Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi handtekinn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. janúar 2021 19:38 Sótt var að þingsalnum og lögregla innandyra var tilneydd til að grípa til vopna. AP/ANDREW HARNIK Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi þegar múgur réðst inn í þinghúsið hefur verið handekinn og ákærður fyrir brot á alríkislögum. Þetta kemur fram á vef fréttaveitunnar CNN. Maðurinn heitir Richard Barnett en ljósmynd af honum fór mikinn á samfélagsmiðlum og fréttaveitum þar sem hann situr í stól forseta fulltrúardeildar Bandaríkjaþings á þeim tíma er múgur réðst inn í þinghúsið. Alríkislögreglumaður sagði að Richard Barnett hafi verið færður í gæsluvarðhald í morgun. A supporter of President Trump sits inside Speaker Pelosi's office. pic.twitter.com/xyhj0Lziro— NBC News (@NBCNews) January 6, 2021 „Ég kom öskrandi og sparkandi inn í þennan heim, ataður blóði annarar manneskju. Ég óttast ekki að yfirgefa hann með sama hætti.“ Þetta sagði Richard nokkur Barnett á Facebook í desember en nú er hann þekktur sem maðurinn sem kom sér makindalega fyrir á skrifstofu Nancy Pelosi þegar hann og fleiri réðust inn í þinghúsið. Barnett hefur líklega þótt stundin sæt en síðastliðinn laugardag gagnrýndi hann Pelosi á samskiptamiðlinum, fyrir að nota „hvítur þjóðernissinni“ sem niðrandi hugtak. „Ég er hvítur. Því er ekki að neita. Ég er þjóðernissinni. Ég set þjóð mína í fyrsta sæti. Það gerir mig hvítan þjóðernissinna,“ sagði Barnett og bætti við að þeir sem væru ekki þjóðernissinnar ættu að hypja sig úr landi. Trump hefur sætt mikilli gagnrýni vegna innrásar stuðningsmanna hans í bandaríska þinghúsið á miðvikudag. Í aðdragandanum hvatti hann fólk til mótmæla við bandaríska þinghúsið en sagðist svo í yfirlýsingu í gær fordæma þá sem hefðu brotið lög umrætt sinn. Fjórir mótmælendur og einn lögreglumaður létu lífið í átökum. Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Tengdar fréttir Trump sagður íhuga að náða sjálfan sig Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa lagt til við ráðgjafa sína að hann hafi áhuga á að veita sjálfum sér forsetanáðun á lokadögum forsetatíðar sinnar. Forsetinn mun vera sannfærður um að óvinir sínir muni beita dómskerfinu gegn sér eftir að hann fer úr Hvíta húsinu. 8. janúar 2021 11:40 Lögreglan hafnaði boðum um aðstoð Nokkrum dögum fyrir óeirðirnar í þinghúsi Bandaríkjanna höfðu embættismenn í varnarmálaráðuneytinu samband við lögreglu þingsins og buðu þeim aðstoð þjóðvarðliðs Washington DC við að halda aftur af mótmælendum. Þegar þúsundir stuðningsmanna Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, umkringdu húsið á miðvikudaginn bauð dómsmálaráðuneytið aðstoð Alríkislögreglu Bandaríkjanna. 8. janúar 2021 08:54 Lögreglumaður lést af sárum sínum eftir árásina á þinghúsið Lögreglumaður sem starfaði í þinghúsi Bandaríkjanna, Capitol Hill, er látinn. Hann lést af sárum sem hann hlaut þegar æstur múgur réðst inn í þinghúsið síðastliðinn miðvikudag og truflaði þingfund þar sem átti að staðfesta kjör Joes Biden í embætti forseta Bandaríkjanna. 8. janúar 2021 06:45 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Þetta kemur fram á vef fréttaveitunnar CNN. Maðurinn heitir Richard Barnett en ljósmynd af honum fór mikinn á samfélagsmiðlum og fréttaveitum þar sem hann situr í stól forseta fulltrúardeildar Bandaríkjaþings á þeim tíma er múgur réðst inn í þinghúsið. Alríkislögreglumaður sagði að Richard Barnett hafi verið færður í gæsluvarðhald í morgun. A supporter of President Trump sits inside Speaker Pelosi's office. pic.twitter.com/xyhj0Lziro— NBC News (@NBCNews) January 6, 2021 „Ég kom öskrandi og sparkandi inn í þennan heim, ataður blóði annarar manneskju. Ég óttast ekki að yfirgefa hann með sama hætti.“ Þetta sagði Richard nokkur Barnett á Facebook í desember en nú er hann þekktur sem maðurinn sem kom sér makindalega fyrir á skrifstofu Nancy Pelosi þegar hann og fleiri réðust inn í þinghúsið. Barnett hefur líklega þótt stundin sæt en síðastliðinn laugardag gagnrýndi hann Pelosi á samskiptamiðlinum, fyrir að nota „hvítur þjóðernissinni“ sem niðrandi hugtak. „Ég er hvítur. Því er ekki að neita. Ég er þjóðernissinni. Ég set þjóð mína í fyrsta sæti. Það gerir mig hvítan þjóðernissinna,“ sagði Barnett og bætti við að þeir sem væru ekki þjóðernissinnar ættu að hypja sig úr landi. Trump hefur sætt mikilli gagnrýni vegna innrásar stuðningsmanna hans í bandaríska þinghúsið á miðvikudag. Í aðdragandanum hvatti hann fólk til mótmæla við bandaríska þinghúsið en sagðist svo í yfirlýsingu í gær fordæma þá sem hefðu brotið lög umrætt sinn. Fjórir mótmælendur og einn lögreglumaður létu lífið í átökum.
Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Tengdar fréttir Trump sagður íhuga að náða sjálfan sig Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa lagt til við ráðgjafa sína að hann hafi áhuga á að veita sjálfum sér forsetanáðun á lokadögum forsetatíðar sinnar. Forsetinn mun vera sannfærður um að óvinir sínir muni beita dómskerfinu gegn sér eftir að hann fer úr Hvíta húsinu. 8. janúar 2021 11:40 Lögreglan hafnaði boðum um aðstoð Nokkrum dögum fyrir óeirðirnar í þinghúsi Bandaríkjanna höfðu embættismenn í varnarmálaráðuneytinu samband við lögreglu þingsins og buðu þeim aðstoð þjóðvarðliðs Washington DC við að halda aftur af mótmælendum. Þegar þúsundir stuðningsmanna Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, umkringdu húsið á miðvikudaginn bauð dómsmálaráðuneytið aðstoð Alríkislögreglu Bandaríkjanna. 8. janúar 2021 08:54 Lögreglumaður lést af sárum sínum eftir árásina á þinghúsið Lögreglumaður sem starfaði í þinghúsi Bandaríkjanna, Capitol Hill, er látinn. Hann lést af sárum sem hann hlaut þegar æstur múgur réðst inn í þinghúsið síðastliðinn miðvikudag og truflaði þingfund þar sem átti að staðfesta kjör Joes Biden í embætti forseta Bandaríkjanna. 8. janúar 2021 06:45 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Trump sagður íhuga að náða sjálfan sig Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa lagt til við ráðgjafa sína að hann hafi áhuga á að veita sjálfum sér forsetanáðun á lokadögum forsetatíðar sinnar. Forsetinn mun vera sannfærður um að óvinir sínir muni beita dómskerfinu gegn sér eftir að hann fer úr Hvíta húsinu. 8. janúar 2021 11:40
Lögreglan hafnaði boðum um aðstoð Nokkrum dögum fyrir óeirðirnar í þinghúsi Bandaríkjanna höfðu embættismenn í varnarmálaráðuneytinu samband við lögreglu þingsins og buðu þeim aðstoð þjóðvarðliðs Washington DC við að halda aftur af mótmælendum. Þegar þúsundir stuðningsmanna Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, umkringdu húsið á miðvikudaginn bauð dómsmálaráðuneytið aðstoð Alríkislögreglu Bandaríkjanna. 8. janúar 2021 08:54
Lögreglumaður lést af sárum sínum eftir árásina á þinghúsið Lögreglumaður sem starfaði í þinghúsi Bandaríkjanna, Capitol Hill, er látinn. Hann lést af sárum sem hann hlaut þegar æstur múgur réðst inn í þinghúsið síðastliðinn miðvikudag og truflaði þingfund þar sem átti að staðfesta kjör Joes Biden í embætti forseta Bandaríkjanna. 8. janúar 2021 06:45