Hvatamaður útgöngubannsins segir af sér vegna heimsókna ástkonu í miðju útgöngubanni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. maí 2020 20:14 Útgöngubann var sett á í Bretlandi í mars. Getty/Jeff J Mitchell Neil Ferguson, vísindamaðurinn sem lék lykilhlutverk í að sannfæra Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að setja á útgöngubann í Bretlandi hefur sagt sæti sínu í sérstakri ráðgjafanefnd ríkistjórnarinnar lausu. Ástæðan er sú að hann braut útgöngubannið er hann leyfði ástkonu sinni að koma í heimsókn í tvígang. Daily Telegraph greinir frá og segir að Ferguson, faraldsfræðingur sem leiðir teymið sem skilaði víðlesinni skýrslu sem talin er hafa snúið við þankagangi bresku ríkistjórnarinnar um hvernig best væri að tækla útbreiðslu kórónuveirufaraldursins, hafi á sama tíma og hann hafi frætt almenning í Bretlandi um mikilvægi útgöngubannsis leyft ástkonu sinni, sem er gift og á tvö börn, í heimsókn til sín. Exclusive: Government scientist Neil Ferguson resigns after breaking lockdown rules to meet his married lover https://t.co/eLOfVjgHPL— The Telegraph (@Telegraph) May 5, 2020 Til að byrja með var nálgun breskra stjórnvalda á vandamálið mjög afslöppuð en eftir að spálíkan Ferguson og félaga sýndi að allt að 250 þúsund Breta gætu látist úr faraldrinum breytti Johnson um stefnu og herti aðgerðir til muna. Í færslu Guardian um málið segir að Ferguson sé maðurinn sem talinn er hafa sannfært ríkisstjórn Bretlands um að setja á hertari aðgerðir en upphaflega var ráðgert. Sér eftir því að hafa ekki farið eftir reglunum „Ég átta mig á því að ég hef sýnt dómgreindarleysi og tók rangar ákvarðanir. Ég hef því ákveðið að segja starfi mínu fyrir ráðgjafanefnd ríkistjórnarinnar lausu,“ segir í yfirlýsingu frá Ferguson sem Telegraph birti á vefsíðu sinni í kvöld. Segist hann sjá eftir því að hafa ekki sjálfur farið eftir þeim reglum sem hann sjálfur hafi predikað, enda væri mikilvægi útgöngubannsins í að hefta úbreiðslu veirunnar í Bretlandi afar mikið. Í opnu sambandi Það sem flækir málin er að konan, hin 38 ára gamla Antonia Staats, heimsótti Ferguson í byrjun apríl, þrátt fyrir að hafa sagt vinum sínum að hana grunaði að eiginmaður hennar sýndi einkenni Covid-19 sjúkdómsins. Hún og eiginmaður hennar eru í svokölluðu opnu sambandi og segir Staats að samband hennar og Ferguson hafi ekki verið leyndarmál. Boris Johnson hlustaði á ráðleggingar Ferguson og félaga.EPA/ANDREW PARSONS Raunar líti hún svo á að heimili Ferguson og heimili hennar og eiginmanns hennar sé eitt og hið sama, því telji hún sig ekki hafa brotið útgöngubannið með því að heimsækja Ferguson. Viku fyrir fyrstu heimsóknina í mars lá það þó fyrir að pör sem ekki byggju saman þyrftu að forðast hvort annað á meðan bannið væri í gildi Ráðgjafanefndinn sem Ferguson sat í ber nafnið SAGE sem er skammstöfun fyrir Scientific Advisory Group for Emergencies eða ráðgjafanefnd vísindamanna vegna neyðarástands. Ráðgjöf frá nefndinni hefur stýrt viðbrögðum yfirvalda í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldurins sem leikið hefur Breta grátt, þar sem 29,472 hafa látist af völdum faraldursins. Hvergi hafa fleiri látist í Evrópu vegna veirunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Sjá meira
Neil Ferguson, vísindamaðurinn sem lék lykilhlutverk í að sannfæra Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að setja á útgöngubann í Bretlandi hefur sagt sæti sínu í sérstakri ráðgjafanefnd ríkistjórnarinnar lausu. Ástæðan er sú að hann braut útgöngubannið er hann leyfði ástkonu sinni að koma í heimsókn í tvígang. Daily Telegraph greinir frá og segir að Ferguson, faraldsfræðingur sem leiðir teymið sem skilaði víðlesinni skýrslu sem talin er hafa snúið við þankagangi bresku ríkistjórnarinnar um hvernig best væri að tækla útbreiðslu kórónuveirufaraldursins, hafi á sama tíma og hann hafi frætt almenning í Bretlandi um mikilvægi útgöngubannsis leyft ástkonu sinni, sem er gift og á tvö börn, í heimsókn til sín. Exclusive: Government scientist Neil Ferguson resigns after breaking lockdown rules to meet his married lover https://t.co/eLOfVjgHPL— The Telegraph (@Telegraph) May 5, 2020 Til að byrja með var nálgun breskra stjórnvalda á vandamálið mjög afslöppuð en eftir að spálíkan Ferguson og félaga sýndi að allt að 250 þúsund Breta gætu látist úr faraldrinum breytti Johnson um stefnu og herti aðgerðir til muna. Í færslu Guardian um málið segir að Ferguson sé maðurinn sem talinn er hafa sannfært ríkisstjórn Bretlands um að setja á hertari aðgerðir en upphaflega var ráðgert. Sér eftir því að hafa ekki farið eftir reglunum „Ég átta mig á því að ég hef sýnt dómgreindarleysi og tók rangar ákvarðanir. Ég hef því ákveðið að segja starfi mínu fyrir ráðgjafanefnd ríkistjórnarinnar lausu,“ segir í yfirlýsingu frá Ferguson sem Telegraph birti á vefsíðu sinni í kvöld. Segist hann sjá eftir því að hafa ekki sjálfur farið eftir þeim reglum sem hann sjálfur hafi predikað, enda væri mikilvægi útgöngubannsins í að hefta úbreiðslu veirunnar í Bretlandi afar mikið. Í opnu sambandi Það sem flækir málin er að konan, hin 38 ára gamla Antonia Staats, heimsótti Ferguson í byrjun apríl, þrátt fyrir að hafa sagt vinum sínum að hana grunaði að eiginmaður hennar sýndi einkenni Covid-19 sjúkdómsins. Hún og eiginmaður hennar eru í svokölluðu opnu sambandi og segir Staats að samband hennar og Ferguson hafi ekki verið leyndarmál. Boris Johnson hlustaði á ráðleggingar Ferguson og félaga.EPA/ANDREW PARSONS Raunar líti hún svo á að heimili Ferguson og heimili hennar og eiginmanns hennar sé eitt og hið sama, því telji hún sig ekki hafa brotið útgöngubannið með því að heimsækja Ferguson. Viku fyrir fyrstu heimsóknina í mars lá það þó fyrir að pör sem ekki byggju saman þyrftu að forðast hvort annað á meðan bannið væri í gildi Ráðgjafanefndinn sem Ferguson sat í ber nafnið SAGE sem er skammstöfun fyrir Scientific Advisory Group for Emergencies eða ráðgjafanefnd vísindamanna vegna neyðarástands. Ráðgjöf frá nefndinni hefur stýrt viðbrögðum yfirvalda í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldurins sem leikið hefur Breta grátt, þar sem 29,472 hafa látist af völdum faraldursins. Hvergi hafa fleiri látist í Evrópu vegna veirunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Sjá meira