Lífsgæði og afkoma – hin stóru verkefni ársins! Drífa Snædal skrifar 8. janúar 2021 15:00 Um áramótin urðu breytingar til góðs á kjörum launafólks. Tekjuskattar lækkuðu og skilar lækkunin sér mest til þeirra sem minnst hafa. Fæðingarorlof lengdist í tólf mánuði samanlagt sem er löngu tímabært. Laun hækkuðu og stytting vinnutímans tók gildi hjá hjá opinberum starfsmönnum í dagvinnu. Þetta eru vissulega áfangar á leiðinni að heilbrigðu og góðu samfélagi en betur má ef duga skal. Fyrir utan hin risavöxnu verkefni sem eru aðkallandi nú þegar; atvinnuleysi og framfærsluóöryggi, þá mun árið 2021 snúast um hugmyndafræði og stóru myndina. Við megum ekki missa sjónar af því þó að einstaka mál geti orðið fyrirferðamikil í umræðunni, við verðum að sjá skóginn fyrir trjánum. Mantra ársins 2021 verður að vera; lífsgæði, réttlæti og afkomuöryggi. Undir það fellur að styrkja möguleika fólks til framfærslu, í gegnum atvinnusköpun og að kerfin okkar geri það sem þeim er ætlað, að grípa fólk. Húsnæðismálin eru líka stór þáttur í lífsgæðum og afkomuöryggi en fólk sem er á ótryggum leigumarkaði, jafnvel í óviðunandi húsnæði býr við afar skert lífsgæði. Það er sérstaklega tilefni til að hafa áhyggjur af fólki af erlendum uppruna og ungu fólki á húsnæðismarkaðnum. Þegar við hugsum um stóru myndina komumst við aldrei hjá því að ákveða greiðslur í sameiginlega sjóði og hvernig við nýtum skatta og tilfærslukerfi til að dreifa lífsgæðunum. Þar má enginn vera undanskilinn og tími til kominn að fjármagnseigendur verði einnig gerðir ábyrgir fyrir lífsgæðunum sem þeir sannarlega njóta sjálfir. Það hefur sjaldan verið jafn mikilvægt og nú, á krepputímum að fjöldahreyfingar sem bera almannahag fyrir brjósti eflist og reisi skýra kröfu um réttlæti, afkomuöryggi og lífsgæði fyrir okkur öll. Það er hið stóra verkefni ársins. Saman náum við árangri! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Um áramótin urðu breytingar til góðs á kjörum launafólks. Tekjuskattar lækkuðu og skilar lækkunin sér mest til þeirra sem minnst hafa. Fæðingarorlof lengdist í tólf mánuði samanlagt sem er löngu tímabært. Laun hækkuðu og stytting vinnutímans tók gildi hjá hjá opinberum starfsmönnum í dagvinnu. Þetta eru vissulega áfangar á leiðinni að heilbrigðu og góðu samfélagi en betur má ef duga skal. Fyrir utan hin risavöxnu verkefni sem eru aðkallandi nú þegar; atvinnuleysi og framfærsluóöryggi, þá mun árið 2021 snúast um hugmyndafræði og stóru myndina. Við megum ekki missa sjónar af því þó að einstaka mál geti orðið fyrirferðamikil í umræðunni, við verðum að sjá skóginn fyrir trjánum. Mantra ársins 2021 verður að vera; lífsgæði, réttlæti og afkomuöryggi. Undir það fellur að styrkja möguleika fólks til framfærslu, í gegnum atvinnusköpun og að kerfin okkar geri það sem þeim er ætlað, að grípa fólk. Húsnæðismálin eru líka stór þáttur í lífsgæðum og afkomuöryggi en fólk sem er á ótryggum leigumarkaði, jafnvel í óviðunandi húsnæði býr við afar skert lífsgæði. Það er sérstaklega tilefni til að hafa áhyggjur af fólki af erlendum uppruna og ungu fólki á húsnæðismarkaðnum. Þegar við hugsum um stóru myndina komumst við aldrei hjá því að ákveða greiðslur í sameiginlega sjóði og hvernig við nýtum skatta og tilfærslukerfi til að dreifa lífsgæðunum. Þar má enginn vera undanskilinn og tími til kominn að fjármagnseigendur verði einnig gerðir ábyrgir fyrir lífsgæðunum sem þeir sannarlega njóta sjálfir. Það hefur sjaldan verið jafn mikilvægt og nú, á krepputímum að fjöldahreyfingar sem bera almannahag fyrir brjósti eflist og reisi skýra kröfu um réttlæti, afkomuöryggi og lífsgæði fyrir okkur öll. Það er hið stóra verkefni ársins. Saman náum við árangri! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar