Stafrænt ferðalag þjóðar Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 7. janúar 2021 07:01 Stafræn tækni snertir okkur meira og minna öll í okkar daglega lífi. Þessi tækni færðist mun nær okkur eftir að við flest tókum okkur snjallsíma í hönd. Tæki sem hefur fært okkur nær hvert öðru óháð tengslum og jafnvel án meðvitaðrar ákvörðunar. Veruleiki stafræna heimsins breytist hratt og hefur fært okkur mörg inn á áður óþekktar slóðir, allt í gegnum tæki sem eitt sinn var ósköp einfaldur sími. Umbreytingin sem nú á sér stað teygir anga sína út í allt samfélagið og inn í allar þjónustugáttir, jafnt hins opinbera sem og einkageirans. Við slíka umbreytingu eru ákveðnar grunnstoðir, sem eru lykill af því að vel takist til. Stafrænni umbyltingu fylgir ný þekking og krafa um nýja færni. Við þessu þarf að bregðast. Menntakerfið er lykillinn Þar gegnir menntakerfið okkar gríðarlega mikilvægu hlutverki. Það má ekki láta reka á reiðanum, heldur er mikilvægt að standa í stafni og leiða för. Þegar litið er til nágrannaþjóða okkar sjáum við að þau hafa brugðist við af krafti til að takast á við örar breytingar í stafrænum lausnum. Þær hafa sett sér öfluga stefnu og markað sýn varðandi þróun stafrænnar tækni. Rík áhersla er lögð á metnaðarfulla menntastefnu sem tekur einvörðungu utan um stafræna færni og þekkingu. Allt frá byrjun skólagöngu til háskólanáms en ekki síður til sí- og endurmenntunar til þess að geta mætt umbreytingu starfa með aukinni færni þeirra sem þegar eru á vinnumarkaði. Endurmenntun kennara - færni til framtíðar Umbreytingin kallar á endurmenntun kennara með markvissum hætti. Skilgreina þarf hvaða þættir eru kennurum mikilvægir til þess að þeir geti miðlað þekkingu um stafræna tækni og aukið færni komandi kynslóða. M.a. þurfa allir kennarar að öðlast lágmarksfærni í tækninni sjálfri til að geta skilið virknina og fjallað um hana. Þeir þættir sem þjóðir heims hafa sammælst um að skipti hvað mestu máli eru; færni í skapandi hugsun og nýsköpun, samskiptum og samvinnu, færni til að vinna úr upplýsingum og afla sér þekkingar, færni í lausnamiðaðri ákvarðanartöku og getu til frumkvæðis í ákvörðunartöku, stafrænni þátttöku og ákveðin færni í tækniaðgerðum og lausnum. Þetta þýðir í raun allsherjar innleiðingu stafrænnar færni inn í menntakerfið og er full ástæða til. Til þess að halda í við þróun stafrænnar tækni þarf menntakerfið að stíga í takt. Menntamálaráðherra þarf að sýna forystu Við þurfum að efla til samstillts átaks stjórnvalda og atvinnulífs. Menntamálaráðherra þarf að taka þar forystu og marka stefnu í stafrænni færni til framtíðar. Það þýðir markmið með mælanlegum viðmiðum og innspýtingu inni í skólakerfið allt, þar sem stafrænni færni er gefið vægi til þess að við getum gengið í takt við örar breytingar samfélagsins. Ef þarna verður slegið slöku við verum við eftirbátar nágrannaþjóða og ósamkeppnishæf þegar kemur að þekkingu stafrænnar tækni. Við eigum að setja okkur háleit markmið um að vera ekki einungis notendur heldur áhrifavaldar í framþróuninni sjálfri. Til þess þarf framúrskarandi menntakerfi sem styður við alla þá þætti sem styrkja stafræna færni okkar allra. Tæknilæsi er jafnréttismál Tæknilæsi almennings er gríðarlega mikilvægt jafnréttis- og byggðamál þar sem færni greiðir og jafnar um leið aðgengi allra að þjónustu sem umbreytist hraðar en við áttum okkur á. Nú hafa sveitarfélög landsins tekið höndum saman til að efla stafræna þjónustu innan stjórnsýslunnar og álíka átak er hafið hjá ríkinu. Samhliða þessu þarf að mennta þjóðina til þess að gera öllum kleift að nýta sér þjónustu, óháð staðsetningu eða búsetu. Það þarf að gera æsku landsins færa um að stíga inn í þróun og sköpun stafrænnar tækni og veita almenningi þá fræðslu, menntun og þjálfun sem til þarf til að geta nýtt sér stafræna þjónustu. Nýverið lagði menntamálaráðherra fram menntastefnu til ársins 2030. Í þeirri stefnu vantar sárlega upp á að tekin séu nægjanlega stór skref til að efla tæknilæsi þjóðarinnar. Þar verður ráðherra að gera betur ef duga skal. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Stafræn tækni snertir okkur meira og minna öll í okkar daglega lífi. Þessi tækni færðist mun nær okkur eftir að við flest tókum okkur snjallsíma í hönd. Tæki sem hefur fært okkur nær hvert öðru óháð tengslum og jafnvel án meðvitaðrar ákvörðunar. Veruleiki stafræna heimsins breytist hratt og hefur fært okkur mörg inn á áður óþekktar slóðir, allt í gegnum tæki sem eitt sinn var ósköp einfaldur sími. Umbreytingin sem nú á sér stað teygir anga sína út í allt samfélagið og inn í allar þjónustugáttir, jafnt hins opinbera sem og einkageirans. Við slíka umbreytingu eru ákveðnar grunnstoðir, sem eru lykill af því að vel takist til. Stafrænni umbyltingu fylgir ný þekking og krafa um nýja færni. Við þessu þarf að bregðast. Menntakerfið er lykillinn Þar gegnir menntakerfið okkar gríðarlega mikilvægu hlutverki. Það má ekki láta reka á reiðanum, heldur er mikilvægt að standa í stafni og leiða för. Þegar litið er til nágrannaþjóða okkar sjáum við að þau hafa brugðist við af krafti til að takast á við örar breytingar í stafrænum lausnum. Þær hafa sett sér öfluga stefnu og markað sýn varðandi þróun stafrænnar tækni. Rík áhersla er lögð á metnaðarfulla menntastefnu sem tekur einvörðungu utan um stafræna færni og þekkingu. Allt frá byrjun skólagöngu til háskólanáms en ekki síður til sí- og endurmenntunar til þess að geta mætt umbreytingu starfa með aukinni færni þeirra sem þegar eru á vinnumarkaði. Endurmenntun kennara - færni til framtíðar Umbreytingin kallar á endurmenntun kennara með markvissum hætti. Skilgreina þarf hvaða þættir eru kennurum mikilvægir til þess að þeir geti miðlað þekkingu um stafræna tækni og aukið færni komandi kynslóða. M.a. þurfa allir kennarar að öðlast lágmarksfærni í tækninni sjálfri til að geta skilið virknina og fjallað um hana. Þeir þættir sem þjóðir heims hafa sammælst um að skipti hvað mestu máli eru; færni í skapandi hugsun og nýsköpun, samskiptum og samvinnu, færni til að vinna úr upplýsingum og afla sér þekkingar, færni í lausnamiðaðri ákvarðanartöku og getu til frumkvæðis í ákvörðunartöku, stafrænni þátttöku og ákveðin færni í tækniaðgerðum og lausnum. Þetta þýðir í raun allsherjar innleiðingu stafrænnar færni inn í menntakerfið og er full ástæða til. Til þess að halda í við þróun stafrænnar tækni þarf menntakerfið að stíga í takt. Menntamálaráðherra þarf að sýna forystu Við þurfum að efla til samstillts átaks stjórnvalda og atvinnulífs. Menntamálaráðherra þarf að taka þar forystu og marka stefnu í stafrænni færni til framtíðar. Það þýðir markmið með mælanlegum viðmiðum og innspýtingu inni í skólakerfið allt, þar sem stafrænni færni er gefið vægi til þess að við getum gengið í takt við örar breytingar samfélagsins. Ef þarna verður slegið slöku við verum við eftirbátar nágrannaþjóða og ósamkeppnishæf þegar kemur að þekkingu stafrænnar tækni. Við eigum að setja okkur háleit markmið um að vera ekki einungis notendur heldur áhrifavaldar í framþróuninni sjálfri. Til þess þarf framúrskarandi menntakerfi sem styður við alla þá þætti sem styrkja stafræna færni okkar allra. Tæknilæsi er jafnréttismál Tæknilæsi almennings er gríðarlega mikilvægt jafnréttis- og byggðamál þar sem færni greiðir og jafnar um leið aðgengi allra að þjónustu sem umbreytist hraðar en við áttum okkur á. Nú hafa sveitarfélög landsins tekið höndum saman til að efla stafræna þjónustu innan stjórnsýslunnar og álíka átak er hafið hjá ríkinu. Samhliða þessu þarf að mennta þjóðina til þess að gera öllum kleift að nýta sér þjónustu, óháð staðsetningu eða búsetu. Það þarf að gera æsku landsins færa um að stíga inn í þróun og sköpun stafrænnar tækni og veita almenningi þá fræðslu, menntun og þjálfun sem til þarf til að geta nýtt sér stafræna þjónustu. Nýverið lagði menntamálaráðherra fram menntastefnu til ársins 2030. Í þeirri stefnu vantar sárlega upp á að tekin séu nægjanlega stór skref til að efla tæknilæsi þjóðarinnar. Þar verður ráðherra að gera betur ef duga skal. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun