Handboltinn hefst aftur í næstu viku: „Virkilega ánægjuleg niðurstaða“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. janúar 2021 13:27 Keppni í Olís-deild kvenna hefst á ný laugardaginn 16. janúar. vísir/hag Handknattleikssamband Íslands stefnir að því að hefja keppni á Íslandsmótinu um þarnæstu helgi. Í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra lagði sóttvarnalæknir til að keppni og æfingar í íþróttum í öllum aldursflokkum yrðu heimilar frá og með miðvikudeginum 13. janúar, að því gefnu að kórónuveirufaraldurinn haldist í lágmarki. Engir áhorfendur mega þó vera á leikjum. Tillögurnar gilda til 17. febrúar. Hljóðið var gott í Róberti Geir Gíslasyni, framkvæmdastjóra HSÍ, þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn til hans eftir að fréttirnar af afléttingu keppnisbannsins bárust. „Þetta er frábært. Það er virkilega ánægjulegt að þetta sé niðurstaðan og við hlökkum til að hefja leik á ný,“ sagði Róbert. Fyrstu leikirnir eftir hléið langa sem hefur staðið síðan í byrjun október verða í Grill 66 deild karla föstudaginn 15. janúar. Daginn eftir fer svo heil umferð fram í Olís-deild kvenna. „Við spilum samkvæmt planinu sem við vorum búnir að gefa út og höldum væntanlega formannafund í byrjun næstu viku,“ sagði Róbert. Olís-deild karla hefst 24. janúar. Róbert segir að það hafi ekki komið til tals að hefja keppni fyrr í karladeildinni. Hann hefur fulla trú á því að hægt verði að ljúka keppni á Íslandsmótinu eins og búið var að raða því upp. „Við höfum það og höfum gefið okkur tíma fram í júní. Það er engan bilbug á okkur að finna,“ sagði Róbert að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Sjá meira
Í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra lagði sóttvarnalæknir til að keppni og æfingar í íþróttum í öllum aldursflokkum yrðu heimilar frá og með miðvikudeginum 13. janúar, að því gefnu að kórónuveirufaraldurinn haldist í lágmarki. Engir áhorfendur mega þó vera á leikjum. Tillögurnar gilda til 17. febrúar. Hljóðið var gott í Róberti Geir Gíslasyni, framkvæmdastjóra HSÍ, þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn til hans eftir að fréttirnar af afléttingu keppnisbannsins bárust. „Þetta er frábært. Það er virkilega ánægjulegt að þetta sé niðurstaðan og við hlökkum til að hefja leik á ný,“ sagði Róbert. Fyrstu leikirnir eftir hléið langa sem hefur staðið síðan í byrjun október verða í Grill 66 deild karla föstudaginn 15. janúar. Daginn eftir fer svo heil umferð fram í Olís-deild kvenna. „Við spilum samkvæmt planinu sem við vorum búnir að gefa út og höldum væntanlega formannafund í byrjun næstu viku,“ sagði Róbert. Olís-deild karla hefst 24. janúar. Róbert segir að það hafi ekki komið til tals að hefja keppni fyrr í karladeildinni. Hann hefur fulla trú á því að hægt verði að ljúka keppni á Íslandsmótinu eins og búið var að raða því upp. „Við höfum það og höfum gefið okkur tíma fram í júní. Það er engan bilbug á okkur að finna,“ sagði Róbert að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Sjá meira