FH og Þróttur R. fá styrk frá UEFA í gegnum KSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2020 12:36 FH-ingar fagna bikarsigri á KR í undanúrslitum Mjólkurbikarsins síðasta sumar. Vísir/Bára Knattspyrnusamband Íslands tilkynnti i dag að tvö íslensk félög, Þróttur Reykjvík og FH, hafi fengið styrk vegna verkefna tengjast flóttafólki og hælisleitendum. KSÍ auglýsti í desember eftir umsóknum um styrki vegna verkefna sem tengjast flóttafólki og hælisleitendum. Um er að ræða styrk úr sjóði sem Knattspyrnusamband Evrópu setti á laggirnar og aðildarsamböndum UEFA býðst að sækja um styrk úr vegna tilgreindra verkefna. Knattspyrnusambönd í Evrópu eru þannig hvött til að starfa með samtökum sem starfa að málefnum flóttamanna og hælisleitenda í sínum löndum og stofna til verkefna sem styðja við samfélagslega aðlögun þeirra. Hægt var að sækja um styrk fyrir ný verkefni, eða verkefni sem þegar eru hafin og gat upphæð styrksins numið allt að 50.000 evrum, eða tæpum sjö milljónum króna. Valnefnd UEFA, sem skipuð er fulltrúum UEFA og ýmsum sérfræðingum í málefnum flóttafólks og hælisleitenda, fór yfir umsóknirnar og valdi sex verkefni sem hljóta styrk á árinu 2020. Umsóknir til UEFA komu frá 16 aðildarsamböndum. Alls barst tæplega tugur umsókna til KSÍ vegna innlendra verkefna og var ákveðið að sækja um til UEFA vegna verkefna á vegum FH og Þróttar R. sem ganga út á að bjóða hælisleitendum og flóttafólki á knattspyrnuæfingar í hverri viku undir leiðsögn menntaðra þjálfara og á aðra viðburði á vegum félaganna. Markmiðið er að nota knattspyrnustarfið og aðra starfsemi félaganna til að styðja við aðlögun flóttafólks og hælisleitenda að íslensku samfélagi. Skemmst er frá því að segja að verkefni FH og Þróttar R. eru á meðal þeirra verkefna sem urðu fyrir valinu hjá valnefnd UEFA. Verkefnin, sem eru opin öllum aldurshópum og báðum kynjum, munu hefjast í sumar og standa fram eftir hausti og vonast bæði félög eftir því að verkefnin verði árleg. Pepsi Max-deild karla FH Þróttur Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur KSÍ UEFA Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Fleiri fréttir Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Höskuldur besti leikmaður mótsins og Anton hlaut gullhanskann Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands tilkynnti i dag að tvö íslensk félög, Þróttur Reykjvík og FH, hafi fengið styrk vegna verkefna tengjast flóttafólki og hælisleitendum. KSÍ auglýsti í desember eftir umsóknum um styrki vegna verkefna sem tengjast flóttafólki og hælisleitendum. Um er að ræða styrk úr sjóði sem Knattspyrnusamband Evrópu setti á laggirnar og aðildarsamböndum UEFA býðst að sækja um styrk úr vegna tilgreindra verkefna. Knattspyrnusambönd í Evrópu eru þannig hvött til að starfa með samtökum sem starfa að málefnum flóttamanna og hælisleitenda í sínum löndum og stofna til verkefna sem styðja við samfélagslega aðlögun þeirra. Hægt var að sækja um styrk fyrir ný verkefni, eða verkefni sem þegar eru hafin og gat upphæð styrksins numið allt að 50.000 evrum, eða tæpum sjö milljónum króna. Valnefnd UEFA, sem skipuð er fulltrúum UEFA og ýmsum sérfræðingum í málefnum flóttafólks og hælisleitenda, fór yfir umsóknirnar og valdi sex verkefni sem hljóta styrk á árinu 2020. Umsóknir til UEFA komu frá 16 aðildarsamböndum. Alls barst tæplega tugur umsókna til KSÍ vegna innlendra verkefna og var ákveðið að sækja um til UEFA vegna verkefna á vegum FH og Þróttar R. sem ganga út á að bjóða hælisleitendum og flóttafólki á knattspyrnuæfingar í hverri viku undir leiðsögn menntaðra þjálfara og á aðra viðburði á vegum félaganna. Markmiðið er að nota knattspyrnustarfið og aðra starfsemi félaganna til að styðja við aðlögun flóttafólks og hælisleitenda að íslensku samfélagi. Skemmst er frá því að segja að verkefni FH og Þróttar R. eru á meðal þeirra verkefna sem urðu fyrir valinu hjá valnefnd UEFA. Verkefnin, sem eru opin öllum aldurshópum og báðum kynjum, munu hefjast í sumar og standa fram eftir hausti og vonast bæði félög eftir því að verkefnin verði árleg.
Pepsi Max-deild karla FH Þróttur Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur KSÍ UEFA Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Fleiri fréttir Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Höskuldur besti leikmaður mótsins og Anton hlaut gullhanskann Sjá meira