Kennarar og nemendur vilja fá að ráða mætingu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. janúar 2021 19:03 Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara, og Ásta María Vestmann, nemandi í 6. bekk í Menntaskólanum í Reykjavík, sem sat í ráðgjafahóp vegna faraldursins. Vísir Félag framhaldsskólakennara hefur farið fram á við menntamálaráðherra að kennarar geti valið um staðkennslu eða fjarkennslu eftir aðstæðum. Þá vilja framhaldsskólakennarar færast ofar á forgangslista bóluefnis við kórónaveirunni. Hluti nemenda í Menntaskólanum í Reykjavík vill einnig sveigjanleika í námi. Margir framhaldsskólar voru opnaðir á ný fyrir staðnámi í vikunni eftir að reglur um takmarkanir á skólahaldi voru rýmkaðar. Félag framhaldsskóla hefur lýst yfir áhyggjum af brattir opnun skólanna. Guðjón Hreinn Hauksson er formaður Félags framhaldsskólakennara. „Fyrir viku þá voru allir að passa sína jólakúlu og hittu aðeins sína nánustu. Núna þarf fólk að fara út í skólanna og hitta kannski 200 manns,“ segir Guðjón. Hann segir að stjórn félagsins hafi hitt menntamálaráðherra í á þriðjudag þar sem farið var fram á að kennarar sem treysta sér ekki vegna aðstæðna í staðkennslu gætu valið fjarkennslu. Þá hafi verið rætt um að kennarar færðust ofar í forgang þegar kemur að bólusetningu. Við höfum bent á að við verðum að fá að viðhalda sveigjanleikanum. Og þá veltum við fyrir okkur hvort ekki sé full ástæða til að kennarar njóti ekki að njóta forgangs í bólusetningu en nú eru þeir númer átta í röð þeirra sem fá bóluefni,“ segir Guðjón. Í svari menntamálaráðherra vegna málsins í dag kemur fram að alltaf hafi verið lögð áhersla á sveiganleika og jafnvægi í skólakerfinu. Þá kom eftirfarandi fram: „Hvað varðar forgangshópa eru kennarar í 8. hópi, þ.e. strax á eftir heilbrigðisstarfsfólki og öldruðum, til að fá bólusetningu. Aðrir hagsmunahópar hafa ekki viðrað áhyggjur af auknu staðnámi. Fjölmargir foreldrar, félag skólameistara og félag íslenskra framhaldsskólanema hafa þvert á móti þakkað fyrir og fagnað auknu staðnámi. Hins vegar er það svo að við öll erum háð hvernig okkur tekst að berjast við veiruna,“ segir í svari frá menntamálaráðuneytinu. Nemendur vilja líka sveigjanleika Ásta María Vestmann nemandi í 6. bekk í Menntaskólanum í Reykjavík sem sat í ráðgjafahóp vegna faraldursins segir að í tveimur könnunum meðal nemenda hafi komið fram skýr vilji. þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Egill „Við viljum geta valið um hvort við stundum fjar-eða staðnám og ég veit að ég og margir bekkjarfélagar mínir vilja vera heima út af smithættunni og við vitum að það er fullt af sameiginlegum snertiflötum í skólanum. Það er náttúrulega æðislegt að vera komin í skólann. En það er voða erfitt og þreytandi að vera alltaf kvíðinn yfir því að vera að smitast,“ segir Ásta. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þróun faraldursins ráði í raun för varðandi þetta mál. Það geti verið erfitt að verða við öllum kröfum. „Þegar skólarnir voru lokaðir þá voru allir að kvarta yfir því og svo þegar þeir opna þá er kvartað yfir því að fá ekki að vera heima þannig að það er erfitt að mæta öllum kröfum og eftirvæntingu,“ segir Þórólfur. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Vonandi kemur að því að við getum boðið þeim upp á alveg eðlilegt líf“ Þrátt fyrir að fleiri framhaldsskólanemar hafi fengið að fara í skólann í dag en síðustu mánuði þá er skólastarf enn langt frá því að vera með eðlilegum hætti. Enda félagslíf og annað slíkt ekki í boði. 5. janúar 2021 20:00 Opnað á staðnám í framhaldsskóla með nýrri reglugerð Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi á tímum gerir það að mörkum að mögulegt verður að bjóða upp á staðnám í öllum framhaldsskólum, einnig skólum með áfangakerfi. 21. desember 2020 17:26 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Margir framhaldsskólar voru opnaðir á ný fyrir staðnámi í vikunni eftir að reglur um takmarkanir á skólahaldi voru rýmkaðar. Félag framhaldsskóla hefur lýst yfir áhyggjum af brattir opnun skólanna. Guðjón Hreinn Hauksson er formaður Félags framhaldsskólakennara. „Fyrir viku þá voru allir að passa sína jólakúlu og hittu aðeins sína nánustu. Núna þarf fólk að fara út í skólanna og hitta kannski 200 manns,“ segir Guðjón. Hann segir að stjórn félagsins hafi hitt menntamálaráðherra í á þriðjudag þar sem farið var fram á að kennarar sem treysta sér ekki vegna aðstæðna í staðkennslu gætu valið fjarkennslu. Þá hafi verið rætt um að kennarar færðust ofar í forgang þegar kemur að bólusetningu. Við höfum bent á að við verðum að fá að viðhalda sveigjanleikanum. Og þá veltum við fyrir okkur hvort ekki sé full ástæða til að kennarar njóti ekki að njóta forgangs í bólusetningu en nú eru þeir númer átta í röð þeirra sem fá bóluefni,“ segir Guðjón. Í svari menntamálaráðherra vegna málsins í dag kemur fram að alltaf hafi verið lögð áhersla á sveiganleika og jafnvægi í skólakerfinu. Þá kom eftirfarandi fram: „Hvað varðar forgangshópa eru kennarar í 8. hópi, þ.e. strax á eftir heilbrigðisstarfsfólki og öldruðum, til að fá bólusetningu. Aðrir hagsmunahópar hafa ekki viðrað áhyggjur af auknu staðnámi. Fjölmargir foreldrar, félag skólameistara og félag íslenskra framhaldsskólanema hafa þvert á móti þakkað fyrir og fagnað auknu staðnámi. Hins vegar er það svo að við öll erum háð hvernig okkur tekst að berjast við veiruna,“ segir í svari frá menntamálaráðuneytinu. Nemendur vilja líka sveigjanleika Ásta María Vestmann nemandi í 6. bekk í Menntaskólanum í Reykjavík sem sat í ráðgjafahóp vegna faraldursins segir að í tveimur könnunum meðal nemenda hafi komið fram skýr vilji. þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Egill „Við viljum geta valið um hvort við stundum fjar-eða staðnám og ég veit að ég og margir bekkjarfélagar mínir vilja vera heima út af smithættunni og við vitum að það er fullt af sameiginlegum snertiflötum í skólanum. Það er náttúrulega æðislegt að vera komin í skólann. En það er voða erfitt og þreytandi að vera alltaf kvíðinn yfir því að vera að smitast,“ segir Ásta. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þróun faraldursins ráði í raun för varðandi þetta mál. Það geti verið erfitt að verða við öllum kröfum. „Þegar skólarnir voru lokaðir þá voru allir að kvarta yfir því og svo þegar þeir opna þá er kvartað yfir því að fá ekki að vera heima þannig að það er erfitt að mæta öllum kröfum og eftirvæntingu,“ segir Þórólfur.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Vonandi kemur að því að við getum boðið þeim upp á alveg eðlilegt líf“ Þrátt fyrir að fleiri framhaldsskólanemar hafi fengið að fara í skólann í dag en síðustu mánuði þá er skólastarf enn langt frá því að vera með eðlilegum hætti. Enda félagslíf og annað slíkt ekki í boði. 5. janúar 2021 20:00 Opnað á staðnám í framhaldsskóla með nýrri reglugerð Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi á tímum gerir það að mörkum að mögulegt verður að bjóða upp á staðnám í öllum framhaldsskólum, einnig skólum með áfangakerfi. 21. desember 2020 17:26 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Vonandi kemur að því að við getum boðið þeim upp á alveg eðlilegt líf“ Þrátt fyrir að fleiri framhaldsskólanemar hafi fengið að fara í skólann í dag en síðustu mánuði þá er skólastarf enn langt frá því að vera með eðlilegum hætti. Enda félagslíf og annað slíkt ekki í boði. 5. janúar 2021 20:00
Opnað á staðnám í framhaldsskóla með nýrri reglugerð Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi á tímum gerir það að mörkum að mögulegt verður að bjóða upp á staðnám í öllum framhaldsskólum, einnig skólum með áfangakerfi. 21. desember 2020 17:26