Jafnvel von á meira bóluefni fyrr en búist var við Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. janúar 2021 12:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalækni á upplýsingafundi almannavarna í dag. Lögreglan Sóttvarnalæknir telur að vonast megi til þess að meira bóluefni berist til landsins fyrr en talið hefur verið til þessa. Þá sé „mjög óráðlegt“ að hans mati að gefa bóluefni á annan máta en framleiðendur og rannsóknir mæla með, til dæmis í hálfum skömmtum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar fór hann meðal annars yfir stöðuna á bóluefnismálum hér á landi. Lokakaflinn að hefjast Von væri á bóluefni fyrir um 25 þúsund manns frá Pfizer fyrir lok marsmánaðar, auk þess sem viðræður um mögulega bóluefnisrannsókn við Pfizer stæðu yfir. Ekkert nýtt hefði þó komið fram þar og boltinn væri enn hjá Pfizer. Þá væri í dag von á markaðsleyfi fyrir bóluefni Moderna í Evrópu og vonandi muni dreifingaráætlun varðandi það bóluefni liggja fyrir fljótlega. Þórólfur kvaðst jafnframt vona að einnig styttist í markaðsleyfi fyrir bóluefni AstraZeneca, sem byrjað var að bólusetja með í Bretlandi í dag. „En ég held það sé hollt á þessum tímamótum að benda á að nú er að hefjast þessi lokakafli og það er mín von að þetta sé lokakaflinn í baráttunni við faraldurinn,“ sagði Þórólfur. Tilefni væri til að horfa jákvæðum augum á stöðuna. „Ég held við eigum líka að geta vonast eftir því að jafnvel munum við fá bóluefni fyrr en talið hefur verið til þessa.“ Óráðlegt að fara gegn leiðbeiningum Greint hefur verið frá því að bandarísk stjórnvöld skoði nú að gefa hópi fólks hálfan skammt bóluefnis Moderna. Þórólfur sagði að þetta hefði ekki verið íhugað hér á landi. Staða faraldursins á Íslandi væri góð og gæfi ekki tilefni til að skoða þessa leið. Ef mikill faraldur geisaði hér þyrfti ef til vill að hugsa málið upp á nýtt en það væri ekki raunin núna. „Ég held það væri mjög óráðlegt að fara að nota bóluefnið á annan hátt en framleiðendur mælast til og rannsóknir hafa sýnt,“ sagði Þórólfur. Engin ástæða til að rengja starfsfólk heilsugæslunnar Þá hefur einnig komið fram að umsjónarmenn bólusetningar hér á landi hafi ekki náð sex skömmtum úr hverju glasi af bóluefni Pfizer, líkt og vonir stóðu til, heldur aðeins fimm. Fimm skammtar eru jafnframt fjöldinn sem framleiðandinn gefur út að fáist úr hverju glasi. Þórólfur og Alma voru innt eftir því á fundinum hvort tæplega þúsund skömmtum af bóluefni hér á landi hefði verið fargað að ósekju og hvort mögulegt væri að ná fleiri skömmtum, allt að sjö og hálfum, úr hverju glasi en raunin varð. „Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins er með sína lyfjafræðinga og sitt reynda starfsfólk og reyndi að ná sjötta skammtinum úr þeim glösum en það tókst mjög illa og var mjög tilviljanakennt hvort það tækist eða tækist ekki og ég hef enga ástæðu til að rengja það. Þannig að við gerum þetta bara eins örugglega og mögulegt er. Ef það er ekki tryggt að við náum sjötta skammtinum úr öllum glösunum þá lendum við í vandræðum með skammt tvö hjá mörgum einstaklingum,“ sagði Þórólfur. Alma benti á að þau hefðu ekki heyrt tölur um rúma sjö skammta úr hverju glasi. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala næðust um 5,4 skammtar úr hverju glasi. „Og það er nú töluverður munur þar á.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fullir í flugi Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar fór hann meðal annars yfir stöðuna á bóluefnismálum hér á landi. Lokakaflinn að hefjast Von væri á bóluefni fyrir um 25 þúsund manns frá Pfizer fyrir lok marsmánaðar, auk þess sem viðræður um mögulega bóluefnisrannsókn við Pfizer stæðu yfir. Ekkert nýtt hefði þó komið fram þar og boltinn væri enn hjá Pfizer. Þá væri í dag von á markaðsleyfi fyrir bóluefni Moderna í Evrópu og vonandi muni dreifingaráætlun varðandi það bóluefni liggja fyrir fljótlega. Þórólfur kvaðst jafnframt vona að einnig styttist í markaðsleyfi fyrir bóluefni AstraZeneca, sem byrjað var að bólusetja með í Bretlandi í dag. „En ég held það sé hollt á þessum tímamótum að benda á að nú er að hefjast þessi lokakafli og það er mín von að þetta sé lokakaflinn í baráttunni við faraldurinn,“ sagði Þórólfur. Tilefni væri til að horfa jákvæðum augum á stöðuna. „Ég held við eigum líka að geta vonast eftir því að jafnvel munum við fá bóluefni fyrr en talið hefur verið til þessa.“ Óráðlegt að fara gegn leiðbeiningum Greint hefur verið frá því að bandarísk stjórnvöld skoði nú að gefa hópi fólks hálfan skammt bóluefnis Moderna. Þórólfur sagði að þetta hefði ekki verið íhugað hér á landi. Staða faraldursins á Íslandi væri góð og gæfi ekki tilefni til að skoða þessa leið. Ef mikill faraldur geisaði hér þyrfti ef til vill að hugsa málið upp á nýtt en það væri ekki raunin núna. „Ég held það væri mjög óráðlegt að fara að nota bóluefnið á annan hátt en framleiðendur mælast til og rannsóknir hafa sýnt,“ sagði Þórólfur. Engin ástæða til að rengja starfsfólk heilsugæslunnar Þá hefur einnig komið fram að umsjónarmenn bólusetningar hér á landi hafi ekki náð sex skömmtum úr hverju glasi af bóluefni Pfizer, líkt og vonir stóðu til, heldur aðeins fimm. Fimm skammtar eru jafnframt fjöldinn sem framleiðandinn gefur út að fáist úr hverju glasi. Þórólfur og Alma voru innt eftir því á fundinum hvort tæplega þúsund skömmtum af bóluefni hér á landi hefði verið fargað að ósekju og hvort mögulegt væri að ná fleiri skömmtum, allt að sjö og hálfum, úr hverju glasi en raunin varð. „Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins er með sína lyfjafræðinga og sitt reynda starfsfólk og reyndi að ná sjötta skammtinum úr þeim glösum en það tókst mjög illa og var mjög tilviljanakennt hvort það tækist eða tækist ekki og ég hef enga ástæðu til að rengja það. Þannig að við gerum þetta bara eins örugglega og mögulegt er. Ef það er ekki tryggt að við náum sjötta skammtinum úr öllum glösunum þá lendum við í vandræðum með skammt tvö hjá mörgum einstaklingum,“ sagði Þórólfur. Alma benti á að þau hefðu ekki heyrt tölur um rúma sjö skammta úr hverju glasi. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala næðust um 5,4 skammtar úr hverju glasi. „Og það er nú töluverður munur þar á.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fullir í flugi Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira