Ekki hægt að segja til um orsakasamband milli bólusetninga og dauðsfalla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. janúar 2021 18:53 Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir ekki víst hvort orsakatengsl séu á milli bólusetninga og dauðsfalla. Stöð 2 Þrjár tilkynningar hafa borist Lyfjastofnun þess efnis að einstaklingar hafi látist eftir að hafa verið bólusettir fyrir kórónuveirunni í síðustu viku. Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir ekkert benda til þess að um orsakasamband sé að ræða en tilfellin verði þó skoðuð. „Það er raunverulega ekkert hægt að segja til um orsakasamband en það verður farið í að skoða það. Einu tengslin þarna eru annars vegar tímasetningin á bólusetningunni og hins vegar á dauðsfallinu,“ sagði Rúna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir að þessar tilkynningar, rétt eins og allar aðrar tilkynningar um aukaverkanir, verði þó skoðaðar. Hafa skuli þó í huga að um aldraða og langveika einstaklinga sé að ræða og því alls óvíst að um orsakatengsl sé að ræða. „Þetta voru aldraðir, langveikir einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma og það er alls óvíst að nokkuð orsakasamhengi sé á milli bólusetningarinnar og dauðsfallsins, annað en bara tímasetningin,“ segir Rúna. Alls hafa sextán tilkynningar um aukaverkanir af völdum Comirnaty, bóluefni Pfizer, borist Lyfjastofnun. Fram kemur í skriflegu svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn fréttastofu að fjórar tilkynningar hafi verið alvarlegar en hinar tólf ekki. Flestar innsendar tilkynningar hafi varðað einkenni á stungustað, höfuðverk, svima og þreytu. Önnur einkenni hafi verið ógleði, þyngsli fyrir brjósti, andþyngsli, hægtaktur og slappleiki. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu fundar á miðvikudag Rúna segir of snemmt að segja til um hvort þetta verði til þess að bólusetningum á öldruðum einstaklingum verði með nokkru móti breytt. „Það er kannski heldur ekki okkar. Sóttvarnalæknir og landlæknir munu eflaust skoða það en við skulum bara hafa það hugfast að í þessari fyrstu umferð hjá okkur í bólusetningu var stærstur hluti elsti hópurinn okkar og langveikir sem að eru inni á stofnunum. Það voru einungis um það bil þúsund heilbrigðisstarfsmenn sem voru bólusettir svo að þetta er okkar langveikasta fólk,“ segir Rúna. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu fundaði í dag til að ræða umsókn lyfjaframleiðandans Moderna fyrir markaðsleyfi fyrir bóluefni hans. Rúna segir að niðurstaða hafi ekki náðst í málinu á fundinum. „Við vorum virkilega að vona að þetta myndi nást núna á kvöldfundinum. Þeir voru búnir að gefa upp tvær dagsetningar, annars vegar 4. janúar og hins vegar 6. janúar. Þá verður 6. janúar dagsetningin sem við vinnum með og vonum að þetta verði afgreitt þá. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Sjá meira
„Það er raunverulega ekkert hægt að segja til um orsakasamband en það verður farið í að skoða það. Einu tengslin þarna eru annars vegar tímasetningin á bólusetningunni og hins vegar á dauðsfallinu,“ sagði Rúna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir að þessar tilkynningar, rétt eins og allar aðrar tilkynningar um aukaverkanir, verði þó skoðaðar. Hafa skuli þó í huga að um aldraða og langveika einstaklinga sé að ræða og því alls óvíst að um orsakatengsl sé að ræða. „Þetta voru aldraðir, langveikir einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma og það er alls óvíst að nokkuð orsakasamhengi sé á milli bólusetningarinnar og dauðsfallsins, annað en bara tímasetningin,“ segir Rúna. Alls hafa sextán tilkynningar um aukaverkanir af völdum Comirnaty, bóluefni Pfizer, borist Lyfjastofnun. Fram kemur í skriflegu svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn fréttastofu að fjórar tilkynningar hafi verið alvarlegar en hinar tólf ekki. Flestar innsendar tilkynningar hafi varðað einkenni á stungustað, höfuðverk, svima og þreytu. Önnur einkenni hafi verið ógleði, þyngsli fyrir brjósti, andþyngsli, hægtaktur og slappleiki. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu fundar á miðvikudag Rúna segir of snemmt að segja til um hvort þetta verði til þess að bólusetningum á öldruðum einstaklingum verði með nokkru móti breytt. „Það er kannski heldur ekki okkar. Sóttvarnalæknir og landlæknir munu eflaust skoða það en við skulum bara hafa það hugfast að í þessari fyrstu umferð hjá okkur í bólusetningu var stærstur hluti elsti hópurinn okkar og langveikir sem að eru inni á stofnunum. Það voru einungis um það bil þúsund heilbrigðisstarfsmenn sem voru bólusettir svo að þetta er okkar langveikasta fólk,“ segir Rúna. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu fundaði í dag til að ræða umsókn lyfjaframleiðandans Moderna fyrir markaðsleyfi fyrir bóluefni hans. Rúna segir að niðurstaða hafi ekki náðst í málinu á fundinum. „Við vorum virkilega að vona að þetta myndi nást núna á kvöldfundinum. Þeir voru búnir að gefa upp tvær dagsetningar, annars vegar 4. janúar og hins vegar 6. janúar. Þá verður 6. janúar dagsetningin sem við vinnum með og vonum að þetta verði afgreitt þá.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Sjá meira