„Þetta bóluefni er mjög öruggt“ Sylvía Hall skrifar 5. janúar 2021 20:05 Björn Rúnar Lúðvíksson, , yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans. Vísir/Vilhelm Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans og prófessor í ónæmisfræði, segir ekkert benda til þess að meiri áhætta fylgi bóluefni Pfizer við kórónuveirunni en öðrum bóluefnum. Það sé gríðarlega mikilvægt að fólk láti bólusetja sig, enda muni það bjarga mannslífum. Nú þegar hafa 1.740 heilbrigðisstarfsmenn verið bólusettir og ber þeim skylda til þess að tilkynna aukaverkanir til Lyfjastofnunar. Alls hafa tíu slíkar tilkynningar borist, sem samsvarar um 0,5 prósent þeirra sem hafa verið bólusettir, en engin þeirra er alvarleg. Alls hafa því fimm þúsund fengið fyrri bólusetningu með því bóluefni sem kom hingað til lands rétt fyrir áramót. Að mati Björns er stórkostlegt að bólusetningar séu þegar hafnar hér á landi, innan við ári eftir að faraldurinn hófst á Íslandi. Vilja að ónæmiskerfið vakni „Varðandi tíðni þessara hliðarverkana að þá er þetta mjög lág tala. Í rannsóknunum sem þetta grundvallast á var talað um rétt um tvö prósent um allar mögulegar hliðarverkanir, og þetta eru einmitt vægar hliðarverkanir – raunverulega verkanir sem við erum hálfpartinn að vonast eftir,“ segir Björn. „Við viljum að ónæmiskerfið vakni til lífsins, fari af stað, myndi mótefni og það er bólgusvar sem fylgir því.“ Hann segir því ekkert óeðlilegt við það að fólk fái vægan hita og í verstu tilfellum vöðvaverki og flensulík einkenni, en þau eigi að ganga yfir á um það bil tveimur dögum. Það sé fátítt og í flestum tilfellum séu hliðarverkanir mjög vægar. „Þetta bóluefni er mjög öruggt, það bjargar mannslífum og ýmsum mögulegum fylgikvillum veikinnar. Það er alveg gríðarlega mikilvægt að fólk bólusetji sig.“ Frétt Stöðvar 2 um hliðarverkanir bóluefnisins má sjá hér að neðan, þar sem rætt er við Björn Rúnar. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yrði hissa ef tengsl væru á milli bóluefnis og andláta Fyrstu niðurstöður rannsóknar á því hvort fjögur andlát megi rekja til bólusetningar við Covid-19 eiga að liggja fyrir í næstu viku. Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar er hræddur um að málið verði til þess að fólk láti síður bólusetja sig. 5. janúar 2021 18:30 Tveir sérfróðir læknar rannsaka alvarlegu atvikin fimm Tveir sérfróðir og óháðir læknar á sviði öldrunar munu rannsaka gaumgæfilega fimm alvarleg atvik, þar af fjögur andlát, sem tilkynnt var um sem hugsanlegar aukaverkanir af bólusetningu við kórónuveirunni. Stefnt er að því að frumniðurstöður liggi fyrir innan viku til tíu daga. 5. janúar 2021 15:05 Mikilvægt að fá skýringar á andlátum fyrir næsta skammt af bóluefni Fjögur andlát hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna mögulegra tengsla við bólusetningu við Covid-19. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fá betri mynd af því hvort andlátin megi rekja til bólusetningar áður en seinni skammtur efnisins verður gefinn. 5. janúar 2021 11:58 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Sjá meira
Nú þegar hafa 1.740 heilbrigðisstarfsmenn verið bólusettir og ber þeim skylda til þess að tilkynna aukaverkanir til Lyfjastofnunar. Alls hafa tíu slíkar tilkynningar borist, sem samsvarar um 0,5 prósent þeirra sem hafa verið bólusettir, en engin þeirra er alvarleg. Alls hafa því fimm þúsund fengið fyrri bólusetningu með því bóluefni sem kom hingað til lands rétt fyrir áramót. Að mati Björns er stórkostlegt að bólusetningar séu þegar hafnar hér á landi, innan við ári eftir að faraldurinn hófst á Íslandi. Vilja að ónæmiskerfið vakni „Varðandi tíðni þessara hliðarverkana að þá er þetta mjög lág tala. Í rannsóknunum sem þetta grundvallast á var talað um rétt um tvö prósent um allar mögulegar hliðarverkanir, og þetta eru einmitt vægar hliðarverkanir – raunverulega verkanir sem við erum hálfpartinn að vonast eftir,“ segir Björn. „Við viljum að ónæmiskerfið vakni til lífsins, fari af stað, myndi mótefni og það er bólgusvar sem fylgir því.“ Hann segir því ekkert óeðlilegt við það að fólk fái vægan hita og í verstu tilfellum vöðvaverki og flensulík einkenni, en þau eigi að ganga yfir á um það bil tveimur dögum. Það sé fátítt og í flestum tilfellum séu hliðarverkanir mjög vægar. „Þetta bóluefni er mjög öruggt, það bjargar mannslífum og ýmsum mögulegum fylgikvillum veikinnar. Það er alveg gríðarlega mikilvægt að fólk bólusetji sig.“ Frétt Stöðvar 2 um hliðarverkanir bóluefnisins má sjá hér að neðan, þar sem rætt er við Björn Rúnar.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yrði hissa ef tengsl væru á milli bóluefnis og andláta Fyrstu niðurstöður rannsóknar á því hvort fjögur andlát megi rekja til bólusetningar við Covid-19 eiga að liggja fyrir í næstu viku. Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar er hræddur um að málið verði til þess að fólk láti síður bólusetja sig. 5. janúar 2021 18:30 Tveir sérfróðir læknar rannsaka alvarlegu atvikin fimm Tveir sérfróðir og óháðir læknar á sviði öldrunar munu rannsaka gaumgæfilega fimm alvarleg atvik, þar af fjögur andlát, sem tilkynnt var um sem hugsanlegar aukaverkanir af bólusetningu við kórónuveirunni. Stefnt er að því að frumniðurstöður liggi fyrir innan viku til tíu daga. 5. janúar 2021 15:05 Mikilvægt að fá skýringar á andlátum fyrir næsta skammt af bóluefni Fjögur andlát hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna mögulegra tengsla við bólusetningu við Covid-19. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fá betri mynd af því hvort andlátin megi rekja til bólusetningar áður en seinni skammtur efnisins verður gefinn. 5. janúar 2021 11:58 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Sjá meira
Yrði hissa ef tengsl væru á milli bóluefnis og andláta Fyrstu niðurstöður rannsóknar á því hvort fjögur andlát megi rekja til bólusetningar við Covid-19 eiga að liggja fyrir í næstu viku. Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar er hræddur um að málið verði til þess að fólk láti síður bólusetja sig. 5. janúar 2021 18:30
Tveir sérfróðir læknar rannsaka alvarlegu atvikin fimm Tveir sérfróðir og óháðir læknar á sviði öldrunar munu rannsaka gaumgæfilega fimm alvarleg atvik, þar af fjögur andlát, sem tilkynnt var um sem hugsanlegar aukaverkanir af bólusetningu við kórónuveirunni. Stefnt er að því að frumniðurstöður liggi fyrir innan viku til tíu daga. 5. janúar 2021 15:05
Mikilvægt að fá skýringar á andlátum fyrir næsta skammt af bóluefni Fjögur andlát hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna mögulegra tengsla við bólusetningu við Covid-19. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fá betri mynd af því hvort andlátin megi rekja til bólusetningar áður en seinni skammtur efnisins verður gefinn. 5. janúar 2021 11:58