Gat ekki gengið að kröfum Trump Sylvía Hall skrifar 6. janúar 2021 22:40 Mike Pence á sameiginlegum fundi fulltrúa- og öldungardeildar þingsins í dag. GEtty/Saul Loeb Mike Pence, fráfarandi varaforseti Bandaríkjanna, sagðist ekki hafa neitt vald til þess að ákveða úrslit kosninga og gæti ekki breytt þeirri niðurstöðu sem varð í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember síðastliðnum. Sameiginlegur fundur fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings hófst í dag til að afgreiða kjör Joe Biden til embættis forseta. Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hafði beitt Pence þrýstingi og beðið hann um að tefja formlega afgreiðslu, en Pence hefur verið mjög hliðhollur forsetanum í embættistíð hans. Á fundi þinganna í dag, áður en þingmenn áttu að afgreiða kjör Biden með formlegum hætti, gerði Pence grein fyrir afstöðu sinni og sagðist ekki geta hindrað framgang lýðræðisins. pic.twitter.com/8WJbv9A8Lx— Mike Pence (@Mike_Pence) January 6, 2021 „Samkvæmt minni dómgreind kemur sá eiður sem ég sór að stjórnarskránni í veg fyrir að ég taki mér það vald að ákveða hvaða atkvæði skulu talin og hver ekki,“ sagði Pence í yfirlýsingu sinni. Fundurinn var þó truflaður þegar múgur réðst inn í þinghúsið, en þar voru á ferð stuðningsmenn Donald Trump. „Þú sórst eið,“ og „stöðvið þjófnaðinn,“ heyrðist kallað, með vísan til þess að úrslitum forsetakosninganna í nóvember hafi verið „stolið“ líkt og Trump hefur ítrekað haldið fram. Þessi yfirlýsing Pence féll ekki í kramið hjá Bandaríkjaforseta sem sakaði hann um heigulshátt. „Mike Pence hafði ekki hugrekki til þess að gera það sem var nauðsynlegt til að vernda land okkar og stjórnarskrá, að gefa ríkjum tækifæri til þess að staðfesta leiðréttar staðreyndir, ekki þær fölsku og röngu sem upphaflega átti að staðfesta,“ skrifaði hann og vísaði enn og aftur í meint kosningasvindl. Mike Pence didn’t have the courage to do what should have been done to protect our Country and our Constitution, giving States a chance to certify a corrected set of facts, not the fraudulent or inaccurate ones which they were asked to previously certify. USA demands the truth!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 6, 2021 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Þið verðið að fara heim núna“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur birt skilaboð til mótmælenda við þinghúsið þar sem hann biður þá um að fara heim. Hann segist skilja reiði þeirra, en mest allt myndbandið, sem sjá má hér að neðan, snerist um innihaldslausar ásakanir hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur í kosningunum 6. janúar 2021 21:32 Kona skotin í þinghúsinu Kona varð fyrir skoti í þinghúsinu í kvöld og er alvarlega slösuð. Frá þessu greina fjölmiðlar vestanhafs, en myndir og myndbönd af atvikinu hafa verið birt á samfélagsmiðlum. Konan var í hópi mótmælenda sem ruddist inn í þinghúsið í kvöld. 6. janúar 2021 21:06 „Þetta eru ekki mótmæli, þetta er uppreisn“ Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, flutti ávarp nú fyrir stundu vegna þeirrar ringulreiðar sem nú ríkir í Washington D.C. eftir að mótmælendur brutu sér leið inn í þinghúsið. Biden baðst afsökunar á að hafa flutt ávarp sitt seinna en áætlað var, en upphaflega hafði hann ætlað að tala um efnahagsmál í ávarpi sínu. 6. janúar 2021 21:28 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Fleiri fréttir Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Sjá meira
Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hafði beitt Pence þrýstingi og beðið hann um að tefja formlega afgreiðslu, en Pence hefur verið mjög hliðhollur forsetanum í embættistíð hans. Á fundi þinganna í dag, áður en þingmenn áttu að afgreiða kjör Biden með formlegum hætti, gerði Pence grein fyrir afstöðu sinni og sagðist ekki geta hindrað framgang lýðræðisins. pic.twitter.com/8WJbv9A8Lx— Mike Pence (@Mike_Pence) January 6, 2021 „Samkvæmt minni dómgreind kemur sá eiður sem ég sór að stjórnarskránni í veg fyrir að ég taki mér það vald að ákveða hvaða atkvæði skulu talin og hver ekki,“ sagði Pence í yfirlýsingu sinni. Fundurinn var þó truflaður þegar múgur réðst inn í þinghúsið, en þar voru á ferð stuðningsmenn Donald Trump. „Þú sórst eið,“ og „stöðvið þjófnaðinn,“ heyrðist kallað, með vísan til þess að úrslitum forsetakosninganna í nóvember hafi verið „stolið“ líkt og Trump hefur ítrekað haldið fram. Þessi yfirlýsing Pence féll ekki í kramið hjá Bandaríkjaforseta sem sakaði hann um heigulshátt. „Mike Pence hafði ekki hugrekki til þess að gera það sem var nauðsynlegt til að vernda land okkar og stjórnarskrá, að gefa ríkjum tækifæri til þess að staðfesta leiðréttar staðreyndir, ekki þær fölsku og röngu sem upphaflega átti að staðfesta,“ skrifaði hann og vísaði enn og aftur í meint kosningasvindl. Mike Pence didn’t have the courage to do what should have been done to protect our Country and our Constitution, giving States a chance to certify a corrected set of facts, not the fraudulent or inaccurate ones which they were asked to previously certify. USA demands the truth!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 6, 2021
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Þið verðið að fara heim núna“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur birt skilaboð til mótmælenda við þinghúsið þar sem hann biður þá um að fara heim. Hann segist skilja reiði þeirra, en mest allt myndbandið, sem sjá má hér að neðan, snerist um innihaldslausar ásakanir hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur í kosningunum 6. janúar 2021 21:32 Kona skotin í þinghúsinu Kona varð fyrir skoti í þinghúsinu í kvöld og er alvarlega slösuð. Frá þessu greina fjölmiðlar vestanhafs, en myndir og myndbönd af atvikinu hafa verið birt á samfélagsmiðlum. Konan var í hópi mótmælenda sem ruddist inn í þinghúsið í kvöld. 6. janúar 2021 21:06 „Þetta eru ekki mótmæli, þetta er uppreisn“ Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, flutti ávarp nú fyrir stundu vegna þeirrar ringulreiðar sem nú ríkir í Washington D.C. eftir að mótmælendur brutu sér leið inn í þinghúsið. Biden baðst afsökunar á að hafa flutt ávarp sitt seinna en áætlað var, en upphaflega hafði hann ætlað að tala um efnahagsmál í ávarpi sínu. 6. janúar 2021 21:28 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Fleiri fréttir Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Sjá meira
„Þið verðið að fara heim núna“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur birt skilaboð til mótmælenda við þinghúsið þar sem hann biður þá um að fara heim. Hann segist skilja reiði þeirra, en mest allt myndbandið, sem sjá má hér að neðan, snerist um innihaldslausar ásakanir hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur í kosningunum 6. janúar 2021 21:32
Kona skotin í þinghúsinu Kona varð fyrir skoti í þinghúsinu í kvöld og er alvarlega slösuð. Frá þessu greina fjölmiðlar vestanhafs, en myndir og myndbönd af atvikinu hafa verið birt á samfélagsmiðlum. Konan var í hópi mótmælenda sem ruddist inn í þinghúsið í kvöld. 6. janúar 2021 21:06
„Þetta eru ekki mótmæli, þetta er uppreisn“ Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, flutti ávarp nú fyrir stundu vegna þeirrar ringulreiðar sem nú ríkir í Washington D.C. eftir að mótmælendur brutu sér leið inn í þinghúsið. Biden baðst afsökunar á að hafa flutt ávarp sitt seinna en áætlað var, en upphaflega hafði hann ætlað að tala um efnahagsmál í ávarpi sínu. 6. janúar 2021 21:28