Spillti bóluefninu því hann taldi það breyta erfðaefni manna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. janúar 2021 22:37 Steven Brandenburg spillti bóluefni sem talið er að hefði dugað fyrir minnst fimm hundruð manns. AP/Ozaukee County Sheriff Lyfjafræðingur í Wisconsin í Bandaríkjunum, sem eyðilagði hundruð skammta af bóluefni Moderna við Covid-19, sagðist í samtali við lögreglu sannfærður um það að bóluefnið við veirunni breytti erfðaefni manna. Þá væri hann handviss um að heimurinn væri að farast. Þetta kemur fram í dómsgögnum sem birt voru í dag og fréttastofa AP greinir frá. Steven Brandenburg, lyfjafræðingur í Grafton í Wisconsin, var handtekinn í síðustu viku. Tilefni handtökunnar voru 57 glös af bóluefni Moderna sem skilin höfðu verið eftir í stofuhita í tvær nætur en geyma þarf efnið við tuttugu gráðu frost. Sérfræðingar segja að glösin hafi innihaldið skammta fyrir minnst 500 manns. Að sögn Adams Gerol, saksóknara í Ozaukee héraði, hefur Brandenburg verið undir miklu álagi undanfarið en hann gangi þessa dagana í gegn um skilnað. Þá bar starfsmaður í apótekinu, sem Brandenburg vann í, vitni fyrir dómnum og sagði að Brandenburg hefði tekið byssu til vinnu minnst tvisvar sinnum. Taldi stjórnvöld vinna gegn almenningi Að sögn rannsóknaraðila er Brandenburg einnig þekktur samsæriskenningasmiður en hann sagði rannsakendum meðal annars að bóluefnið breytti erfðaefni manna. Sú kenning er meðal þeirra fyrstu samsæriskenninga sem upp spruttu um Covid-19 bóluefni en samkvæmt frétt AP er nokkuð mikið um þær. Sérfræðingar hafa sagt að þessar hugmyndir, að bóluefnið breyti erfðaefni, séu úr lausu lofti gripnar. Brandenburg er sagður hafa játað að hafa skilið bóluefnaskammtana eftir við stofuhita, aðfaranótt 25. desember og aðfaranótt 26. desember. Starfsmaður í apótekinu fann skammtana úti á borði morguninn 26. desember og til að byrja með hélt Brandenburg því fram að hann hafi gleymt þeim úti á borði eftir að hann tók skammtana út úr kæli til að sækja önnur lyf. Moderna bóluefnið er hægt að nota allt að tólf tímum eftir að það er tekið úr kæli. Starfsmennirnir notuðu því bóluefnið til þess að bólusetja 57 manns áður en í ljós kom að bóluefnið væri ónýtt. Lögregla segir að andvirði bóluefnisins sem fór til spillis sé allt að 11 þúsund dollarar eða um 1,4 milljónir króna. Eiginkona Brandenburgs bar einnig vitni fyrir dómi og sagði hún að hann hafi komið við heima hjá henni þann 6. desember síðastliðinn. Hann hafi þar skilið eftir vatnssíu og tvo þrjátíu daga matarskammta. Hann hafi sagt henni að heimurinn væri að enda og að hún þyrði ekki að horfast í augu við sannleikann. Þá hafi hann sagt að stjórnvöld væru að skipuleggja tölvuárásir til þess að leggja niður rafmagnskerfi. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Þá væri hann handviss um að heimurinn væri að farast. Þetta kemur fram í dómsgögnum sem birt voru í dag og fréttastofa AP greinir frá. Steven Brandenburg, lyfjafræðingur í Grafton í Wisconsin, var handtekinn í síðustu viku. Tilefni handtökunnar voru 57 glös af bóluefni Moderna sem skilin höfðu verið eftir í stofuhita í tvær nætur en geyma þarf efnið við tuttugu gráðu frost. Sérfræðingar segja að glösin hafi innihaldið skammta fyrir minnst 500 manns. Að sögn Adams Gerol, saksóknara í Ozaukee héraði, hefur Brandenburg verið undir miklu álagi undanfarið en hann gangi þessa dagana í gegn um skilnað. Þá bar starfsmaður í apótekinu, sem Brandenburg vann í, vitni fyrir dómnum og sagði að Brandenburg hefði tekið byssu til vinnu minnst tvisvar sinnum. Taldi stjórnvöld vinna gegn almenningi Að sögn rannsóknaraðila er Brandenburg einnig þekktur samsæriskenningasmiður en hann sagði rannsakendum meðal annars að bóluefnið breytti erfðaefni manna. Sú kenning er meðal þeirra fyrstu samsæriskenninga sem upp spruttu um Covid-19 bóluefni en samkvæmt frétt AP er nokkuð mikið um þær. Sérfræðingar hafa sagt að þessar hugmyndir, að bóluefnið breyti erfðaefni, séu úr lausu lofti gripnar. Brandenburg er sagður hafa játað að hafa skilið bóluefnaskammtana eftir við stofuhita, aðfaranótt 25. desember og aðfaranótt 26. desember. Starfsmaður í apótekinu fann skammtana úti á borði morguninn 26. desember og til að byrja með hélt Brandenburg því fram að hann hafi gleymt þeim úti á borði eftir að hann tók skammtana út úr kæli til að sækja önnur lyf. Moderna bóluefnið er hægt að nota allt að tólf tímum eftir að það er tekið úr kæli. Starfsmennirnir notuðu því bóluefnið til þess að bólusetja 57 manns áður en í ljós kom að bóluefnið væri ónýtt. Lögregla segir að andvirði bóluefnisins sem fór til spillis sé allt að 11 þúsund dollarar eða um 1,4 milljónir króna. Eiginkona Brandenburgs bar einnig vitni fyrir dómi og sagði hún að hann hafi komið við heima hjá henni þann 6. desember síðastliðinn. Hann hafi þar skilið eftir vatnssíu og tvo þrjátíu daga matarskammta. Hann hafi sagt henni að heimurinn væri að enda og að hún þyrði ekki að horfast í augu við sannleikann. Þá hafi hann sagt að stjórnvöld væru að skipuleggja tölvuárásir til þess að leggja niður rafmagnskerfi.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira