Aftaka Lisu Montgomery sett aftur á dagskrá Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2021 18:45 Verði af aftöku Montgomery verður hún fyrsta konan til að vera tekin af lífi á alríkisstigi Bandaríkjanna í tæp 70 ár. AP Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hefur ákveðið að aflétta tímabundinni frestun réttaráhrifa dauðadóms yfir hinni 52 ára Lisu Montgomery, einu konunni sem situr á dauðadeild í bandarísku alríkisangelsi. BBC greinir frá. Aftaka Montgomery er á dagskrá í þessum mánuði. Fari hún fram verður hún fyrsta konan í 67 ár sem verður tekin af lífi á alríkisstigi. Aftaka Montgomery átti að fara fram í síðasta mánuði, en var frestar þar sem lögmenn hennar sýktust af Covid 19. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna frestaði aftökunni þá til 12. janúar, en lögmenn hennar töldu að ekki væri unnt að finna nýja dagsetningu með frestun réttaráhrifa væri í gildi og var lægra settur dómstóll þeim sammála. Nú hefur áfrýjunardómstóll hins vegar ákveðið að aflétta frestuninni, með þeim afleiðingum að hægt verður að setja aftökuna aftur á dagskrá fangelsismálayfirvalda í Bandaríkjunum. Lögmenn Montgomery hafa þegar sagst ætla að setja fram beiðni um að dómstóllinn endurskoði afstöðu sína. Myrti ólétta konu og rændi barninu Árið 2007 var Montgomery dæmd fyrir morð á ungri ólettri konu árið 2004. Sú hét Bobbie Jo Stinnet og var komin átta mánuði á leið þegar hún og Montgomery kynntust á spjallborði á netinu. Samþykkti Stinnet að selja Montgomery hund sem sú síðarnefnda myndi sækja til hennar. Þegar Montgomery var komin inn á heimili Stinnet kyrkti hún hana til dauða, skar hana upp og rændi ófæddu barni hennar úr móðurkviði með það fyrir augum að ala það upp sjálf. Barnið, sem reyndist vera stúlka, komst lífs af og er 16 ára í dag. Kviðdómur í máli Montgomery komst að einróma niðurstöðu um að hún skyldi dæmd til dauða. Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
BBC greinir frá. Aftaka Montgomery er á dagskrá í þessum mánuði. Fari hún fram verður hún fyrsta konan í 67 ár sem verður tekin af lífi á alríkisstigi. Aftaka Montgomery átti að fara fram í síðasta mánuði, en var frestar þar sem lögmenn hennar sýktust af Covid 19. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna frestaði aftökunni þá til 12. janúar, en lögmenn hennar töldu að ekki væri unnt að finna nýja dagsetningu með frestun réttaráhrifa væri í gildi og var lægra settur dómstóll þeim sammála. Nú hefur áfrýjunardómstóll hins vegar ákveðið að aflétta frestuninni, með þeim afleiðingum að hægt verður að setja aftökuna aftur á dagskrá fangelsismálayfirvalda í Bandaríkjunum. Lögmenn Montgomery hafa þegar sagst ætla að setja fram beiðni um að dómstóllinn endurskoði afstöðu sína. Myrti ólétta konu og rændi barninu Árið 2007 var Montgomery dæmd fyrir morð á ungri ólettri konu árið 2004. Sú hét Bobbie Jo Stinnet og var komin átta mánuði á leið þegar hún og Montgomery kynntust á spjallborði á netinu. Samþykkti Stinnet að selja Montgomery hund sem sú síðarnefnda myndi sækja til hennar. Þegar Montgomery var komin inn á heimili Stinnet kyrkti hún hana til dauða, skar hana upp og rændi ófæddu barni hennar úr móðurkviði með það fyrir augum að ala það upp sjálf. Barnið, sem reyndist vera stúlka, komst lífs af og er 16 ára í dag. Kviðdómur í máli Montgomery komst að einróma niðurstöðu um að hún skyldi dæmd til dauða.
Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira