„Forsetinn getur ekki krafist, tekið eða hrifsað til sín vald“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. janúar 2021 08:01 Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, á kosningafundinum í Georgíu í gær. Getty/Chip Somodevilla Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, hélt kosningafund í Georgíu í gær, líkt og Donald Trump, fráfarandi forseti. Tilefni fundanna eru aukakosningar í ríkinu um tvö öldungadeildarþingsæti þar sem Repúblikanar sækjast eftir endurkjöri. Demókratar leggja mikla áherslu á að vinna sætin frá Repúblikönum enda tryggja þeir sér þannig meirihluta í öldungadeildinni sem getur haft verulega þýðingu fyrir Biden við upphaf forsetatíðar hans. Í ræðu sinni á fundinum í gær hvatti Biden kjósendur í Georgíu til þess að koma þjóðinni aftur á óvart með því að kjósa tvo Demókrata til öldungadeildarinnar. Biden hafði betur gegn Trump í ríkinu í forsetakosningunum í nóvember, nokkuð óvænt, en aðeins um 12.000 atkvæði skildu þá að. Er hann fyrsti Demókratinn í þrjátíu ár til þess að fara með sigur af hólmi í ríkinu í forsetakosningum. „Georgía, öll þjóðin horfir til þín. Aldrei áður á mínum ferli hefur eitt ríki getað markað stefnuna ekki aðeins fyrir næstu fjögur ár heldur fyrir næstu kynslóð,“ sagði Biden í ræðu sinni. Á meðan Trump hefur reynt að fá Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu, til þess að „finna“ atkvæði fyrir sig svo snúa megi úrslitum forsetakosninganna við kvaðst Biden aldrei myndu krefjast tryggðar frá þingmönnum ríkisins. Þeir væru kjörnir til þess að þjóna íbúum Georgíu og stjórnarskránni, ekki forsetanum. „Forsetinn getur ekki krafist, tekið eða hrifsað til sín vald. Aðeins bandaríska þjóðin getur gefið og heimilað vald,“ sagði Biden. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Demókratar leggja mikla áherslu á að vinna sætin frá Repúblikönum enda tryggja þeir sér þannig meirihluta í öldungadeildinni sem getur haft verulega þýðingu fyrir Biden við upphaf forsetatíðar hans. Í ræðu sinni á fundinum í gær hvatti Biden kjósendur í Georgíu til þess að koma þjóðinni aftur á óvart með því að kjósa tvo Demókrata til öldungadeildarinnar. Biden hafði betur gegn Trump í ríkinu í forsetakosningunum í nóvember, nokkuð óvænt, en aðeins um 12.000 atkvæði skildu þá að. Er hann fyrsti Demókratinn í þrjátíu ár til þess að fara með sigur af hólmi í ríkinu í forsetakosningum. „Georgía, öll þjóðin horfir til þín. Aldrei áður á mínum ferli hefur eitt ríki getað markað stefnuna ekki aðeins fyrir næstu fjögur ár heldur fyrir næstu kynslóð,“ sagði Biden í ræðu sinni. Á meðan Trump hefur reynt að fá Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu, til þess að „finna“ atkvæði fyrir sig svo snúa megi úrslitum forsetakosninganna við kvaðst Biden aldrei myndu krefjast tryggðar frá þingmönnum ríkisins. Þeir væru kjörnir til þess að þjóna íbúum Georgíu og stjórnarskránni, ekki forsetanum. „Forsetinn getur ekki krafist, tekið eða hrifsað til sín vald. Aðeins bandaríska þjóðin getur gefið og heimilað vald,“ sagði Biden.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira