Lögreglumaður lést af sárum sínum eftir árásina á þinghúsið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. janúar 2021 06:45 Óeirðaseggirnir sóttu að þingsalnum þegar þeir voru komnir inn í húsið og lögregla innandyra var tilneydd til að grípa til vopna. AP/Andrew Harnik Lögreglumaður sem starfaði í þinghúsi Bandaríkjanna, Capitol Hill, er látinn. Hann lést af sárum sem hann hlaut þegar æstur múgur réðst inn í þinghúsið síðastliðinn miðvikudag og truflaði þingfund þar sem átti að staðfesta kjör Joes Biden í embætti forseta Bandaríkjanna. Áður hefur verið greint frá því að fjórir mótmælendur hafi látist í óeirðunum við þinghúsið, þar á meðal ein kona sem lögregla skaut til bana þegar fólkið var að brjóta sér leið inn í húsið. Þá særðist fjöldi fólks í áhlaupinu. Viðbúnaður og viðbrögð lögreglunnar í þinghúsinu hafa vakið furðu enda var viðbúnaðurinn í engu samræmi við þann mikla fjölda mótmælenda sem safnaðist saman fyrir framan þinghúsið. Þá hafa birst myndskeið sem sýna lögreglumenn hleypa mótmælendum inn fyrir varnargirðingu sem komið hafði verið upp. Yfirmaður löggæslumála í þinghúsinu, Steven Sund, sagði af sér í gær vegna viðbragða lögreglu við áhlaupinu. Í yfirlýsingu sem lögreglan í þinghúsinu sendi frá sér í nótt segir að lögreglumaðurinn hafi heitið Brian Sicknick. „Sicknick var að bregðast við óeirðunum á miðvikudag við þinghúsið og særðist í líkamlegum átökum við mótmælendur,“ sagði í yfirlýsingunni. Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, mætti aftur á Twitter í nótt eftir að aðgangi hans að miðlinum var lokað tímabundið vegna skilaboða sem hann lét frá sér þegar óeirðirnar stóðu sem hæst. Í myndbandi sem hann birti á Twitter ávarpar hann bandarísku þjóðina og fordæmir árásina á þinghúsið. Þá heitir hann friðsælum valdaskiptum þegar Biden tekur við embætti 20. janúar. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Fleiri fréttir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Sjá meira
Áður hefur verið greint frá því að fjórir mótmælendur hafi látist í óeirðunum við þinghúsið, þar á meðal ein kona sem lögregla skaut til bana þegar fólkið var að brjóta sér leið inn í húsið. Þá særðist fjöldi fólks í áhlaupinu. Viðbúnaður og viðbrögð lögreglunnar í þinghúsinu hafa vakið furðu enda var viðbúnaðurinn í engu samræmi við þann mikla fjölda mótmælenda sem safnaðist saman fyrir framan þinghúsið. Þá hafa birst myndskeið sem sýna lögreglumenn hleypa mótmælendum inn fyrir varnargirðingu sem komið hafði verið upp. Yfirmaður löggæslumála í þinghúsinu, Steven Sund, sagði af sér í gær vegna viðbragða lögreglu við áhlaupinu. Í yfirlýsingu sem lögreglan í þinghúsinu sendi frá sér í nótt segir að lögreglumaðurinn hafi heitið Brian Sicknick. „Sicknick var að bregðast við óeirðunum á miðvikudag við þinghúsið og særðist í líkamlegum átökum við mótmælendur,“ sagði í yfirlýsingunni. Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, mætti aftur á Twitter í nótt eftir að aðgangi hans að miðlinum var lokað tímabundið vegna skilaboða sem hann lét frá sér þegar óeirðirnar stóðu sem hæst. Í myndbandi sem hann birti á Twitter ávarpar hann bandarísku þjóðina og fordæmir árásina á þinghúsið. Þá heitir hann friðsælum valdaskiptum þegar Biden tekur við embætti 20. janúar.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Fleiri fréttir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Sjá meira