„Þetta eru ekki mótmæli, þetta er uppreisn“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. janúar 2021 21:28 Joe Biden var ómyrkur í máli í ávarpi sínu. AP Photo/Susan Walsh Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, flutti ávarp nú fyrir stundu vegna þeirrar ringulreiðar sem nú ríkir í Washington D.C. eftir að mótmælendur brutu sér leið inn í þinghúsið. Biden baðst afsökunar á að hafa flutt ávarp sitt seinna en áætlað var, en upphaflega hafði hann ætlað að tala um efnahagsmál í ávarpi sínu. „Á þessari stundu sætir lýðræðið okkar fordæmalausri árás. Ólíkt nokkru sem við höfum áður séð í nútímanum,“ sagði Biden. Árásin beinist meðal annars að þeim sem eigi að vernda borgarana, lögreglu og þingvörðum. „Ég ætla að vera mjög skýr um það að atburðirnir í þinghúsinu endurspegla ekki hina raunverulegu Ameríku, stendur ekki fyrir það hver við erum. Það sem við erum vitni að er lítill hluti af öfgahyggjumönnum,“ sagði Biden. „Þetta er óregla, þetta er ringulreið,“ bætti Biden við sem var mjög ákveðinn og harðorður í ávarpi sínu. „Þessu verður að linna. Núna,“ sagði Biden um leið og hann beindi orðum sínum til þeirra sem taka þátt í óeirðunum: „Dragið ykkur í hlé og leyfið lýðræðinu að halda áfram.“ Það skipti máli hvað forseti segi, hvort sem það sé til góðs eða ills, en orð forseta geti ávallt verið innblástur. „Þess vegna skora ég á Trump forseta að koma fram í sjónvarpi núna, til að standa við þann eið sem hann hefur svarið, og vernda stjórnarskrána og krefjast þess að binda enda á þetta,“ sagði Biden. „Þetta eru ekki mótmæli, þetta er uppreisn,“ sagði verðandi forsetinn ennfremur. „Í gegnum stríð og átök höfum við mátt þola margt. Og við munum komast yfir þetta.“ Bandaríkin Joe Biden Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
„Á þessari stundu sætir lýðræðið okkar fordæmalausri árás. Ólíkt nokkru sem við höfum áður séð í nútímanum,“ sagði Biden. Árásin beinist meðal annars að þeim sem eigi að vernda borgarana, lögreglu og þingvörðum. „Ég ætla að vera mjög skýr um það að atburðirnir í þinghúsinu endurspegla ekki hina raunverulegu Ameríku, stendur ekki fyrir það hver við erum. Það sem við erum vitni að er lítill hluti af öfgahyggjumönnum,“ sagði Biden. „Þetta er óregla, þetta er ringulreið,“ bætti Biden við sem var mjög ákveðinn og harðorður í ávarpi sínu. „Þessu verður að linna. Núna,“ sagði Biden um leið og hann beindi orðum sínum til þeirra sem taka þátt í óeirðunum: „Dragið ykkur í hlé og leyfið lýðræðinu að halda áfram.“ Það skipti máli hvað forseti segi, hvort sem það sé til góðs eða ills, en orð forseta geti ávallt verið innblástur. „Þess vegna skora ég á Trump forseta að koma fram í sjónvarpi núna, til að standa við þann eið sem hann hefur svarið, og vernda stjórnarskrána og krefjast þess að binda enda á þetta,“ sagði Biden. „Þetta eru ekki mótmæli, þetta er uppreisn,“ sagði verðandi forsetinn ennfremur. „Í gegnum stríð og átök höfum við mátt þola margt. Og við munum komast yfir þetta.“
Bandaríkin Joe Biden Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira