Handboltinn hefst aftur í næstu viku: „Virkilega ánægjuleg niðurstaða“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. janúar 2021 13:27 Keppni í Olís-deild kvenna hefst á ný laugardaginn 16. janúar. vísir/hag Handknattleikssamband Íslands stefnir að því að hefja keppni á Íslandsmótinu um þarnæstu helgi. Í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra lagði sóttvarnalæknir til að keppni og æfingar í íþróttum í öllum aldursflokkum yrðu heimilar frá og með miðvikudeginum 13. janúar, að því gefnu að kórónuveirufaraldurinn haldist í lágmarki. Engir áhorfendur mega þó vera á leikjum. Tillögurnar gilda til 17. febrúar. Hljóðið var gott í Róberti Geir Gíslasyni, framkvæmdastjóra HSÍ, þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn til hans eftir að fréttirnar af afléttingu keppnisbannsins bárust. „Þetta er frábært. Það er virkilega ánægjulegt að þetta sé niðurstaðan og við hlökkum til að hefja leik á ný,“ sagði Róbert. Fyrstu leikirnir eftir hléið langa sem hefur staðið síðan í byrjun október verða í Grill 66 deild karla föstudaginn 15. janúar. Daginn eftir fer svo heil umferð fram í Olís-deild kvenna. „Við spilum samkvæmt planinu sem við vorum búnir að gefa út og höldum væntanlega formannafund í byrjun næstu viku,“ sagði Róbert. Olís-deild karla hefst 24. janúar. Róbert segir að það hafi ekki komið til tals að hefja keppni fyrr í karladeildinni. Hann hefur fulla trú á því að hægt verði að ljúka keppni á Íslandsmótinu eins og búið var að raða því upp. „Við höfum það og höfum gefið okkur tíma fram í júní. Það er engan bilbug á okkur að finna,“ sagði Róbert að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Sjá meira
Í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra lagði sóttvarnalæknir til að keppni og æfingar í íþróttum í öllum aldursflokkum yrðu heimilar frá og með miðvikudeginum 13. janúar, að því gefnu að kórónuveirufaraldurinn haldist í lágmarki. Engir áhorfendur mega þó vera á leikjum. Tillögurnar gilda til 17. febrúar. Hljóðið var gott í Róberti Geir Gíslasyni, framkvæmdastjóra HSÍ, þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn til hans eftir að fréttirnar af afléttingu keppnisbannsins bárust. „Þetta er frábært. Það er virkilega ánægjulegt að þetta sé niðurstaðan og við hlökkum til að hefja leik á ný,“ sagði Róbert. Fyrstu leikirnir eftir hléið langa sem hefur staðið síðan í byrjun október verða í Grill 66 deild karla föstudaginn 15. janúar. Daginn eftir fer svo heil umferð fram í Olís-deild kvenna. „Við spilum samkvæmt planinu sem við vorum búnir að gefa út og höldum væntanlega formannafund í byrjun næstu viku,“ sagði Róbert. Olís-deild karla hefst 24. janúar. Róbert segir að það hafi ekki komið til tals að hefja keppni fyrr í karladeildinni. Hann hefur fulla trú á því að hægt verði að ljúka keppni á Íslandsmótinu eins og búið var að raða því upp. „Við höfum það og höfum gefið okkur tíma fram í júní. Það er engan bilbug á okkur að finna,“ sagði Róbert að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Sjá meira