Fótbolti

Ánægður með áhuga Manchester liðanna en segist glaður í Bæjaralandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kingsley Coman fagnar sigurmarkinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í ágúst.
Kingsley Coman fagnar sigurmarkinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í ágúst. EPA-EFE/JOSE SENA GOULAO

Kingsley Coman, vængmaður Bayern Munchen, segir að hann sé ánægður með að stærstu félagslið heims fylgist með honum en hann sé ánægður í Bæjaralandi.

Franski landsliðsmaðurinn hefur verið í mögnuðu formi á leiktíðinni. Hann hefur skorað fimm mörk og lagt upp önnur níu í fyrstu fimmtán deildarleikjunum.

United hefur lengi verið orðað við Coman en nú er talið að City sé einnig komið inn í myndina.

„Að vita til þess að góð lið hafi áhuga á þér, það gefur manni aukið sjálfstraust,“ sagði Coman í samtali við íþróttaútgáfuna hjá Bild.

„En ég er með samning hér til ársins 2023 og ég er bara með hugann við Bayern. Það er allt í góðu og hér er ég ánægður.“

Coman óttaðist það að sitja meira á bekknum á þessari leiktíð eftir að Leroy Sane kom til félagsins frá Man. City í sumar en Sane hefur verið meira á bekknum.

„Ég fékk það á tilfinninguna að ég yrði minna notaður. Ég er 24 ára og þarf að spila en sem betur fer varð ótti minn ekki raunveruleika.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×