Lyfjastofnun klár um leið og leyfi Moderna liggur fyrir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. janúar 2021 12:10 Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands. vísir/Egill Aðalsteinsson Búist er við því að bóluefni Moderna fái markaðsleyfi hér á landi á morgun og forstjóri Lyfjastofnunar gerir ráð fyrir að dreifing hefjist fljótlega. Íslendingar hafa samið um að fá skammta frá Moderna fyrir 64 þúsund manns. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu mun funda um leyfi fyrir bóluefni Moderna klukkan tvö í dag. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands, segir Lyfjastofnun vinna út frá því að mælt verði með útgáfu leyfis og að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni í kjölfarið gefa út markaðsleyfi. Lyfjastofnun mun þá næst gefa út markaðsleyfi fyrir Ísland. „Hvort sem það verður í nákvæmlega í dag eða snemma í fyrramálið sem það mun liggja fyrir. Við erum bara klár með okkar fólk um leið og við sjáum hvað kemur út úr þessum fundi,“ segir Rúna. Íslendingar hafa samið við Moderna um bóluefni fyrir 64 þúsund manns og samkvæmt nýjustu upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu er gert ráð fyrir afhendingu þess á fyrsta ársfjórðungi. Gert er ráð fyrir að sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu muni mæla með útgáfu markaðsleyfis bóluefnis Moderna í dag. Rúna gerir ráð fyrir að farið verði að dreifa bóluefninu í Evrópu í samræmi við samninga eftir að leyfið liggur fyrir. Líkt og með bóluefni Pfizer mun Distica sjá um dreifingu hér á landi en ekki hafa verið gefnar upp dagsetningar á komu efnisins til landsins. „Það er ekki búið að framleiða upp í alla þessa samninga en það er verið að framleiða upp í pantanir. Framleiðendurnir eru að auka framleiðslu sína. Þeir eru með birgðir til staðar og eru að setja allt í gang við að framleiða.“ Búist er við að bóluefni AstraZeneca fá næst leyfi en íslensk stjórnvöld hafa samið um skammta fyrir 115 þúsund manns af því. „Það er í áfangamati hjá Evrópsku lyfjastofnuninni. Nákvæmar dagsetningar á þeim fundi, það gæti bara skýrst í þessari viku.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu mun funda um leyfi fyrir bóluefni Moderna klukkan tvö í dag. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands, segir Lyfjastofnun vinna út frá því að mælt verði með útgáfu leyfis og að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni í kjölfarið gefa út markaðsleyfi. Lyfjastofnun mun þá næst gefa út markaðsleyfi fyrir Ísland. „Hvort sem það verður í nákvæmlega í dag eða snemma í fyrramálið sem það mun liggja fyrir. Við erum bara klár með okkar fólk um leið og við sjáum hvað kemur út úr þessum fundi,“ segir Rúna. Íslendingar hafa samið við Moderna um bóluefni fyrir 64 þúsund manns og samkvæmt nýjustu upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu er gert ráð fyrir afhendingu þess á fyrsta ársfjórðungi. Gert er ráð fyrir að sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu muni mæla með útgáfu markaðsleyfis bóluefnis Moderna í dag. Rúna gerir ráð fyrir að farið verði að dreifa bóluefninu í Evrópu í samræmi við samninga eftir að leyfið liggur fyrir. Líkt og með bóluefni Pfizer mun Distica sjá um dreifingu hér á landi en ekki hafa verið gefnar upp dagsetningar á komu efnisins til landsins. „Það er ekki búið að framleiða upp í alla þessa samninga en það er verið að framleiða upp í pantanir. Framleiðendurnir eru að auka framleiðslu sína. Þeir eru með birgðir til staðar og eru að setja allt í gang við að framleiða.“ Búist er við að bóluefni AstraZeneca fá næst leyfi en íslensk stjórnvöld hafa samið um skammta fyrir 115 þúsund manns af því. „Það er í áfangamati hjá Evrópsku lyfjastofnuninni. Nákvæmar dagsetningar á þeim fundi, það gæti bara skýrst í þessari viku.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira