Jafnvel von á meira bóluefni fyrr en búist var við Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. janúar 2021 12:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalækni á upplýsingafundi almannavarna í dag. Lögreglan Sóttvarnalæknir telur að vonast megi til þess að meira bóluefni berist til landsins fyrr en talið hefur verið til þessa. Þá sé „mjög óráðlegt“ að hans mati að gefa bóluefni á annan máta en framleiðendur og rannsóknir mæla með, til dæmis í hálfum skömmtum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar fór hann meðal annars yfir stöðuna á bóluefnismálum hér á landi. Lokakaflinn að hefjast Von væri á bóluefni fyrir um 25 þúsund manns frá Pfizer fyrir lok marsmánaðar, auk þess sem viðræður um mögulega bóluefnisrannsókn við Pfizer stæðu yfir. Ekkert nýtt hefði þó komið fram þar og boltinn væri enn hjá Pfizer. Þá væri í dag von á markaðsleyfi fyrir bóluefni Moderna í Evrópu og vonandi muni dreifingaráætlun varðandi það bóluefni liggja fyrir fljótlega. Þórólfur kvaðst jafnframt vona að einnig styttist í markaðsleyfi fyrir bóluefni AstraZeneca, sem byrjað var að bólusetja með í Bretlandi í dag. „En ég held það sé hollt á þessum tímamótum að benda á að nú er að hefjast þessi lokakafli og það er mín von að þetta sé lokakaflinn í baráttunni við faraldurinn,“ sagði Þórólfur. Tilefni væri til að horfa jákvæðum augum á stöðuna. „Ég held við eigum líka að geta vonast eftir því að jafnvel munum við fá bóluefni fyrr en talið hefur verið til þessa.“ Óráðlegt að fara gegn leiðbeiningum Greint hefur verið frá því að bandarísk stjórnvöld skoði nú að gefa hópi fólks hálfan skammt bóluefnis Moderna. Þórólfur sagði að þetta hefði ekki verið íhugað hér á landi. Staða faraldursins á Íslandi væri góð og gæfi ekki tilefni til að skoða þessa leið. Ef mikill faraldur geisaði hér þyrfti ef til vill að hugsa málið upp á nýtt en það væri ekki raunin núna. „Ég held það væri mjög óráðlegt að fara að nota bóluefnið á annan hátt en framleiðendur mælast til og rannsóknir hafa sýnt,“ sagði Þórólfur. Engin ástæða til að rengja starfsfólk heilsugæslunnar Þá hefur einnig komið fram að umsjónarmenn bólusetningar hér á landi hafi ekki náð sex skömmtum úr hverju glasi af bóluefni Pfizer, líkt og vonir stóðu til, heldur aðeins fimm. Fimm skammtar eru jafnframt fjöldinn sem framleiðandinn gefur út að fáist úr hverju glasi. Þórólfur og Alma voru innt eftir því á fundinum hvort tæplega þúsund skömmtum af bóluefni hér á landi hefði verið fargað að ósekju og hvort mögulegt væri að ná fleiri skömmtum, allt að sjö og hálfum, úr hverju glasi en raunin varð. „Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins er með sína lyfjafræðinga og sitt reynda starfsfólk og reyndi að ná sjötta skammtinum úr þeim glösum en það tókst mjög illa og var mjög tilviljanakennt hvort það tækist eða tækist ekki og ég hef enga ástæðu til að rengja það. Þannig að við gerum þetta bara eins örugglega og mögulegt er. Ef það er ekki tryggt að við náum sjötta skammtinum úr öllum glösunum þá lendum við í vandræðum með skammt tvö hjá mörgum einstaklingum,“ sagði Þórólfur. Alma benti á að þau hefðu ekki heyrt tölur um rúma sjö skammta úr hverju glasi. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala næðust um 5,4 skammtar úr hverju glasi. „Og það er nú töluverður munur þar á.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar fór hann meðal annars yfir stöðuna á bóluefnismálum hér á landi. Lokakaflinn að hefjast Von væri á bóluefni fyrir um 25 þúsund manns frá Pfizer fyrir lok marsmánaðar, auk þess sem viðræður um mögulega bóluefnisrannsókn við Pfizer stæðu yfir. Ekkert nýtt hefði þó komið fram þar og boltinn væri enn hjá Pfizer. Þá væri í dag von á markaðsleyfi fyrir bóluefni Moderna í Evrópu og vonandi muni dreifingaráætlun varðandi það bóluefni liggja fyrir fljótlega. Þórólfur kvaðst jafnframt vona að einnig styttist í markaðsleyfi fyrir bóluefni AstraZeneca, sem byrjað var að bólusetja með í Bretlandi í dag. „En ég held það sé hollt á þessum tímamótum að benda á að nú er að hefjast þessi lokakafli og það er mín von að þetta sé lokakaflinn í baráttunni við faraldurinn,“ sagði Þórólfur. Tilefni væri til að horfa jákvæðum augum á stöðuna. „Ég held við eigum líka að geta vonast eftir því að jafnvel munum við fá bóluefni fyrr en talið hefur verið til þessa.“ Óráðlegt að fara gegn leiðbeiningum Greint hefur verið frá því að bandarísk stjórnvöld skoði nú að gefa hópi fólks hálfan skammt bóluefnis Moderna. Þórólfur sagði að þetta hefði ekki verið íhugað hér á landi. Staða faraldursins á Íslandi væri góð og gæfi ekki tilefni til að skoða þessa leið. Ef mikill faraldur geisaði hér þyrfti ef til vill að hugsa málið upp á nýtt en það væri ekki raunin núna. „Ég held það væri mjög óráðlegt að fara að nota bóluefnið á annan hátt en framleiðendur mælast til og rannsóknir hafa sýnt,“ sagði Þórólfur. Engin ástæða til að rengja starfsfólk heilsugæslunnar Þá hefur einnig komið fram að umsjónarmenn bólusetningar hér á landi hafi ekki náð sex skömmtum úr hverju glasi af bóluefni Pfizer, líkt og vonir stóðu til, heldur aðeins fimm. Fimm skammtar eru jafnframt fjöldinn sem framleiðandinn gefur út að fáist úr hverju glasi. Þórólfur og Alma voru innt eftir því á fundinum hvort tæplega þúsund skömmtum af bóluefni hér á landi hefði verið fargað að ósekju og hvort mögulegt væri að ná fleiri skömmtum, allt að sjö og hálfum, úr hverju glasi en raunin varð. „Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins er með sína lyfjafræðinga og sitt reynda starfsfólk og reyndi að ná sjötta skammtinum úr þeim glösum en það tókst mjög illa og var mjög tilviljanakennt hvort það tækist eða tækist ekki og ég hef enga ástæðu til að rengja það. Þannig að við gerum þetta bara eins örugglega og mögulegt er. Ef það er ekki tryggt að við náum sjötta skammtinum úr öllum glösunum þá lendum við í vandræðum með skammt tvö hjá mörgum einstaklingum,“ sagði Þórólfur. Alma benti á að þau hefðu ekki heyrt tölur um rúma sjö skammta úr hverju glasi. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala næðust um 5,4 skammtar úr hverju glasi. „Og það er nú töluverður munur þar á.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira