Börsungar mörðu botnliðið á útivelli Arnar Geir Halldórsson skrifar 3. janúar 2021 21:50 Sigurmarkinu fagnað. vísir/Getty Barcelona byrjar nýtt ár á sigri í spænsku úrvalsdeildinni en ekki var mikill glæsibragur yfir spilamennsku liðsins. Börsungar heimsóttu Huesca sem vermir neðsta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir og hefur aðeins unnið einn leik á tímabilinu. Eina mark leiksins kom eftir hálftíma leik. Það gerði hollenski miðjumaðurinn Frenkie De Jong eftir sendingu frá Lionel Messi. Barcelona er í 5.sæti deildarinnar, tíu stigum á eftir toppliði Atletico Madrid sem hefur leikið einum leik færra en Börsungar. Fótbolti Spænski boltinn
Barcelona byrjar nýtt ár á sigri í spænsku úrvalsdeildinni en ekki var mikill glæsibragur yfir spilamennsku liðsins. Börsungar heimsóttu Huesca sem vermir neðsta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir og hefur aðeins unnið einn leik á tímabilinu. Eina mark leiksins kom eftir hálftíma leik. Það gerði hollenski miðjumaðurinn Frenkie De Jong eftir sendingu frá Lionel Messi. Barcelona er í 5.sæti deildarinnar, tíu stigum á eftir toppliði Atletico Madrid sem hefur leikið einum leik færra en Börsungar.
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn