Ítalski boltinn byrjar aftur um helgina en Napoli spilar gegn Cagliari á útivelli á sunnudaginn. Það verður þó án framherjans sem er kominn í einangrun.
Framherjinn greindist með veiruna eftir að hann snéri til baka til Ítalíu eftir stutt jólafrí en hann snéri aftur til Napoli á fimmtudaginn.
Félagið greinir þó frá því að hann er einkennalaus og hefur ekki verið á æfingu liðsins til þessa svo aðrir leikmenn eða starfslið þurfa ekki í sóttkví.
Osimhen var keyptur til Napoli síðasta sumar en hann var fenginn til liðsins frá Lille í Frakklandi. Hann hefur spilað átta leiki, skorað í þeim tvö mörk og gefið eina stoðsendingu.
| La SSCN comunica che il calciatore Victor Osimhen è risultato positivo al tampone naso-faringeo molecolare effettuato ieri pomeriggio al suo rientro dall estero. Il calciatore è asintomatico e non ha incontrato il gruppo squadra. pic.twitter.com/pOWSM9aYxU
— Official SSC Napoli (@sscnapoli) January 1, 2021

Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.