Hvatamaður útgöngubannsins segir af sér vegna heimsókna ástkonu í miðju útgöngubanni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. maí 2020 20:14 Útgöngubann var sett á í Bretlandi í mars. Getty/Jeff J Mitchell Neil Ferguson, vísindamaðurinn sem lék lykilhlutverk í að sannfæra Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að setja á útgöngubann í Bretlandi hefur sagt sæti sínu í sérstakri ráðgjafanefnd ríkistjórnarinnar lausu. Ástæðan er sú að hann braut útgöngubannið er hann leyfði ástkonu sinni að koma í heimsókn í tvígang. Daily Telegraph greinir frá og segir að Ferguson, faraldsfræðingur sem leiðir teymið sem skilaði víðlesinni skýrslu sem talin er hafa snúið við þankagangi bresku ríkistjórnarinnar um hvernig best væri að tækla útbreiðslu kórónuveirufaraldursins, hafi á sama tíma og hann hafi frætt almenning í Bretlandi um mikilvægi útgöngubannsis leyft ástkonu sinni, sem er gift og á tvö börn, í heimsókn til sín. Exclusive: Government scientist Neil Ferguson resigns after breaking lockdown rules to meet his married lover https://t.co/eLOfVjgHPL— The Telegraph (@Telegraph) May 5, 2020 Til að byrja með var nálgun breskra stjórnvalda á vandamálið mjög afslöppuð en eftir að spálíkan Ferguson og félaga sýndi að allt að 250 þúsund Breta gætu látist úr faraldrinum breytti Johnson um stefnu og herti aðgerðir til muna. Í færslu Guardian um málið segir að Ferguson sé maðurinn sem talinn er hafa sannfært ríkisstjórn Bretlands um að setja á hertari aðgerðir en upphaflega var ráðgert. Sér eftir því að hafa ekki farið eftir reglunum „Ég átta mig á því að ég hef sýnt dómgreindarleysi og tók rangar ákvarðanir. Ég hef því ákveðið að segja starfi mínu fyrir ráðgjafanefnd ríkistjórnarinnar lausu,“ segir í yfirlýsingu frá Ferguson sem Telegraph birti á vefsíðu sinni í kvöld. Segist hann sjá eftir því að hafa ekki sjálfur farið eftir þeim reglum sem hann sjálfur hafi predikað, enda væri mikilvægi útgöngubannsins í að hefta úbreiðslu veirunnar í Bretlandi afar mikið. Í opnu sambandi Það sem flækir málin er að konan, hin 38 ára gamla Antonia Staats, heimsótti Ferguson í byrjun apríl, þrátt fyrir að hafa sagt vinum sínum að hana grunaði að eiginmaður hennar sýndi einkenni Covid-19 sjúkdómsins. Hún og eiginmaður hennar eru í svokölluðu opnu sambandi og segir Staats að samband hennar og Ferguson hafi ekki verið leyndarmál. Boris Johnson hlustaði á ráðleggingar Ferguson og félaga.EPA/ANDREW PARSONS Raunar líti hún svo á að heimili Ferguson og heimili hennar og eiginmanns hennar sé eitt og hið sama, því telji hún sig ekki hafa brotið útgöngubannið með því að heimsækja Ferguson. Viku fyrir fyrstu heimsóknina í mars lá það þó fyrir að pör sem ekki byggju saman þyrftu að forðast hvort annað á meðan bannið væri í gildi Ráðgjafanefndinn sem Ferguson sat í ber nafnið SAGE sem er skammstöfun fyrir Scientific Advisory Group for Emergencies eða ráðgjafanefnd vísindamanna vegna neyðarástands. Ráðgjöf frá nefndinni hefur stýrt viðbrögðum yfirvalda í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldurins sem leikið hefur Breta grátt, þar sem 29,472 hafa látist af völdum faraldursins. Hvergi hafa fleiri látist í Evrópu vegna veirunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Sjá meira
Neil Ferguson, vísindamaðurinn sem lék lykilhlutverk í að sannfæra Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að setja á útgöngubann í Bretlandi hefur sagt sæti sínu í sérstakri ráðgjafanefnd ríkistjórnarinnar lausu. Ástæðan er sú að hann braut útgöngubannið er hann leyfði ástkonu sinni að koma í heimsókn í tvígang. Daily Telegraph greinir frá og segir að Ferguson, faraldsfræðingur sem leiðir teymið sem skilaði víðlesinni skýrslu sem talin er hafa snúið við þankagangi bresku ríkistjórnarinnar um hvernig best væri að tækla útbreiðslu kórónuveirufaraldursins, hafi á sama tíma og hann hafi frætt almenning í Bretlandi um mikilvægi útgöngubannsis leyft ástkonu sinni, sem er gift og á tvö börn, í heimsókn til sín. Exclusive: Government scientist Neil Ferguson resigns after breaking lockdown rules to meet his married lover https://t.co/eLOfVjgHPL— The Telegraph (@Telegraph) May 5, 2020 Til að byrja með var nálgun breskra stjórnvalda á vandamálið mjög afslöppuð en eftir að spálíkan Ferguson og félaga sýndi að allt að 250 þúsund Breta gætu látist úr faraldrinum breytti Johnson um stefnu og herti aðgerðir til muna. Í færslu Guardian um málið segir að Ferguson sé maðurinn sem talinn er hafa sannfært ríkisstjórn Bretlands um að setja á hertari aðgerðir en upphaflega var ráðgert. Sér eftir því að hafa ekki farið eftir reglunum „Ég átta mig á því að ég hef sýnt dómgreindarleysi og tók rangar ákvarðanir. Ég hef því ákveðið að segja starfi mínu fyrir ráðgjafanefnd ríkistjórnarinnar lausu,“ segir í yfirlýsingu frá Ferguson sem Telegraph birti á vefsíðu sinni í kvöld. Segist hann sjá eftir því að hafa ekki sjálfur farið eftir þeim reglum sem hann sjálfur hafi predikað, enda væri mikilvægi útgöngubannsins í að hefta úbreiðslu veirunnar í Bretlandi afar mikið. Í opnu sambandi Það sem flækir málin er að konan, hin 38 ára gamla Antonia Staats, heimsótti Ferguson í byrjun apríl, þrátt fyrir að hafa sagt vinum sínum að hana grunaði að eiginmaður hennar sýndi einkenni Covid-19 sjúkdómsins. Hún og eiginmaður hennar eru í svokölluðu opnu sambandi og segir Staats að samband hennar og Ferguson hafi ekki verið leyndarmál. Boris Johnson hlustaði á ráðleggingar Ferguson og félaga.EPA/ANDREW PARSONS Raunar líti hún svo á að heimili Ferguson og heimili hennar og eiginmanns hennar sé eitt og hið sama, því telji hún sig ekki hafa brotið útgöngubannið með því að heimsækja Ferguson. Viku fyrir fyrstu heimsóknina í mars lá það þó fyrir að pör sem ekki byggju saman þyrftu að forðast hvort annað á meðan bannið væri í gildi Ráðgjafanefndinn sem Ferguson sat í ber nafnið SAGE sem er skammstöfun fyrir Scientific Advisory Group for Emergencies eða ráðgjafanefnd vísindamanna vegna neyðarástands. Ráðgjöf frá nefndinni hefur stýrt viðbrögðum yfirvalda í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldurins sem leikið hefur Breta grátt, þar sem 29,472 hafa látist af völdum faraldursins. Hvergi hafa fleiri látist í Evrópu vegna veirunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Sjá meira