Ofurhlauparar verulega skúffaðir eftir skráningarvesen Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2021 15:54 Örvar Steingrímsson ofurhlaupari, fyrir miðju, er meðal þeirra sem náði ekki að skrá sig í hlaupið. Laugavegur - Ultra marathon Fullbókað er í Laugavegshlaupið 2021. Gangi ykkur vel í undirbúningnum! Svona voru skilaboð sem birtust á Facebook-síðu Laugavegs - Ultra marathon upp úr klukkan tólf í hádeginu. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Skráning í hlaupið var auglýst á slaginu tólf og ljóst að margir voru mættir við lyklaborðið klárir í að skrá sig enda takmarkað framboð af sætum. Fjölmargir hlauparar sitja eftir með sárt ennið og tæplega hundrað tjá sig við færsluna á Facebook-síðu hlaupsins. Lýsa þeir yfir vonbrigðum. Fullbókað er í Laugavegshlaupið 2021 Gangi ykkur vel í undirbúningnum! 2021 Laugavegur Ultra Marathon is fully booked Good luck in your preparation!Posted by Laugavegur - Ultra marathon on Friday, January 8, 2021 „Hvað er að frétta? Komst inn en tókst ekki að skrá kt. mína,“ segir Örvar Steingrímsson ofurhlaupari sem hefur margtoft hlaupið Laugaveginn og komið í mark fyrstur Íslendinga. „Ótrúlega svekkjandi,“ bætir hann við. Nafni hans Örvar Jens Arnarsson segir margoft ekki hafa samþykkt kennitölu hans þó hann hafi nokkrum sinnum komist inn á skráningarsíðuna. Vill endurtaka skráninguna „En eins og margir komst ég aldrei lengra en bolastærð. Ótrúlega svekkjandi og ólíðandi að eiga við þetta kerfi, a.m.k. í dag. Hreinlega ósanngjarnt miðað við hversu margir fengu sömu villumeldingar. Þið hljótið að skoða þetta gaumgæfilega og jafnvel endurskoða/endurtaka skráninguna?“ Hlynur Guðmundsson er sömuleiðis ósáttur. „Vægast sagt ömurleg framistaða hjá ykkur, keyrið upp pressu á að menn þurfi að vera fljótir til að skrá sig og missið svo vefin í gólfið þegar það augljósa gerist að allir hamast við að skrá sig á fyrstu mínútu.“ Fjölmargir voru að reyna að skrá sig þegar þeir fengu þessa villumeldingu. Í framhaldi af því að skráningu lauk birtist fréttatilkynning á vef Laugavegshlaupsins þar sem fram kemur að tölvukerfið hafi átt erfitt í hádeginu. Erlendir hlauparar gætu forfallast „Um tíma leit út fyrir að skráningarsíðan hefði hrunið en svo reyndist þó ekki vera. Einhverjir lentu þó í vandræðum með að skrá sig þar sem fjölmargir voru að reyna á sama tíma. Við skiljum vonbrigði hlaupara sem náðu ekki sæti. Okkur þykir þetta mjög leitt og myndum gjarnan vilja taka við fleirum en vegna öryggisástæðna er fjöldi þeirra sem getur tekið þátt takmarkaður,“ segir í tilkynningunni. Ekki sé öll von úti því óvíst er um þátttöku erlendra hlaupara í ár líkt og í fyrra. Því eru hlauparar beðnir um að skrá sig á póstlista komi sú staða upp aftur í vor að erlendir keppendur forfallist. Hlaup Laugavegshlaupið Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Skráning í hlaupið var auglýst á slaginu tólf og ljóst að margir voru mættir við lyklaborðið klárir í að skrá sig enda takmarkað framboð af sætum. Fjölmargir hlauparar sitja eftir með sárt ennið og tæplega hundrað tjá sig við færsluna á Facebook-síðu hlaupsins. Lýsa þeir yfir vonbrigðum. Fullbókað er í Laugavegshlaupið 2021 Gangi ykkur vel í undirbúningnum! 2021 Laugavegur Ultra Marathon is fully booked Good luck in your preparation!Posted by Laugavegur - Ultra marathon on Friday, January 8, 2021 „Hvað er að frétta? Komst inn en tókst ekki að skrá kt. mína,“ segir Örvar Steingrímsson ofurhlaupari sem hefur margtoft hlaupið Laugaveginn og komið í mark fyrstur Íslendinga. „Ótrúlega svekkjandi,“ bætir hann við. Nafni hans Örvar Jens Arnarsson segir margoft ekki hafa samþykkt kennitölu hans þó hann hafi nokkrum sinnum komist inn á skráningarsíðuna. Vill endurtaka skráninguna „En eins og margir komst ég aldrei lengra en bolastærð. Ótrúlega svekkjandi og ólíðandi að eiga við þetta kerfi, a.m.k. í dag. Hreinlega ósanngjarnt miðað við hversu margir fengu sömu villumeldingar. Þið hljótið að skoða þetta gaumgæfilega og jafnvel endurskoða/endurtaka skráninguna?“ Hlynur Guðmundsson er sömuleiðis ósáttur. „Vægast sagt ömurleg framistaða hjá ykkur, keyrið upp pressu á að menn þurfi að vera fljótir til að skrá sig og missið svo vefin í gólfið þegar það augljósa gerist að allir hamast við að skrá sig á fyrstu mínútu.“ Fjölmargir voru að reyna að skrá sig þegar þeir fengu þessa villumeldingu. Í framhaldi af því að skráningu lauk birtist fréttatilkynning á vef Laugavegshlaupsins þar sem fram kemur að tölvukerfið hafi átt erfitt í hádeginu. Erlendir hlauparar gætu forfallast „Um tíma leit út fyrir að skráningarsíðan hefði hrunið en svo reyndist þó ekki vera. Einhverjir lentu þó í vandræðum með að skrá sig þar sem fjölmargir voru að reyna á sama tíma. Við skiljum vonbrigði hlaupara sem náðu ekki sæti. Okkur þykir þetta mjög leitt og myndum gjarnan vilja taka við fleirum en vegna öryggisástæðna er fjöldi þeirra sem getur tekið þátt takmarkaður,“ segir í tilkynningunni. Ekki sé öll von úti því óvíst er um þátttöku erlendra hlaupara í ár líkt og í fyrra. Því eru hlauparar beðnir um að skrá sig á póstlista komi sú staða upp aftur í vor að erlendir keppendur forfallist.
Hlaup Laugavegshlaupið Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira