Einn þekktasti stjórnspekingur Frakka ásakaður um barnaníð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. janúar 2021 14:35 Duhamel sagðist ekkert hafa að segja við blaðamenn Le Monde og L'Obs en tísti á mánudag að hann hefði sagt upp störfum vegna „persónulegra árása“. Í kjölfarið eyddi hann Twitter-aðgangi sínum. Wikimedia Commons/Cdeniaud Olivier Duhamel, einn þekktasti stjórnmálafræðingur og -skýrandi Frakklands, hefur látið af störfum og eytt Twitter aðgangi sínum eftir að stjúpdóttir hans steig fram og greindi frá því að hann hefði misnotað tvíburabróður hennar. Camille Kouchner hefur skrifað bók um misnotkunina, sem hún segir hafa átt sér stað þegar systkinin voru 14 ára. Hún segir kynferðisofbeldi Duhamel, sem er sérfræðingur í stjórnskipan, hafa verið opinbert leyndarmál meðal pólitíkusa og fjölmiðlamanna í París. Duhamel, 70 ára, hefur sagt upp störfum hjá Fondation Nationales des Sciences Politiques, sem hefur umsjón með og fjármagnar hinn virta Sciences Po. Hann er enn varaforseti elítuklúbbsins Le Siècle en meðal annarra félaga eru stjórnmálamennirnir Nicolas Sarkozy, François Fillion og Laurent Fabius, ritstjórarnir Jean-Marie Colombani og Laurent Joffrin, Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Louis Schweitzer, fyrrverandi forstjóri Renault og Michel Pébereau, forstjóri BNP Paribas. Fræðamaðurinn, sem eitt sinn sat á Evrópuþinginu, hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar. Móðirin, ættingjar og vinir vissu af ofbeldinu Kouchner og tvíburabróðir hennar eru börn sagnfræðingsins og rithöfundarins Evelyne Pisier og Bernard Kouchner, fyrrum heilbrigðisráðherra og utanríkisráðherra, sem var meðal stofnenda Lækna án landamæra. Pisier, sem lést árið 2017, átti þrjú börn með Kouchner en þau skildu árið 1980. Þá átti hún í fjögurra ára ástarsambandi við Fidel Castro áður en hún giftist Duhamel. Í bók sinni segir Camille að misnotkunin hafi staðið yfir í að minnsta kosti tvö ár og að móðir hennar hafi vitað af ofbeldinu en valið að vernda eiginmann sinn. Þá segir hún bróður sinn, sem hún kallar „Victor“ í bókinni hafa grátbeðið sig um að þegja. „Ég var 14 ára og ég leyfði þessu að gerast ... Ég var 14 ára og vissi og sagði ekki neitt,“ segir Kouchner, sem er 45 ára. Hún segist ekki getað þagað lengur. Mamma tvíburana óttaðist hneyksli, segir Kouchner en margir vissu að ofbeldið var að eiga sér stað, meðal annars ættingjar og vinir. Svo virðist sem bókin sé gefin út með samþykki bróðursins sem varð fyrir ofbeldinu en Bernard Kouchner gaf út yfirlýsingu í gegnum lögmann sinn: „Erfitt leyndarmál sem hefur legið þungt á okkur í langan tíma er nú opinbert. Ég dáist að hugrekki dóttur minnar, Camille.“ Guardian greindi frá. Frakkland Kynferðisofbeldi Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira
Camille Kouchner hefur skrifað bók um misnotkunina, sem hún segir hafa átt sér stað þegar systkinin voru 14 ára. Hún segir kynferðisofbeldi Duhamel, sem er sérfræðingur í stjórnskipan, hafa verið opinbert leyndarmál meðal pólitíkusa og fjölmiðlamanna í París. Duhamel, 70 ára, hefur sagt upp störfum hjá Fondation Nationales des Sciences Politiques, sem hefur umsjón með og fjármagnar hinn virta Sciences Po. Hann er enn varaforseti elítuklúbbsins Le Siècle en meðal annarra félaga eru stjórnmálamennirnir Nicolas Sarkozy, François Fillion og Laurent Fabius, ritstjórarnir Jean-Marie Colombani og Laurent Joffrin, Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Louis Schweitzer, fyrrverandi forstjóri Renault og Michel Pébereau, forstjóri BNP Paribas. Fræðamaðurinn, sem eitt sinn sat á Evrópuþinginu, hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar. Móðirin, ættingjar og vinir vissu af ofbeldinu Kouchner og tvíburabróðir hennar eru börn sagnfræðingsins og rithöfundarins Evelyne Pisier og Bernard Kouchner, fyrrum heilbrigðisráðherra og utanríkisráðherra, sem var meðal stofnenda Lækna án landamæra. Pisier, sem lést árið 2017, átti þrjú börn með Kouchner en þau skildu árið 1980. Þá átti hún í fjögurra ára ástarsambandi við Fidel Castro áður en hún giftist Duhamel. Í bók sinni segir Camille að misnotkunin hafi staðið yfir í að minnsta kosti tvö ár og að móðir hennar hafi vitað af ofbeldinu en valið að vernda eiginmann sinn. Þá segir hún bróður sinn, sem hún kallar „Victor“ í bókinni hafa grátbeðið sig um að þegja. „Ég var 14 ára og ég leyfði þessu að gerast ... Ég var 14 ára og vissi og sagði ekki neitt,“ segir Kouchner, sem er 45 ára. Hún segist ekki getað þagað lengur. Mamma tvíburana óttaðist hneyksli, segir Kouchner en margir vissu að ofbeldið var að eiga sér stað, meðal annars ættingjar og vinir. Svo virðist sem bókin sé gefin út með samþykki bróðursins sem varð fyrir ofbeldinu en Bernard Kouchner gaf út yfirlýsingu í gegnum lögmann sinn: „Erfitt leyndarmál sem hefur legið þungt á okkur í langan tíma er nú opinbert. Ég dáist að hugrekki dóttur minnar, Camille.“ Guardian greindi frá.
Frakkland Kynferðisofbeldi Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira