér að fara út að borða Gissur skilur eftir sig fjögur börn, eina stjúpdóttir og sjö barnabörn. Börn hans eru Guðbjörg, útgefandi, Gissur Páll söngvari, Jón Grétar kvikmynda og þáttagerðamaður, Hrafnhildur myndlistamaður og sýningarstjóri og Helga Auðardóttir sálfræðingur. „Hann átti fjögur börn með fjórum konum, enda sagði hann að hann legði þetta ekki á eina konu,“ segir Guðbjörg Gissurardóttir, dóttir hans. „Hann var pabbi síns tíma sem að leit inn í glerbox og kíkti á litla barnið sitt og gerði það besta úr því sem hann gat. Ég ólst upp hjá honum til fjögurra ára aldurs og okkar samband snerist að mestu leyti um símasamtöl,“ segir Guðbjörg. „Við fórum í svona pabbaheimsóknir og ég var stundum hjá honum í lengri tíma. Ég man þegar við hittumst þá byrjuðum við alltaf á því að fara á Hornið út að borða og hann kenndi mér að fara út að borða,“ segir Gissur Páll Gissurarson, sonur. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en þar er rætt við fleiri viðmælendur um þennan merka mann.
Ísland í dag Fjölmiðlar Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Fleiri fréttir Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Sjá meira