Real Madrid ekki í vandræðum með Celta Vigo Arnar Geir Halldórsson skrifar 2. janúar 2021 21:53 Þessir sáu um Celta Vigo vísir/Getty Spánarmeistarar Real Madrid fengu Celta Vigo í heimsókn í síðasta leik dagsins í spænsku úrvalsdeildinni. Madridingar tóku öll völd á vellinum snemma leiks og komust raunar í forystu strax á sjöttu mínútu þegar Lucas Vazquez skoraði eftir undirbúning Marco Asensio. Þeir félagar skiptu svo um hlutverk í upphafi síðari hálfleiks þegar Vazquez lagði upp mark fyrir Asensio. Fleiri urðu mörkin ekki, öruggur 2-0 sigur Real Madrid staðreynd sem lyftir þeim upp í efsta sæti deildarinnar en nágrannar þeirra í Atletico Madrid eiga hins vegar þrjá leiki til góða í 2.sæti deildarinnar. Fótbolti Spænski boltinn
Spánarmeistarar Real Madrid fengu Celta Vigo í heimsókn í síðasta leik dagsins í spænsku úrvalsdeildinni. Madridingar tóku öll völd á vellinum snemma leiks og komust raunar í forystu strax á sjöttu mínútu þegar Lucas Vazquez skoraði eftir undirbúning Marco Asensio. Þeir félagar skiptu svo um hlutverk í upphafi síðari hálfleiks þegar Vazquez lagði upp mark fyrir Asensio. Fleiri urðu mörkin ekki, öruggur 2-0 sigur Real Madrid staðreynd sem lyftir þeim upp í efsta sæti deildarinnar en nágrannar þeirra í Atletico Madrid eiga hins vegar þrjá leiki til góða í 2.sæti deildarinnar.
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn