Fóru á leik Raptors og Pacers en horfðu á Lakers gegn Celtics Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2021 15:41 Anthony Davis sækir að Jayson Tatum í leik Los Angeles Lakers á móti Boston Celtics en til hliðar er Justin Shouse. Samsett mynd Kjartan Atli Kjartansson bauð upp á nýjung í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag á Vísi en þar fóru NBA þríburarnir svokölluðu yfir öll liðin í NBA-deildinni. „Það er sérstök viðhafnarútgáfa hjá okkur núna. Við ætlum að rýna í það sem hefur gerst til þessa, hvað hefur komið á óvart, hvað hefur ekki komið á óvart og svo framvegis. Við ætlum að reyna líka að spá fyrir um framtíðina og hvernig þetta muni allt þróast,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í upphafi þáttar en hann var ekki með Henry Birgi Gunnarsson eða Ríkharð Óskar Guðnason með sér í þessari sérstöku NBA-útgáfu af Sportinu í dag. „Ég kalla okkur NBA-þríburana því með mér í dag eru tvíburarnir Einir og Birkir Guðlaugssynir sem ólust upp með mér í Garbænum. Þeir vita allt um NBA-deildina og eru tvíburabræður en ekkert líkir,“ sagði Kjartan Atli. Þeir þrír halda heldur ekki með sama liðinu. Kjartan Atli heldur með Boston Celtics, Birkir heldur með Los Angeles Lakers og Einir á sér ekki lengur eitt uppáhaldslið þrátt fyrir að hafa verið mikill Chicago Bulls maður einu sinni. „Þegar þið farið að rífast um gömlu stórveldin þá ætla ég að vera Sameinuðu þjóðirnar,“ sagði Einir Guðlaugsson léttur. „Við ætlum að gera þetta þannig að við ætlum að fara yfir hvert einasta lið í NBA-deildinni, hvar það stendur og hvað sé að koma þeim á óvart. Við ætlum að bera árangur liðanna núna saman við það sem Las Vegas veðbankarnir bjuggust við,“ sagði Kjartan Atli um innihald þáttarins í dag en hann má finna allan hér fyrir neðan. Kjartan Atli sagði líka frá því frá því í hlaðvarpinu Sportið í dag að hann og Justin Shouse hafi farið saman á leik Toroto Raptors og Indiana Pacers á síðustu leiktíð, en þó hafi félagarnir horft á annan NBA-leik í sjónvarpi á bar inni í höllinni í Toronto. Kjartan Atli er mikill stuðningsmaður Boston Celtics og Justin Shouse er annálaður Los Angeles Lakers-maður. Leikur stórveldanna gömlu var að klárast á meðan leikur Toronto og Indiana var í gangi. Kjartan og Justin völdu að klára frekar á leik sinna liða en að horfa á leikinn sem þeir borguðu sig inn á. „Við náðum leik á síðustu leiktíð, í Tornto, tveim vikum áður en NBA var lokað [vegna Kórónuveirufaraldursins],“ útskýri Kjartan Atli og hélt áfram: „Við sátum, við Shouse, á bar inni í höllinni. Það var NBA-leikur í gangi í höllinni en við þurftum að klára leikinn,“ útskýrði Kjartan hlæjandi. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Sportið í dag Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Sjá meira
„Það er sérstök viðhafnarútgáfa hjá okkur núna. Við ætlum að rýna í það sem hefur gerst til þessa, hvað hefur komið á óvart, hvað hefur ekki komið á óvart og svo framvegis. Við ætlum að reyna líka að spá fyrir um framtíðina og hvernig þetta muni allt þróast,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í upphafi þáttar en hann var ekki með Henry Birgi Gunnarsson eða Ríkharð Óskar Guðnason með sér í þessari sérstöku NBA-útgáfu af Sportinu í dag. „Ég kalla okkur NBA-þríburana því með mér í dag eru tvíburarnir Einir og Birkir Guðlaugssynir sem ólust upp með mér í Garbænum. Þeir vita allt um NBA-deildina og eru tvíburabræður en ekkert líkir,“ sagði Kjartan Atli. Þeir þrír halda heldur ekki með sama liðinu. Kjartan Atli heldur með Boston Celtics, Birkir heldur með Los Angeles Lakers og Einir á sér ekki lengur eitt uppáhaldslið þrátt fyrir að hafa verið mikill Chicago Bulls maður einu sinni. „Þegar þið farið að rífast um gömlu stórveldin þá ætla ég að vera Sameinuðu þjóðirnar,“ sagði Einir Guðlaugsson léttur. „Við ætlum að gera þetta þannig að við ætlum að fara yfir hvert einasta lið í NBA-deildinni, hvar það stendur og hvað sé að koma þeim á óvart. Við ætlum að bera árangur liðanna núna saman við það sem Las Vegas veðbankarnir bjuggust við,“ sagði Kjartan Atli um innihald þáttarins í dag en hann má finna allan hér fyrir neðan. Kjartan Atli sagði líka frá því frá því í hlaðvarpinu Sportið í dag að hann og Justin Shouse hafi farið saman á leik Toroto Raptors og Indiana Pacers á síðustu leiktíð, en þó hafi félagarnir horft á annan NBA-leik í sjónvarpi á bar inni í höllinni í Toronto. Kjartan Atli er mikill stuðningsmaður Boston Celtics og Justin Shouse er annálaður Los Angeles Lakers-maður. Leikur stórveldanna gömlu var að klárast á meðan leikur Toronto og Indiana var í gangi. Kjartan og Justin völdu að klára frekar á leik sinna liða en að horfa á leikinn sem þeir borguðu sig inn á. „Við náðum leik á síðustu leiktíð, í Tornto, tveim vikum áður en NBA var lokað [vegna Kórónuveirufaraldursins],“ útskýri Kjartan Atli og hélt áfram: „Við sátum, við Shouse, á bar inni í höllinni. Það var NBA-leikur í gangi í höllinni en við þurftum að klára leikinn,“ útskýrði Kjartan hlæjandi. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Sportið í dag Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Sjá meira