Samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is eru nú 101 einstaklingur í einangrun hér á landi með Covid-19. 131 er í sóttkví og 1441 í skimunarsóttkví. 22 eru á sjúkrahúsi en enginn á gjörgæslu.
Fjögur þeirra sem greindust í gær greindust við einkennasýnatöku og sex við sóttkvíar- og handahófsskimun.

Alls voru tekin 523 einkennasýni í gær og 1022 sýni við landamæraskimun.
Nýgengi innanlandssmita er 21,3 og nýgengi landamærasmita 16,6.
Fréttin hefur verið uppfærð.